Björgvin: Hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 20:19 Björgvin Páll Gústavsson er kominn aftur heim eftir að hafa verið í Egyptalandi með íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Hauka í handbolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna þegar Haukar unnu Aftureldingu 24-30 í Varmá í kvöld. Björgvin sem spilaði ekki síðasta leik með liðinu vegna þess að hann var í sóttkví eftir HM, var fegin að vera mættur aftur. „Mér líður mjög vel, við byrjum ekkert frábærlega en skiluðum þessu í hús. Sérstaklega í byrjun seinni þá mættum virkilega klárir og skiluðum þessu í tveimur fallegum stigum og spiluðum heilt yfir bara mjög vel,“ sagði Björgvin í leikslok. Björgvin er að spila sinn fyrsta leik í deildinni eftir ansi langa pásu og þurfti fyrri hálfleikinn til að koma sér í gang en kom svo tvíefldur inn í seinni hálfleikinn og endaði leikinn með 39% markvörslu. „Þetta er mjög gott eftir að vera nýbúinn að kominn heim. Ég held við séum bara í góðum gír og það er mikil breidd í liðinu. Andri kemur inná og tekur mikilvæga bolta þarna í lok fyrri hálfleiks.“ Haukar voru undir nánast allann fyrri hálfleikinn og voru tveimur mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks en mættu svo töluvert sterkari í seinni hálfleik. „Við erum með tvo menn í öllum stöðum og getum skilað þessu heim eins og við gerðum, sérstaklega ef allir eru á fullu. Eins og í seinni hálfleik sýndum við hvað við erum góðir.“ Eins og áður sagði var Björgvin í sóttkví í síðasta leik og þurfti því að horfa á sína menn í sjónvarpinu. „Það var ógeðslega erfitt, hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði. Svo tók ég þá skringilegu ákvörðun að fara út að hlaupa í sjö stiga frosti eftir leik, ég er ennþá stífur eftir það,“ sagði Björgvin. „Það var erfitt en kærkomið að sjá þá skila því inn í hús því að við erum að fara inn í langt tímabil, marga leiki og við þurfum að geta spilað einhverja leikmenn í einhverjum leikjum,“ sagði Björgvin að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel, við byrjum ekkert frábærlega en skiluðum þessu í hús. Sérstaklega í byrjun seinni þá mættum virkilega klárir og skiluðum þessu í tveimur fallegum stigum og spiluðum heilt yfir bara mjög vel,“ sagði Björgvin í leikslok. Björgvin er að spila sinn fyrsta leik í deildinni eftir ansi langa pásu og þurfti fyrri hálfleikinn til að koma sér í gang en kom svo tvíefldur inn í seinni hálfleikinn og endaði leikinn með 39% markvörslu. „Þetta er mjög gott eftir að vera nýbúinn að kominn heim. Ég held við séum bara í góðum gír og það er mikil breidd í liðinu. Andri kemur inná og tekur mikilvæga bolta þarna í lok fyrri hálfleiks.“ Haukar voru undir nánast allann fyrri hálfleikinn og voru tveimur mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks en mættu svo töluvert sterkari í seinni hálfleik. „Við erum með tvo menn í öllum stöðum og getum skilað þessu heim eins og við gerðum, sérstaklega ef allir eru á fullu. Eins og í seinni hálfleik sýndum við hvað við erum góðir.“ Eins og áður sagði var Björgvin í sóttkví í síðasta leik og þurfti því að horfa á sína menn í sjónvarpinu. „Það var ógeðslega erfitt, hálf súrrealískt að vera upp á hóteli að horfa á leik með sínu liði. Svo tók ég þá skringilegu ákvörðun að fara út að hlaupa í sjö stiga frosti eftir leik, ég er ennþá stífur eftir það,“ sagði Björgvin. „Það var erfitt en kærkomið að sjá þá skila því inn í hús því að við erum að fara inn í langt tímabil, marga leiki og við þurfum að geta spilað einhverja leikmenn í einhverjum leikjum,“ sagði Björgvin að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira