Fólkinu er boðið að koma í sérstakar fjöldahjálparmiðstöðvar en útgöngubann er í gildi á svæðinu vegna kórónuveirusmits sem kom upp í Perth á dögunum, sem flækir málin. Fram að smitinu hafði svæðið verið laust við kórónuveirusmit í tíu mánuði.
Eldarnir sem nú loga hafa eyðilagt rúmlega níu þúsund hektara svæðis og 71 íbúðarhús hefur orðið þeim að bráð, að því er segir í frétt BBC.
Perth er í vesturhluta Ástralíu en aðeins er um ár síðan milljónir hektara brunnu í austurhluta landsins.