Handbolti

Tveir Danir en þrír Svíar í úr­vals­liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Palicka var valinn í úrvalsliðið á kostnað markmanna eins og Niklas Landin.
Palicka var valinn í úrvalsliðið á kostnað markmanna eins og Niklas Landin. EPA-EFE/KHALED ELFIQI

IHF hefur gefið út hvaða sjö leikmenn voru valdir í úrvalsliðið á HM í handbolta sem lauk með sigri Dana á Svíum í úrslitaleiknum nú síðdegis.

Mikkel Hansen var valinn mikilvægasti leikmaður mótsins en hann er í úrvalsliðinu ásamt landa sínum Mathias Gidsel.

Svíarnir Hampus Wanne, Andreas Palicka Jim Gottfridsson eru einnig í liðinu en þeir þurftu að sætta sig við silfur í dag eftir frábært mót.

Ludovic Fabregas, Frakki, endaði í fjórða sætinu en fær sæti í liðinu og úr bronsliðinu var það Ferran Solé sem komst í liðið.


Tengdar fréttir

Danir vörðu heims­meistara­titilinn

Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×