Skoðuðu meðferðina sem ungi strákurinn fékk frá Stólunum: „Þetta herðir hann bara“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 12:30 Styrmir Snær Þrastarson er duglegur að keyra á körfuna. Hér er hann í leik á móti Stjörnunni á dögunum. Vísir/Elín Björg Hinn ungi Styrmir Snær Þrastarson hefur slegið í gegn með Þórsliðinu í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur en eins og strákarnir í Körfuboltakvöldi þá á strákurinn enn eftir að vinna sér inn virðingu frá dómurum deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans í Körfuboltakvöldi fóru yfir línuna sem dómararnir lögðu í leik Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls á sunnudagskvöldið þar sem gestirnir frá Sauðárkróki unnu eins stigs sigur eftir framlengingu. „Þegar lið er með bakið upp við vegg þá er það ákveðið próf á liðið hvernig það kemur út í næsta leik. Koma menn út agressífir eða linir. Mér fannst Stólarnir koma út agressífir og maður velti því fyrir sér hvort að það hafi verið dagskipun að láta Styrmi finna fyrir því. Mér fannst hann vera svolítið ‚pundaður'. Við skulum skoða hvernig meðferð ungi leikmaðurinn fékk í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og fór yfir nokkur dæmi þar sem leikmenn Tindastóls komust upp með að brjóta á Styrmi Snæ Þrastarsyni í leiknum. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Slæm dómgæsla i Þorlákshöfn „Það er magnað að hann skuli ekki hafa fengið villu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Sævar Sævarsson, annar sérfræðinga þáttarins um eitt atvikið. „Ég tók kannski ekki alveg eftir þessum atriðum en mér fannst önnur atriði í leiknum þar sem var illa dæmt. Mér fannst þessi leikur illa dæmdur,“ sagði Teitur Örlygsson, hinn sérfræðingur þáttarins. „Ég tek undir það mér þér,“ sagði Kjartan Atli. Dómarar leiksins voru þrír af reyndustu dómurum landsins eða þeir Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Skjámynd/S2 Sport „Oft er það þegar ungir leikmenn koma inn í deildina þá eru þeir ekki komnir með þetta. Ef þeir væru landsliðsmenn þá fengju þeir meiri virðingu,“ sagði Kjartan Atli og bætti við: „Kannski þurfa dómararnir að venjast því að dæma hjá svona gæja sem keyrir bara á körfuna í hvert einasta sinn,“ sagði Kjartan Atli. „Jonni (Jón Halldór Eðvaldsson) segir að ungir strákar eigi ekkert að fá dæmt, sagði Teitur og Kjartan Atli skaut þá inn í: „Jonni vill bara að stjörnurnar fái eitthvað dæmt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta herðir hann bara. Það herðir bara Styrmi að spila í gegnum þetta og það er ekkert gefins,“ sagði Teitur. Þeir héldu síðan áfram að fara yfir slaka dómgæslu í leiknum og má finna alla umfjöllun þeirra hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans í Körfuboltakvöldi fóru yfir línuna sem dómararnir lögðu í leik Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls á sunnudagskvöldið þar sem gestirnir frá Sauðárkróki unnu eins stigs sigur eftir framlengingu. „Þegar lið er með bakið upp við vegg þá er það ákveðið próf á liðið hvernig það kemur út í næsta leik. Koma menn út agressífir eða linir. Mér fannst Stólarnir koma út agressífir og maður velti því fyrir sér hvort að það hafi verið dagskipun að láta Styrmi finna fyrir því. Mér fannst hann vera svolítið ‚pundaður'. Við skulum skoða hvernig meðferð ungi leikmaðurinn fékk í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og fór yfir nokkur dæmi þar sem leikmenn Tindastóls komust upp með að brjóta á Styrmi Snæ Þrastarsyni í leiknum. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Slæm dómgæsla i Þorlákshöfn „Það er magnað að hann skuli ekki hafa fengið villu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Sævar Sævarsson, annar sérfræðinga þáttarins um eitt atvikið. „Ég tók kannski ekki alveg eftir þessum atriðum en mér fannst önnur atriði í leiknum þar sem var illa dæmt. Mér fannst þessi leikur illa dæmdur,“ sagði Teitur Örlygsson, hinn sérfræðingur þáttarins. „Ég tek undir það mér þér,“ sagði Kjartan Atli. Dómarar leiksins voru þrír af reyndustu dómurum landsins eða þeir Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Skjámynd/S2 Sport „Oft er það þegar ungir leikmenn koma inn í deildina þá eru þeir ekki komnir með þetta. Ef þeir væru landsliðsmenn þá fengju þeir meiri virðingu,“ sagði Kjartan Atli og bætti við: „Kannski þurfa dómararnir að venjast því að dæma hjá svona gæja sem keyrir bara á körfuna í hvert einasta sinn,“ sagði Kjartan Atli. „Jonni (Jón Halldór Eðvaldsson) segir að ungir strákar eigi ekkert að fá dæmt, sagði Teitur og Kjartan Atli skaut þá inn í: „Jonni vill bara að stjörnurnar fái eitthvað dæmt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta herðir hann bara. Það herðir bara Styrmi að spila í gegnum þetta og það er ekkert gefins,“ sagði Teitur. Þeir héldu síðan áfram að fara yfir slaka dómgæslu í leiknum og má finna alla umfjöllun þeirra hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira