Allt breytt eftir Covid og „framtíð“ vinnustaða í raun komin Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 07:00 Herdís Pála Pálsdóttir, Vísir/Aðsend „Stærstu mistökin myndi ég telja að vera að bíða eftir að allt verði eins og það fyrir Covid. Heimurinn er einfaldlega breyttur. Sú framtíð sem rætt hefur verið um hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl er hreinlega komin,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir mannauðstjóri Deloitte. Á fundi sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, hélt nýverið, kynnti Josefine Liljeqvist sem stýrir mannauðsráðgjöf Deloitte í Svíþjóð, niðurstöður nýrrar rannsóknar. Herdís Pála fer í gegnum þær áherslur sem þar koma fram, sem skilgreina má sem líklega strauma og stefnur í kjölfar Covid. Að sögn Herdísar er landslag á vinnumarkaði breytt og vinnustaðir þurfa því að mæta breyttum hugmyndum og kröfum starfsfólks. Þá segir hún nýlegar rannsóknir sýna að starfsfólk er tilbúið til að láta af ýmsum kröfum, jafnvel að lækka í launum, fyrir starf sem býður upp á meiri sveigjanleika. Í dag og á morgun er fjallað um áherslur í mannauðsmálum í kjölfar COVID. Hér er farið yfir helstu niðurstöður úr fyrrgreindri rannsókn Deloitte og á morgun verður tekið dæmi um breyttar áherslur á rótgrónum vinnustað. Í kjölfar Covid: Áherslurnar fjórar Herdís segir mikilvægt að vinnustaðir hugi að því hvernig þeir geta aukið sveigjanleika í starfi, til ávinnings bæði fyrir vinnuveitendur og starfsfólk. Þá þurfi að halda áfram að huga að því hvernig vinnustaðir geta nýtt sér tæknina betur til samvinnu. „Þá á ég ekki bara fyrir fundi heldur margs konar vinnu, hugmyndavinnu, samvinnu og svo framvegis. Hvernig vinnustaðarmenningu þeir vilja hafa og hvernig þeir geta náð því samhliða auknum sveigjanleika,“ segir Herdís. Þær áherslur sem rannsókn Deloitte skilaði eru helst eftirfarandi fjórar: 1. Velsæld „Fyrst ber að nefna mikilvægi þess að hanna vinnu með velsæld í huga. Þetta hefur áður komið fram en nú sett fram af auknum þunga, sérstaklega þar sem samþætting vinnu og einkalífs hefur orðið mun meiri upp á síðkastið. Og þar sem fólk gerir nú meiri kröfu um sveigjanleika en áður. Við sinnum vinnu okkar í auknum mæli inn á heimilum okkar og þegar við erum í vinnunni er ekki hjá því komist að við þurfum stundum að sinna heimilum okkar eða fjölskyldum, í gegnum síma, tölvupóst eða annað. Að hanna vinnu með velsæld í huga getur þýtt ótal margt og þarf þessi hönnun að taka mið af eðli starfa eða vinnu á hverjum stað og fólkinu sem þar vinnur. Þetta getur til dæmis verið að styðja enn betur við sveigjanleika í vinnu, hvar er unnið og hvenær. Hvort vinnudagurinn er samfelldur eða brotinn upp. Hvort starfsfólk geti til dæmis tekið stund á vinnustaðnum, annað hvort við vinnustöð eða farið afsíðis, til að gera teygjuæfingar, hugleiða, gera æfingar til að liðka og/eða styðja vöðva og stoðkerfið. Brjóta daginn upp til að sinna líkamlegri og andlegri heilsu,“ segir Herdís. Endurnýjun hæfni, endurmenntun „Í öðru lagi er þetta áhersla á endurnýjun hæfni, endurmenntun, lærdóm og að leysa úr læðingi getu og möguleika hvers starfsmanns. Þegar áhrifin voru hvað mest af Covid, bæði í formi lokun vinnustaða, mikillar fjarvinnu, veikinda og sóttkvía starfsfólks þá kom í ljós geta og möguleikar margra starfsmanna sem ekki hafði áður verið nýttir. Fólk leysti almennt þau verkefni sem þurfti að leysa óháð starfsheitum eða starfslýsingum. Þetta þarf að halda áfram til að styðja við sveigjanleika og framþróun, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaði. Við vitum líka að það er svo margt að gerast í heimi tækninnar, og að það er ekki eitthvað til að óttast en við verðum að veita rými og styðja starfsfólk til að ná sér í nýja færni og hæfni, sem nauðsynleg er til framtíðar litið. Það er ekki nóg að vita nokkurn veginn hvað gervigreind eða vitvélar eru, það þarf að kunna að vinna með slíka þætti á sem bestan hátt. Svo þegar við förum að vinna betur í því að leysa möguleika úr læðingi er ekki ólíklegt að við breytum aðeins um gleraugu í ráðningum. Við förum að sjá tækifærin í því að horfa til þeirra möguleika sem við sjáum til framtíðar litið í umsækjendum, ekki síður en fyrri reynslu þeirra,“ segir Herdís. Ofurteymin „Í þriðja lagi eru það ofurteymin, sem tengjast reyndar áherslunni hér að framan. Það snýst þá um hvernig við blöndum saman í teymi vitvélum og mannfólki. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk nái sér í þá þekkingu og hæfni sem þarf til að þessi blöndun geti orðið sem best. Stjórnandi teymis getur þá verið að stýra í bland mannfólki og vitvélum. Þessi blöndun, þess mannlega og tækninnar, er einmitt lykillinn að leiðinni fram á við samkvæmt Deloitte. Nútímamaðurinn er farinn að nota tæknina mjög mikið, bæði í ýmsum daglegum athöfnum og í félagslegum tilgangi. Nú er því bara spurning um að fara að nota tæknina enn betur í vinnunni. Einnig að huga að því hvernig nýta má stafræna tækni í vinnuumhverfi til að bæta upplifun starfsfólks í vinnunni,“ segir Herdís. Stýring vinnuafls ,,Í fjórða og síðasta lagi, skv. rannsókn Deloitte, er það hvaða stefnu við setjum okkur varðandi stýringu vinnuaflsins. Að við förum að horfa á vinnuaflið á nýjan hátt. Spyrja annarra spurninga en við erum vön. Nota annars konar mælingar og viðmið en við erum vön. Að við förum að nota gögn um vinnuaflið til að fá betri innsýn í það. Þetta getur auðvitað þýtt ansi margt en getur líka stutt við til dæmis fyrstu áhersluna um að hanna störf með velsæld í huga. En einnig líka til dæmis að stjórnendur kynnist starfsfólki sínu betur, auki samskipti og byggi upp enn meira gagnkvæmt traust. Vinnuaflið getur svo verið bland mannfólks og vitvéla, eins og áður sagði,“ segir Herdís. Þá segir Herdís mikilvægt að vinnustaðir horfi á breytt landslag hvað varðar landshluta og atvinnusvæði. Atvinnusvæðið eða það svæði þar sem hægt er að laða að og ráða hæft starfsfólk er heldur ekki lengur bara einhver tiltekinn radíus heldur í rauninni heimurinn allur. Það væru því líka mistök að byrja ekki strax að víkka út sjóndeildarhringinn á allan hátt, hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl.“ Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01 Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01 Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? 10. desember 2020 07:01 Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00 Endalok skrifstofurýma Dagar skrifstofurýma eru senn taldir og skipuleggja þarf miðborgir upp á nýtt. Þá þarf að endurútfæra öll vinnuréttindi þar sem fjarvinna er komin til að vera. 17. september 2020 09:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Á fundi sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, hélt nýverið, kynnti Josefine Liljeqvist sem stýrir mannauðsráðgjöf Deloitte í Svíþjóð, niðurstöður nýrrar rannsóknar. Herdís Pála fer í gegnum þær áherslur sem þar koma fram, sem skilgreina má sem líklega strauma og stefnur í kjölfar Covid. Að sögn Herdísar er landslag á vinnumarkaði breytt og vinnustaðir þurfa því að mæta breyttum hugmyndum og kröfum starfsfólks. Þá segir hún nýlegar rannsóknir sýna að starfsfólk er tilbúið til að láta af ýmsum kröfum, jafnvel að lækka í launum, fyrir starf sem býður upp á meiri sveigjanleika. Í dag og á morgun er fjallað um áherslur í mannauðsmálum í kjölfar COVID. Hér er farið yfir helstu niðurstöður úr fyrrgreindri rannsókn Deloitte og á morgun verður tekið dæmi um breyttar áherslur á rótgrónum vinnustað. Í kjölfar Covid: Áherslurnar fjórar Herdís segir mikilvægt að vinnustaðir hugi að því hvernig þeir geta aukið sveigjanleika í starfi, til ávinnings bæði fyrir vinnuveitendur og starfsfólk. Þá þurfi að halda áfram að huga að því hvernig vinnustaðir geta nýtt sér tæknina betur til samvinnu. „Þá á ég ekki bara fyrir fundi heldur margs konar vinnu, hugmyndavinnu, samvinnu og svo framvegis. Hvernig vinnustaðarmenningu þeir vilja hafa og hvernig þeir geta náð því samhliða auknum sveigjanleika,“ segir Herdís. Þær áherslur sem rannsókn Deloitte skilaði eru helst eftirfarandi fjórar: 1. Velsæld „Fyrst ber að nefna mikilvægi þess að hanna vinnu með velsæld í huga. Þetta hefur áður komið fram en nú sett fram af auknum þunga, sérstaklega þar sem samþætting vinnu og einkalífs hefur orðið mun meiri upp á síðkastið. Og þar sem fólk gerir nú meiri kröfu um sveigjanleika en áður. Við sinnum vinnu okkar í auknum mæli inn á heimilum okkar og þegar við erum í vinnunni er ekki hjá því komist að við þurfum stundum að sinna heimilum okkar eða fjölskyldum, í gegnum síma, tölvupóst eða annað. Að hanna vinnu með velsæld í huga getur þýtt ótal margt og þarf þessi hönnun að taka mið af eðli starfa eða vinnu á hverjum stað og fólkinu sem þar vinnur. Þetta getur til dæmis verið að styðja enn betur við sveigjanleika í vinnu, hvar er unnið og hvenær. Hvort vinnudagurinn er samfelldur eða brotinn upp. Hvort starfsfólk geti til dæmis tekið stund á vinnustaðnum, annað hvort við vinnustöð eða farið afsíðis, til að gera teygjuæfingar, hugleiða, gera æfingar til að liðka og/eða styðja vöðva og stoðkerfið. Brjóta daginn upp til að sinna líkamlegri og andlegri heilsu,“ segir Herdís. Endurnýjun hæfni, endurmenntun „Í öðru lagi er þetta áhersla á endurnýjun hæfni, endurmenntun, lærdóm og að leysa úr læðingi getu og möguleika hvers starfsmanns. Þegar áhrifin voru hvað mest af Covid, bæði í formi lokun vinnustaða, mikillar fjarvinnu, veikinda og sóttkvía starfsfólks þá kom í ljós geta og möguleikar margra starfsmanna sem ekki hafði áður verið nýttir. Fólk leysti almennt þau verkefni sem þurfti að leysa óháð starfsheitum eða starfslýsingum. Þetta þarf að halda áfram til að styðja við sveigjanleika og framþróun, bæði fyrir starfsfólk og vinnustaði. Við vitum líka að það er svo margt að gerast í heimi tækninnar, og að það er ekki eitthvað til að óttast en við verðum að veita rými og styðja starfsfólk til að ná sér í nýja færni og hæfni, sem nauðsynleg er til framtíðar litið. Það er ekki nóg að vita nokkurn veginn hvað gervigreind eða vitvélar eru, það þarf að kunna að vinna með slíka þætti á sem bestan hátt. Svo þegar við förum að vinna betur í því að leysa möguleika úr læðingi er ekki ólíklegt að við breytum aðeins um gleraugu í ráðningum. Við förum að sjá tækifærin í því að horfa til þeirra möguleika sem við sjáum til framtíðar litið í umsækjendum, ekki síður en fyrri reynslu þeirra,“ segir Herdís. Ofurteymin „Í þriðja lagi eru það ofurteymin, sem tengjast reyndar áherslunni hér að framan. Það snýst þá um hvernig við blöndum saman í teymi vitvélum og mannfólki. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk nái sér í þá þekkingu og hæfni sem þarf til að þessi blöndun geti orðið sem best. Stjórnandi teymis getur þá verið að stýra í bland mannfólki og vitvélum. Þessi blöndun, þess mannlega og tækninnar, er einmitt lykillinn að leiðinni fram á við samkvæmt Deloitte. Nútímamaðurinn er farinn að nota tæknina mjög mikið, bæði í ýmsum daglegum athöfnum og í félagslegum tilgangi. Nú er því bara spurning um að fara að nota tæknina enn betur í vinnunni. Einnig að huga að því hvernig nýta má stafræna tækni í vinnuumhverfi til að bæta upplifun starfsfólks í vinnunni,“ segir Herdís. Stýring vinnuafls ,,Í fjórða og síðasta lagi, skv. rannsókn Deloitte, er það hvaða stefnu við setjum okkur varðandi stýringu vinnuaflsins. Að við förum að horfa á vinnuaflið á nýjan hátt. Spyrja annarra spurninga en við erum vön. Nota annars konar mælingar og viðmið en við erum vön. Að við förum að nota gögn um vinnuaflið til að fá betri innsýn í það. Þetta getur auðvitað þýtt ansi margt en getur líka stutt við til dæmis fyrstu áhersluna um að hanna störf með velsæld í huga. En einnig líka til dæmis að stjórnendur kynnist starfsfólki sínu betur, auki samskipti og byggi upp enn meira gagnkvæmt traust. Vinnuaflið getur svo verið bland mannfólks og vitvéla, eins og áður sagði,“ segir Herdís. Þá segir Herdís mikilvægt að vinnustaðir horfi á breytt landslag hvað varðar landshluta og atvinnusvæði. Atvinnusvæðið eða það svæði þar sem hægt er að laða að og ráða hæft starfsfólk er heldur ekki lengur bara einhver tiltekinn radíus heldur í rauninni heimurinn allur. Það væru því líka mistök að byrja ekki strax að víkka út sjóndeildarhringinn á allan hátt, hvað varðar vinnu, vinnustaði og vinnuafl.“
Stjórnun Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01 Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01 Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? 10. desember 2020 07:01 Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00 Endalok skrifstofurýma Dagar skrifstofurýma eru senn taldir og skipuleggja þarf miðborgir upp á nýtt. Þá þarf að endurútfæra öll vinnuréttindi þar sem fjarvinna er komin til að vera. 17. september 2020 09:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01
Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. 9. desember 2020 07:01
Stjórnun 2021: „Þetta reddast“ hefur fengið nýja merkingu Í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Atvinnulífið á Vísi má sjá að 75 prósent þeirra sem starfa í fjarvinnu myndu kjósa að vinna heiman frá sér í tvo til þrjá daga í viku. Ýmsir spá því að fjarvinna í bland við vinnu á staðnum verði framtíðarfyrirkomulag sem mörg fyrirtæki munu taka upp í kjölfar Covid. En að hverju þurfa stjórnendur að huga að ef þetta verður þróunin? 10. desember 2020 07:01
Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. 26. nóvember 2020 07:00
Endalok skrifstofurýma Dagar skrifstofurýma eru senn taldir og skipuleggja þarf miðborgir upp á nýtt. Þá þarf að endurútfæra öll vinnuréttindi þar sem fjarvinna er komin til að vera. 17. september 2020 09:00