Fjallið mældi COVID-áhrifin á sig með því að gera armbeygjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson keppir við Eddie Hall í Las Vegas í september þar sem kraftajötnarnir tveir ætla endanlega að gera upp sín mál. Instagram/@thorbjornsson Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson er kominn aftur af stað eftir kórónuveirusmit en hann er þó ekki hundrað prósent. Hafþór Júlíus Björnsson varð á dögunum að gera hlé á æfingum sínum fyrir hnefleikabardagann í Las Vegas í september næstkomandi eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hafþór var þá nýkominn heim frá Dúbaí þar sem hann barðist við Steven Ward í æfingabardaga. Hafþór Júlíus leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með því þegar hann athugaði með einföldum hætti hvað hefði breyst hjá sér á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan hann smitaðist af kórónuveirunni. „Eins og flest ykkar vitið þá fékk ég COVID-19 en mér líður miklu betur núna. Af því að mér líður miklu betur þá ætla ég að prófa það betur hvernig staðan er á mér,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég ætla að athuga það hversu margar armbeygjur ég get gert áður en ég geri mistök. Ég ætla að kanna það hvort ég hafi tapað einhverjum styrk og hvort ég búi enn yfir kraftinum sem ég hafði áður en ég veiktist,“ sagði Hafþór Júlíus. „Fullt af fólki segir að öndunin verði erfiðari en ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég ætla bara að komast að því hversu margar armbeygjur ég get gert,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus gerði síðan fimmtíu armbeygjur áður en hann gafst upp. Þær síðustu tóku greinilega á og hann var mjög móður þegar hann stóð upp. „Ég er vanur að gera fimmtíu til sextíu án þess að hafa mikið fyrir því,“ sagði Hafþór Júlíus eftir að hann kláraði þessar fimmtíu armbeygjur sínar. Það má sjá myndbandið af þessu prófi Fjallsins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Aflraunir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson varð á dögunum að gera hlé á æfingum sínum fyrir hnefleikabardagann í Las Vegas í september næstkomandi eftir að hafa fengið kórónuveiruna. Hafþór var þá nýkominn heim frá Dúbaí þar sem hann barðist við Steven Ward í æfingabardaga. Hafþór Júlíus leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með því þegar hann athugaði með einföldum hætti hvað hefði breyst hjá sér á þeim stutta tíma sem er liðinn síðan hann smitaðist af kórónuveirunni. „Eins og flest ykkar vitið þá fékk ég COVID-19 en mér líður miklu betur núna. Af því að mér líður miklu betur þá ætla ég að prófa það betur hvernig staðan er á mér,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég ætla að athuga það hversu margar armbeygjur ég get gert áður en ég geri mistök. Ég ætla að kanna það hvort ég hafi tapað einhverjum styrk og hvort ég búi enn yfir kraftinum sem ég hafði áður en ég veiktist,“ sagði Hafþór Júlíus. „Fullt af fólki segir að öndunin verði erfiðari en ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég ætla bara að komast að því hversu margar armbeygjur ég get gert,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór Júlíus gerði síðan fimmtíu armbeygjur áður en hann gafst upp. Þær síðustu tóku greinilega á og hann var mjög móður þegar hann stóð upp. „Ég er vanur að gera fimmtíu til sextíu án þess að hafa mikið fyrir því,“ sagði Hafþór Júlíus eftir að hann kláraði þessar fimmtíu armbeygjur sínar. Það má sjá myndbandið af þessu prófi Fjallsins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Aflraunir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira