„Þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 19:00 Börkur Edvardsson, formaður Vals, segir að félagið hafi eftir síðasta tímabil ákveðið að færa liðið enn frekar inn í atvinnumannaumhverfi. Vísir/Sigurjón Ólason Formaður knattspyrnudeildar Vals fór yfir nýjar áherslur félagsins fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni í fótbolta í viðtali við Stöð 2 Sport. Liðið æfir tvisvar á dag tvo daga vikunnar og er í raun orðið atvinnumannalið. Knattspyrnudeild Vals hefur nú stigið skrefið sem hefur verið beðið eftir hér á landi. Tvisvar í viku æfa leikmenn félagsins tvisvar á dag og nærast á Hlíðarenda, heimavelli liðsins, líkt og atvinnumenn í greininni. „Við erum allavega með ígildi þess, komumst varla nær því í dag. Þetta hefur verið í þróun í mörg ár og við erum komnir á þennan stað núna. Við erum ekkert hættir og erum sífellt að leita að hvernig við getum bætt umgjörðina hjá okkur, leikmannahópinn og knattspyrnuna í heild sinni til að ná betri árangri. Við munum síðan endurmeta þessa stöðu þegar þessi tilraun okkar er búin núna. Þá munum við taka ákvörðun að gera eitthvað annað, eða meira,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals í viðtali við Stöð 2 Sport fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Börkur segir að fótbolti á Íslandi sé atvinnugrein sem velti miklum fjármunum. „Þetta kostar peninga en það má ekki gleyma því að þetta er orðið atvinnugrein knattspyrnunnar á Íslandi í efstu deild karla og það má eiginlega segja að flest öll liðin séu að greiða leikmönnum laun fyrir að stunda þessa íþrótt. Niðurstaðan úr því að við þorum að taka þetta skref og viðurkenna það að leikmenn eru að fá góð laun og við krefjumst þess á móti að þeir mæti í vinnu.“ Var aldrei spurning að fara þessa leið? „Nei nei, við stjórnendur og þjálfarateymið settumst niður eftir mótið í fyrra og vildum bæta umgjörðina, ásýndina og okkar leik. Þetta var eitt af þeim málum sem við ræddum, hvernig getum við æft meira, haft meiri gæði á æfingum, haft strákana meira saman og þetta varð úr. Að við ákváðum að prófa þetta svona,“ sagði formaðurinn. Þarf ekki mikið fjármagn til að geta gert þetta? „Jú jú, það má ekki gleyma því að velta efstu deildar karla er í kringum þrír milljarðar. Við erum að velta að meðaltali 300 milljónum í meistaraflokkunum, við erum kannski tíu prósent af heildarveltu í deildinni. Þannig þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það og þetta er komið á þennan stað. Ég spái því að knattspyrnan muni bara stækka á Íslandi á komandi tímum.“ Aukast ekki kröfurnar með því að titla leikmenn Vals sem atvinnumenn? „Að sjálfsögðu, með auknum kröfum náum við betri árangri og með betri árangri fáum við meiri pening í kassann. Þetta helst allt í hendur. Okkar sýn er að við getum mátað okkur við þessi meðalstóru lið í Skandinavíu og staðið jafnfætis þeim í einu og öllu.“ „Aðstaðan þarf að vera fyrir hendi, starfsfólkið, aðstaðan, leikmannahópurinn, þjálfarateymið og stjórnin. Sem betur fer hefur þetta verið í lagi hér á Hlíðarenda, í öllum deildum,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals að lokum. Klippa: Formaður Vals fór yfir atvinnumennskuna á Hlíðarenda Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Knattspyrnudeild Vals hefur nú stigið skrefið sem hefur verið beðið eftir hér á landi. Tvisvar í viku æfa leikmenn félagsins tvisvar á dag og nærast á Hlíðarenda, heimavelli liðsins, líkt og atvinnumenn í greininni. „Við erum allavega með ígildi þess, komumst varla nær því í dag. Þetta hefur verið í þróun í mörg ár og við erum komnir á þennan stað núna. Við erum ekkert hættir og erum sífellt að leita að hvernig við getum bætt umgjörðina hjá okkur, leikmannahópinn og knattspyrnuna í heild sinni til að ná betri árangri. Við munum síðan endurmeta þessa stöðu þegar þessi tilraun okkar er búin núna. Þá munum við taka ákvörðun að gera eitthvað annað, eða meira,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals í viðtali við Stöð 2 Sport fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Börkur segir að fótbolti á Íslandi sé atvinnugrein sem velti miklum fjármunum. „Þetta kostar peninga en það má ekki gleyma því að þetta er orðið atvinnugrein knattspyrnunnar á Íslandi í efstu deild karla og það má eiginlega segja að flest öll liðin séu að greiða leikmönnum laun fyrir að stunda þessa íþrótt. Niðurstaðan úr því að við þorum að taka þetta skref og viðurkenna það að leikmenn eru að fá góð laun og við krefjumst þess á móti að þeir mæti í vinnu.“ Var aldrei spurning að fara þessa leið? „Nei nei, við stjórnendur og þjálfarateymið settumst niður eftir mótið í fyrra og vildum bæta umgjörðina, ásýndina og okkar leik. Þetta var eitt af þeim málum sem við ræddum, hvernig getum við æft meira, haft meiri gæði á æfingum, haft strákana meira saman og þetta varð úr. Að við ákváðum að prófa þetta svona,“ sagði formaðurinn. Þarf ekki mikið fjármagn til að geta gert þetta? „Jú jú, það má ekki gleyma því að velta efstu deildar karla er í kringum þrír milljarðar. Við erum að velta að meðaltali 300 milljónum í meistaraflokkunum, við erum kannski tíu prósent af heildarveltu í deildinni. Þannig þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það og þetta er komið á þennan stað. Ég spái því að knattspyrnan muni bara stækka á Íslandi á komandi tímum.“ Aukast ekki kröfurnar með því að titla leikmenn Vals sem atvinnumenn? „Að sjálfsögðu, með auknum kröfum náum við betri árangri og með betri árangri fáum við meiri pening í kassann. Þetta helst allt í hendur. Okkar sýn er að við getum mátað okkur við þessi meðalstóru lið í Skandinavíu og staðið jafnfætis þeim í einu og öllu.“ „Aðstaðan þarf að vera fyrir hendi, starfsfólkið, aðstaðan, leikmannahópurinn, þjálfarateymið og stjórnin. Sem betur fer hefur þetta verið í lagi hér á Hlíðarenda, í öllum deildum,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals að lokum. Klippa: Formaður Vals fór yfir atvinnumennskuna á Hlíðarenda
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira