Mælt fyrir stjórnarskrármálinu: Skuldum samfélaginu breytingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 16:29 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mæti fyrir frumvarpi sínu til breytinga á stjórnarskrá Íslands á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. „Mitt mat er það að við höfum tækifæri á þessu þingi til að koma okkur saman um góðar markverðar og mikilvægar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, breytingar sem margar hverjar hefur verið kallað eftir lengi,“ sagði Katrín þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. „Mér finnst við skulda samfélaginu að ljúka slíkum breytingum.“ Katrín stendur ein að baki frumvarpinu og ekki virðist mikil sátt um málið á þingi. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá og í fyrstu hefur verið deilt um auðlindaákvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Nýtt ákvæði hljóðar svo: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.“ Einnig segir að enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Í greinargerð frumvarpsins segir að heimildir til nýtingar á auðlindum, líkt og fiskistofna, séu því tímabundnar eða uppsegjanlegar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu hvers vegna þetta væri ekki orðað í ákvæðinu; orð í greinargerð vegi ekki þungt. Hún spurði hvort til greina kæmi að orðalagið verði tekið upp í ákvæðið í þinglegri meðferð, þannig að þar komi skýrt fram að nýtingarheimildir séu tímabundnar og uppsegjanlegar. Katrín sagðist telja ákvæðið skýrt og mikilvægt að kveðið sé á um þetta í stjórnarskrá. Hún sagðist þó bera væntingar til þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni að lokinni fyrstu umræðu fara yfir málið af mikilli alvöru. „En fyrir mér persónulega en þessi texti algerlega skýr.“ Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um umhverfisvernd og þjóðareign á auðlindum bætist við mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þá er lagt til að íslensk tunga og íslenskt táknmál fái sess í stjórnarskrá auk þess sem lögð til endurskoðun á kafla hennar um forseta og framkvæmdarvald. „Mitt mat er það að við höfum tækifæri á þessu þingi til að koma okkur saman um góðar markverðar og mikilvægar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins, breytingar sem margar hverjar hefur verið kallað eftir lengi,“ sagði Katrín þegar hún mælti fyrir frumvarpinu. „Mér finnst við skulda samfélaginu að ljúka slíkum breytingum.“ Katrín stendur ein að baki frumvarpinu og ekki virðist mikil sátt um málið á þingi. Fjölmargir þingmenn eru á mælendaskrá og í fyrstu hefur verið deilt um auðlindaákvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Nýtt ákvæði hljóðar svo: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna.“ Einnig segir að enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Í greinargerð frumvarpsins segir að heimildir til nýtingar á auðlindum, líkt og fiskistofna, séu því tímabundnar eða uppsegjanlegar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði Katrínu hvers vegna þetta væri ekki orðað í ákvæðinu; orð í greinargerð vegi ekki þungt. Hún spurði hvort til greina kæmi að orðalagið verði tekið upp í ákvæðið í þinglegri meðferð, þannig að þar komi skýrt fram að nýtingarheimildir séu tímabundnar og uppsegjanlegar. Katrín sagðist telja ákvæðið skýrt og mikilvægt að kveðið sé á um þetta í stjórnarskrá. Hún sagðist þó bera væntingar til þess að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni að lokinni fyrstu umræðu fara yfir málið af mikilli alvöru. „En fyrir mér persónulega en þessi texti algerlega skýr.“
Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira