„Alltaf erfiðara að verja titil en að vinna hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. febrúar 2021 07:00 Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals. Vísir/Sigurjón Ólason Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, segir það forréttindi að æfa við þær aðstæður sem Valur býður upp á. Kom þetta fram í viðtali Heimis við Stöð 2 Sport. Valur hefur ákveðið að færa umhverfi meistaraflokks karla nær því sem þekkist í atvinnumennsku erlendis. Æfir liðið tvisvar á dag tvo daga vikunnar ásamt hefðbundnum æfingum og leikjum þess á milli. „Eins og við höfum talað um þá vildum við byrja þetta. Þessi hugmynd kom í haust þegar við vorum að fara yfir síðasta tímabil og við ákváðum að prófa þetta í átta vikur. Þetta hefur farið vel af stað og við erum ánægðir með þetta. Svo eigum við auðvitað eftir að gera einver mistök á leiðinni en þá reynum við bara að bæta þau,“ sagði Heimir í viðtalinu. „Að mínu mati þurfum við að æfa meira ef við ætlum að verða betri og þetta er einn liður í því.“ Um leikmannahóp Vals „Við erum að leita. Við höfum misst menn úr vörninni og miðjunni, við erum vel mannaðir fram á við en eins og staðan er í dag er markaðurinn gríðarlega erfiður. Vonandi verða einhverjar opnanir núna í febrúar.“ „Ég las það en ég hef ekki talað við hann og hann er bara hjá Óla Kristjáns,“ sagði Heimir og glotti aðspurður út í þá orðróma að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason – nú leikmaður Esbjerg í Danmörku og KR-ingur mikil – gæti verið á leið til Vals. „Aron Bjarnason er leikmaður Újpest í Ungverjalandi og auðvitað höfum við hug að því að fá hann aftur. Stóð sig gríðarlega vel á síðustu leiktíð en tíminn verður að leiða það í ljós,“ bætti Heimir við. Um vinstri bakvarðarstöðu Vals „Við erum að leita mönnum í varnarlínuna. Í góðum liðum kemur maður í manns stað og Orri [Sigurður Ómarsson] hefur verið að leysa þetta mjög vel í Reykjavíkurmótinu og svo skoðum við stöðuna í febrúar.“ „Ég les þetta eins en ég hef ekkert talað við hann og held að hann sé með samning eitt ár í viðbót,“ sagði Heimir spakur um áhuga Íslandsmeistaranna á Davíði Kristjáni Ólafssyni, leikmanni Álasunds í Noregi. Að lokum var Heimir spurður út í til vörn Vals. „Við þurfum að leggja harðar að okkur en við gerðum á síðustu leiktíð. Eins og ég nefndi áðan er þetta einn liður í því. Það er alltaf erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Valur hefur ákveðið að færa umhverfi meistaraflokks karla nær því sem þekkist í atvinnumennsku erlendis. Æfir liðið tvisvar á dag tvo daga vikunnar ásamt hefðbundnum æfingum og leikjum þess á milli. „Eins og við höfum talað um þá vildum við byrja þetta. Þessi hugmynd kom í haust þegar við vorum að fara yfir síðasta tímabil og við ákváðum að prófa þetta í átta vikur. Þetta hefur farið vel af stað og við erum ánægðir með þetta. Svo eigum við auðvitað eftir að gera einver mistök á leiðinni en þá reynum við bara að bæta þau,“ sagði Heimir í viðtalinu. „Að mínu mati þurfum við að æfa meira ef við ætlum að verða betri og þetta er einn liður í því.“ Um leikmannahóp Vals „Við erum að leita. Við höfum misst menn úr vörninni og miðjunni, við erum vel mannaðir fram á við en eins og staðan er í dag er markaðurinn gríðarlega erfiður. Vonandi verða einhverjar opnanir núna í febrúar.“ „Ég las það en ég hef ekki talað við hann og hann er bara hjá Óla Kristjáns,“ sagði Heimir og glotti aðspurður út í þá orðróma að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason – nú leikmaður Esbjerg í Danmörku og KR-ingur mikil – gæti verið á leið til Vals. „Aron Bjarnason er leikmaður Újpest í Ungverjalandi og auðvitað höfum við hug að því að fá hann aftur. Stóð sig gríðarlega vel á síðustu leiktíð en tíminn verður að leiða það í ljós,“ bætti Heimir við. Um vinstri bakvarðarstöðu Vals „Við erum að leita mönnum í varnarlínuna. Í góðum liðum kemur maður í manns stað og Orri [Sigurður Ómarsson] hefur verið að leysa þetta mjög vel í Reykjavíkurmótinu og svo skoðum við stöðuna í febrúar.“ „Ég les þetta eins en ég hef ekkert talað við hann og held að hann sé með samning eitt ár í viðbót,“ sagði Heimir spakur um áhuga Íslandsmeistaranna á Davíði Kristjáni Ólafssyni, leikmanni Álasunds í Noregi. Að lokum var Heimir spurður út í til vörn Vals. „Við þurfum að leggja harðar að okkur en við gerðum á síðustu leiktíð. Eins og ég nefndi áðan er þetta einn liður í því. Það er alltaf erfiðara að verja titil heldur en að vinna hann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira