Vegið að atvinnufrelsi ungra sjúkraþjálfara Unnur Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2021 09:17 Með seiglu og góðri samstöðu hefur þjóðinni tekist að halda Covid-19-faraldrinum í þokkalegum skefjum og nú erum við vongóð um að lífið færist aftur í eðlilegri skorður á nýju ári. Um leið og við getum glaðst yfir góðum árangri verður að viðurkennast að álagið á heilbrigðiskerfi okkar hefur verið mikið og verður enn um sinn. Mjög hefur reynt á hæfni, getu og þrek fagfólks og framundan er að bæta það heilsutjón sem orðið hefur og leysa af hendi verk sem beðið hafa úrlausnar í heimsfaraldrinum. Við þurfum að hvetja ungt fólk til dáða, nýta hæfileika þess og kraft til að koma þjóðfélaginu aftur af stað eftir þetta sérkennilega tímabil. Þetta á ekki síst við um unga og kraftmikla nýútskrifaða sjúkraþjálfara. Þeirra bíður að auki að leysa af hólmi fyrstu kynslóð sjúkraþjálfara sem útskrifuðust frá H.Í. fyrir 40 árum og ljúka brátt starfsævinni. Er þá ekki einmitt mikilvægt að þetta unga fólk fái að heyra hvetjandi bjartsýnistón að loknum faraldrinum? Aðför að réttindum og atvinnufrelsi Stundum er reyndar eins og stjórnvöld hafi ekki fulla trú á framtíðinni, líkt og nú þegar gripið er til íþyngjandi aðgerða, steinn lagður í götu þeirra sem eru að hefja sína vegferð, vel menntað og metnaðarfullt fólk. Þetta gerðist um nýliðin áramót þegar heilbrigðisráðherra gaf út reglugerð um sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, sem ekki vinna samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Sett var það skilyrði fyrir endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar að þjónustan væri veitt af hendi sjúkraþjálfara sem hefði starfað við fagið í minnst tvö ár í 80% starfshlutfalli eftir löggildingu. Þessi reglugerð var sett í kjölfar þess að felld var úr gildi heimild sjúkratryggðra til að leita aðstoðar sjúkraþjálfara í sex skipti án aðkomu læknis. Það var gert án samráðs við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Félag heimilislækna og Félag sjúkraþjálfara, sem mótmæltu þessari ráðstöfun, enda jók hún álag á heilsugæsluna í miðjum faraldri og olli sjúklingum miklu óhagræði. Báðar þessar reglugerðarbreytingar fela í sér afturför í sjúkraþjálfun og endurhæfingu, stríða gegn heilbrigðri skynsemi og byggjast ekki að öllu leyti á gildandi lögum. Skerðing án lagastoðar Félag sjúkraþjálfara mótmælir reglugerðinni sem skerðir atvinnuréttindi sjúkraþjálfara og telur að hún eigi ekki stoð í lögum. Allir sjúkraþjálfarar með íslenskt starfsleyfi mega lögum samkvæmt nýta starfsréttindi sín. Þau réttindi verða ekki skert nema með lögum, sem verða þá að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og meðalhófsreglunni. Reglugerðir sem gefnar eru út verða að byggjast á grundvelli gildandi laga. Ef reglugerðin sem um ræðir verður ekki dregin til baka gæti reynt á lögmæti hennar fyrir dómi. Við sjúkraþjálfarar teljum alveg skýrt að skilyrði um tveggja ára starfsreynslu skorti lagastoð, ráðherra hafi ekki heimild til að taka ákvörðun um hæfi sjúkraþjálfara enda sé um það kveðið í löggildingu starfsins og í lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Leyfisveiting og hæfismat er í höndum Landlæknis en ekki ráðherra hverju sinni. Þau nýju skilyrði sem kveðið er á um í þeirri reglugerð sem hér ræðir, og beinast gegn nýútskrifuðum sjúkraþjálfurum, fela í sér óþolandi mismunun og skerðingu á möguleikum sjúkraþjálfara til að nýta opinbert starfsleyfi. Og það sem er verst, reglugerðin leiðir til verri þjónustu. Mikið í húfi Sjúkraþjálfurum er misboðið en við vonum auðvitað að horfið verði frá þessu, að viðurkennt verði að þessi reglugerð hafi verið vanhugsuð. Stóra myndin sem hér hefur verið reifuð er að skerðing atvinnuréttinda sé án lagastoðar og að í henni felist mismunun sem ungir sjúkraþjálfarar þurfi að sæta af hálfu ríkisvaldsins. Við trúum ekki enn að þetta verði látið standa. Margt fleira mælir gegn þessari ráðstöfun. Víða, og sérstaklega á landsbyggðinni, hefur verið treyst á að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar sinni afleysingum og leysi af hólmi þá sem eru að hverfa úr starfi vegna aldurs. Þá felst í reglugerðinni aðför að því sem unnist hefur í jafnréttisbaráttunni. Fólk sem lokið hefur löngu háskólanámi, eins og sjúkraþjálfarar, hefja gjarnan barneignir að því loknu. Skilyrði um 80% starfshlutfall er að sjálfsögðu aðför að þessu fólki og rétti þess til að samræma fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku að eigin ósk. Viljum við taka slíkt skref afturábak árið 2021? Og er eitthvert vit í því að lengja biðlista sjúkraþjálfara með þessum hætti? Þeir eru nógu langir samt. Skerðing á atvinnuréttindum ungra sjúkraþjálfara mun einungis dýpka vandann sem við er að eiga, koma færra fólki aftur á fætur, seinka bataferli og draga úr styrk og getu fólks á erfiðum tímum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Með seiglu og góðri samstöðu hefur þjóðinni tekist að halda Covid-19-faraldrinum í þokkalegum skefjum og nú erum við vongóð um að lífið færist aftur í eðlilegri skorður á nýju ári. Um leið og við getum glaðst yfir góðum árangri verður að viðurkennast að álagið á heilbrigðiskerfi okkar hefur verið mikið og verður enn um sinn. Mjög hefur reynt á hæfni, getu og þrek fagfólks og framundan er að bæta það heilsutjón sem orðið hefur og leysa af hendi verk sem beðið hafa úrlausnar í heimsfaraldrinum. Við þurfum að hvetja ungt fólk til dáða, nýta hæfileika þess og kraft til að koma þjóðfélaginu aftur af stað eftir þetta sérkennilega tímabil. Þetta á ekki síst við um unga og kraftmikla nýútskrifaða sjúkraþjálfara. Þeirra bíður að auki að leysa af hólmi fyrstu kynslóð sjúkraþjálfara sem útskrifuðust frá H.Í. fyrir 40 árum og ljúka brátt starfsævinni. Er þá ekki einmitt mikilvægt að þetta unga fólk fái að heyra hvetjandi bjartsýnistón að loknum faraldrinum? Aðför að réttindum og atvinnufrelsi Stundum er reyndar eins og stjórnvöld hafi ekki fulla trú á framtíðinni, líkt og nú þegar gripið er til íþyngjandi aðgerða, steinn lagður í götu þeirra sem eru að hefja sína vegferð, vel menntað og metnaðarfullt fólk. Þetta gerðist um nýliðin áramót þegar heilbrigðisráðherra gaf út reglugerð um sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, sem ekki vinna samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Sett var það skilyrði fyrir endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar að þjónustan væri veitt af hendi sjúkraþjálfara sem hefði starfað við fagið í minnst tvö ár í 80% starfshlutfalli eftir löggildingu. Þessi reglugerð var sett í kjölfar þess að felld var úr gildi heimild sjúkratryggðra til að leita aðstoðar sjúkraþjálfara í sex skipti án aðkomu læknis. Það var gert án samráðs við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Félag heimilislækna og Félag sjúkraþjálfara, sem mótmæltu þessari ráðstöfun, enda jók hún álag á heilsugæsluna í miðjum faraldri og olli sjúklingum miklu óhagræði. Báðar þessar reglugerðarbreytingar fela í sér afturför í sjúkraþjálfun og endurhæfingu, stríða gegn heilbrigðri skynsemi og byggjast ekki að öllu leyti á gildandi lögum. Skerðing án lagastoðar Félag sjúkraþjálfara mótmælir reglugerðinni sem skerðir atvinnuréttindi sjúkraþjálfara og telur að hún eigi ekki stoð í lögum. Allir sjúkraþjálfarar með íslenskt starfsleyfi mega lögum samkvæmt nýta starfsréttindi sín. Þau réttindi verða ekki skert nema með lögum, sem verða þá að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og meðalhófsreglunni. Reglugerðir sem gefnar eru út verða að byggjast á grundvelli gildandi laga. Ef reglugerðin sem um ræðir verður ekki dregin til baka gæti reynt á lögmæti hennar fyrir dómi. Við sjúkraþjálfarar teljum alveg skýrt að skilyrði um tveggja ára starfsreynslu skorti lagastoð, ráðherra hafi ekki heimild til að taka ákvörðun um hæfi sjúkraþjálfara enda sé um það kveðið í löggildingu starfsins og í lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Leyfisveiting og hæfismat er í höndum Landlæknis en ekki ráðherra hverju sinni. Þau nýju skilyrði sem kveðið er á um í þeirri reglugerð sem hér ræðir, og beinast gegn nýútskrifuðum sjúkraþjálfurum, fela í sér óþolandi mismunun og skerðingu á möguleikum sjúkraþjálfara til að nýta opinbert starfsleyfi. Og það sem er verst, reglugerðin leiðir til verri þjónustu. Mikið í húfi Sjúkraþjálfurum er misboðið en við vonum auðvitað að horfið verði frá þessu, að viðurkennt verði að þessi reglugerð hafi verið vanhugsuð. Stóra myndin sem hér hefur verið reifuð er að skerðing atvinnuréttinda sé án lagastoðar og að í henni felist mismunun sem ungir sjúkraþjálfarar þurfi að sæta af hálfu ríkisvaldsins. Við trúum ekki enn að þetta verði látið standa. Margt fleira mælir gegn þessari ráðstöfun. Víða, og sérstaklega á landsbyggðinni, hefur verið treyst á að nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar sinni afleysingum og leysi af hólmi þá sem eru að hverfa úr starfi vegna aldurs. Þá felst í reglugerðinni aðför að því sem unnist hefur í jafnréttisbaráttunni. Fólk sem lokið hefur löngu háskólanámi, eins og sjúkraþjálfarar, hefja gjarnan barneignir að því loknu. Skilyrði um 80% starfshlutfall er að sjálfsögðu aðför að þessu fólki og rétti þess til að samræma fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku að eigin ósk. Viljum við taka slíkt skref afturábak árið 2021? Og er eitthvert vit í því að lengja biðlista sjúkraþjálfara með þessum hætti? Þeir eru nógu langir samt. Skerðing á atvinnuréttindum ungra sjúkraþjálfara mun einungis dýpka vandann sem við er að eiga, koma færra fólki aftur á fætur, seinka bataferli og draga úr styrk og getu fólks á erfiðum tímum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar