Markmiðið er að heiðra myndlistarmenn hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 14:31 Tilkynnt verður um Íslensku myndlistarverðlaunin þann 25. febrúar næstkomandi. Myndlistarsjóður Myndlistarráð hefur tilkynnt tilnefningarnar í forvalinu til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Veitt eru veitt í tveimur flokkum, myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. Í ár verða einnig veittar tvær viðurkenningar, sérstök heiðursviðurkenning og viðurkenning fyrir útgefið efni á sviði myndlistar. Myndlistarráð stendur nú í fjórða skiptiað úthlutun Íslensku myndlistarverðlaunanna en markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar. Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Myndlistarmanns ársins: Haraldur Jónsson fyrir sýninguna Ljósavél í gallerí Berg Contemporary. 19. des. 2020 – 27. feb. 2021. Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Loftleikur í i8 Gallerí. 3. sept. – 10. okt. 2020. Libia Castro og Ólafur Ólafsson fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands, 3. okt. 2020 í samstarfi við tónlistar- og myndlistarhátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík. Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir fyrir sýninguna Ljósvaki í gallerí Berg Contemporary. 24. jan. – 21. mars 2020. Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Hvatningarverðlauna ársins: Andreas Brunner fyrir sýninguna,Ekki brotlent enn, D41, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sýningarstjóri Markús Þór Andrésson. 19. mars – 7. júní 2020. Guðlaug Mía Eyþórsdóttir fyrir sýninguna Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar. 14. sept. – 9. okt. 2020. Una Björg Magnúsdóttir fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, D40, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sýningarstjóri Aldís Snorradóttir.16. jan. – 15. mars 2020. Greint verður frá því hver af þessum fjórum hlýtur Myndlistarverðlaun ársins og hver hlýtur Hvatningarverðlaun ársins fimmtudaginn 25. febrúar 2021. Listasafn ReykjavíkurVísir/VIlhelm Í ár mun Myndlistarráð einnig veita í fyrsta skipti tvær viðurkenningar; Heiðursviðurkenningu og viðurkenningu fyrir útgefið efni á sviði myndlistar. Heiðursviðurkenning fellur í skaut starfandi myndlistarmanns fyrir heildarframlag hans til íslenskrar myndlistar. Viðurkenning fyrir útgefið efni, hvort heldur sem er í prentuðu eða stafrænu formi, er veitt stofnun, einstaklingi eða fyrirtæki sem staðið hefur að framlagi sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist. Myndlistarráð tekur ákvörðun um hverjir hljóta viðurkenningar, en í ráðinu situr fulltrúi frá mennta- og menningarráðuneyti, Listasafni Íslands og Listfræðafélagi Íslands ásamt tveimur fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021 skipa: Helgi Þorgils Friðjónsson, formaður dómnefndar (Myndlistarráð) Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir (Listfræðafélag Íslands) Helga Óskarsdóttir (Samband íslenskra myndlistarmanna) Valur Brynjar Antonsson (fulltrúi safnstjóra íslenskra myndlistarsafna) Þorbjörg Jónsdóttir (Listaháskóli Íslands) Menning Myndlist Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Dusta rykið af danssokkunum Tónlist Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í ár verða einnig veittar tvær viðurkenningar, sérstök heiðursviðurkenning og viðurkenning fyrir útgefið efni á sviði myndlistar. Myndlistarráð stendur nú í fjórða skiptiað úthlutun Íslensku myndlistarverðlaunanna en markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar. Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Myndlistarmanns ársins: Haraldur Jónsson fyrir sýninguna Ljósavél í gallerí Berg Contemporary. 19. des. 2020 – 27. feb. 2021. Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Loftleikur í i8 Gallerí. 3. sept. – 10. okt. 2020. Libia Castro og Ólafur Ólafsson fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands, 3. okt. 2020 í samstarfi við tónlistar- og myndlistarhátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík. Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir fyrir sýninguna Ljósvaki í gallerí Berg Contemporary. 24. jan. – 21. mars 2020. Eftirfarandi myndlistarmenn eru í forvali til Hvatningarverðlauna ársins: Andreas Brunner fyrir sýninguna,Ekki brotlent enn, D41, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sýningarstjóri Markús Þór Andrésson. 19. mars – 7. júní 2020. Guðlaug Mía Eyþórsdóttir fyrir sýninguna Milli hluta í Listasal Mosfellsbæjar. 14. sept. – 9. okt. 2020. Una Björg Magnúsdóttir fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, D40, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sýningarstjóri Aldís Snorradóttir.16. jan. – 15. mars 2020. Greint verður frá því hver af þessum fjórum hlýtur Myndlistarverðlaun ársins og hver hlýtur Hvatningarverðlaun ársins fimmtudaginn 25. febrúar 2021. Listasafn ReykjavíkurVísir/VIlhelm Í ár mun Myndlistarráð einnig veita í fyrsta skipti tvær viðurkenningar; Heiðursviðurkenningu og viðurkenningu fyrir útgefið efni á sviði myndlistar. Heiðursviðurkenning fellur í skaut starfandi myndlistarmanns fyrir heildarframlag hans til íslenskrar myndlistar. Viðurkenning fyrir útgefið efni, hvort heldur sem er í prentuðu eða stafrænu formi, er veitt stofnun, einstaklingi eða fyrirtæki sem staðið hefur að framlagi sem talið er hafa mikilvægt gildi fyrir kynningu og rannsóknir á íslenskri myndlist. Myndlistarráð tekur ákvörðun um hverjir hljóta viðurkenningar, en í ráðinu situr fulltrúi frá mennta- og menningarráðuneyti, Listasafni Íslands og Listfræðafélagi Íslands ásamt tveimur fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Dómnefnd Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021 skipa: Helgi Þorgils Friðjónsson, formaður dómnefndar (Myndlistarráð) Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir (Listfræðafélag Íslands) Helga Óskarsdóttir (Samband íslenskra myndlistarmanna) Valur Brynjar Antonsson (fulltrúi safnstjóra íslenskra myndlistarsafna) Þorbjörg Jónsdóttir (Listaháskóli Íslands)
Menning Myndlist Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Dusta rykið af danssokkunum Tónlist Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira