Fyrsta barnið látið af völdum Covid-19 í Danmörku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 20:59 Barnið glímdi við alvarleg undirliggjandi veikindi. Getty Dönsk heilbrigðisyfirvöld staðfestu í dag að barn, sem er á aldursbilinu núll til níu ára, hafi látist af völdum covid-19. Er það fyrsta barnið sem lætur lífið í Danmörku af völdum sjúkdómsins samkvæmt opinberum gögnum. TV2 greinir frá en barnið glímdi við undirliggjandi alvarleg veikindi. Til þessa höfðu engin börn eða ungmenni látist af völdum faraldursins í Danmörku og hefur enginn í aldurshópunum 10 til 19 ára eða 20 til 29 ára látist af völdum covid-19. Foreldrar þurfa ekki að óttast að senda börn sín aftur í skólann að sögn yfirlæknis sem haft er eftir í frétt TV2. Í gær greindu stjórnvöld frá því að frá og með næsta mánudegi fái yngstu börn grunnskóla aftur að fara í skólann en öll grunnskólabörn hafa þurft að vera heima í fjarkennslu frá því fyrir jól. Klaus Birkelund Johansen, yfirlæknir á barna- og unglingadeild Háskólasjúkrahússins í Árósum, segir að foreldrar ungbarna þurfi ekki að óttast í kjölfar frétta af fyrsta andláti ungs barns í landinu. Það sé „virkilega sjaldgæft“ á heimsvísu að ung börn deyi af völdum veirunnar. „Öll börn sem hafa látist af kórónuveirunni í heiminum eru alvarlega veik fyrir,“ segir Johansen. „En jafnvel meðal mjög veikra barna er mjög mjög sjaldgæft að þau deyi.“ Þeim sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á degi hverjum hefur farið fækkandi undanfarna daga. Aftur á móti hefur æ hærra hlutfall þeirra sem greinast jákvæðir reynst vera með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. 397 greindust með veiruna í gær en alls hafa hátt í 200 þúsund greinst með veiruna í Danmörku og staðfest hafa verið 2.160 dauðsföll. Langflestir hinna látnu voru sjötíu ára eða eldri. Aðeins tíu hinna látnu voru fimmtíu ára eða yngri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Til þessa höfðu engin börn eða ungmenni látist af völdum faraldursins í Danmörku og hefur enginn í aldurshópunum 10 til 19 ára eða 20 til 29 ára látist af völdum covid-19. Foreldrar þurfa ekki að óttast að senda börn sín aftur í skólann að sögn yfirlæknis sem haft er eftir í frétt TV2. Í gær greindu stjórnvöld frá því að frá og með næsta mánudegi fái yngstu börn grunnskóla aftur að fara í skólann en öll grunnskólabörn hafa þurft að vera heima í fjarkennslu frá því fyrir jól. Klaus Birkelund Johansen, yfirlæknir á barna- og unglingadeild Háskólasjúkrahússins í Árósum, segir að foreldrar ungbarna þurfi ekki að óttast í kjölfar frétta af fyrsta andláti ungs barns í landinu. Það sé „virkilega sjaldgæft“ á heimsvísu að ung börn deyi af völdum veirunnar. „Öll börn sem hafa látist af kórónuveirunni í heiminum eru alvarlega veik fyrir,“ segir Johansen. „En jafnvel meðal mjög veikra barna er mjög mjög sjaldgæft að þau deyi.“ Þeim sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á degi hverjum hefur farið fækkandi undanfarna daga. Aftur á móti hefur æ hærra hlutfall þeirra sem greinast jákvæðir reynst vera með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. 397 greindust með veiruna í gær en alls hafa hátt í 200 þúsund greinst með veiruna í Danmörku og staðfest hafa verið 2.160 dauðsföll. Langflestir hinna látnu voru sjötíu ára eða eldri. Aðeins tíu hinna látnu voru fimmtíu ára eða yngri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira