Ríki sem fóru aðra leið en Íslendingar nú „í stórkostlegum vandræðum“ Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2021 07:31 Gunnari finnst það góð tilhugsun að yngra fólk muni ekki þurfa að borga ellilífeyrinn hans þegar hann hættir að vinna. Aðsend Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og fyrrum formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, kallar eftir auknum sveigjanleika í lífeyrissjóðakerfinu. Hann segir að staða kerfisins sé almennt góð og telur að Íslendingar hafi farið rétta leið í ellilífeyrismálum. „Flestir sem greiða í lífeyrissjóð geta ekki valið sjóð og greiða í lífeyrissjóð viðkomandi starfsstéttar samkvæmt kjarasamningi. Ég myndi vilja breyta þessu og held að það myndi opna á heilbrigða samkeppni,“ segir Gunnar en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. „Hinn hluturinn sem ég myndi vilja breyta er að fólk hefði meira svigrúm til að ráðstafa iðgjaldinu sjálft. Það er að segja að það gæti sett stærri hluta þess í séreign og haft meira val um það hvernig það ávaxtar peninginn, valið á milli mismunandi ávöxtunarleiða og jafnvel nýtt hluta af séreignasparnaðinum inn á fasteignakaup umfram það sem er hægt í dag.“ Ungt fólk vel sett fyrir framtíðina Lífeyrissjóðakerfið á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum og í dag greiða flestir launagreiðendur 4% af launum sínum í skyldulífeyrissparnað og fá 11,5% mótframlag frá atvinnurekanda. Gunnar segir að ungt fólk sem sjái fram á að greiða 15,5% af tekjum sínum í lífeyrissjóð alla starfsævina og sé þar að auki með viðbótarlífeyrissparnað þurfi ekki að hafa áhyggjur af ellilaunum sínum. „Það fer eftir hvaða forsendur menn gefa sér en þetta er jafnvel orðið of mikið því að það er hægt að reikna út að með svona mikinn sparnað verður þú kominn með hærri eftirlaun en þú varst með í laun,“ segir Gunnar. Hins vegar hafi flestir sem eru nú á vinnumarkaði greitt lægra iðgjald á árum áður og því áunnið sér minni réttindi. „Þá felst ráðleggingin í því að þú áttir þig á stöðunni, kannaðu hvað þú ert búinn að safna miklu og hvað þú kemur til með að safna áður en þú hættir að vinna. Spurðu þig svo: Er þetta nóg, mun ég lifa ásættanlegu lífi eftir að ég hætti að vinna með þennan lífeyri?“ Ef svarið er nei þurfi að leita leiða til að reyna að brúa bilið. „Það sem er kannski mikilvægast fyrir fólk er að átta sig á stöðunni.“ Eigi ekki að gera ráð fyrir greiðslum frá Tryggingastofnun Í dag er meira greitt úr lífeyrissjóðakerfinu en almannatryggingakerfinu þar sem lífeyriskerfið er orðið þroskað og margir eiga þar mikil réttindi. Gunnar ráðleggur yngra fólki að gera ekki ráð fyrir að fá greiðslur frá ríkinu til viðbótar við lífeyrissjóðsgreiðslur þegar það er hætt að vinna. „Þeir sem eiga hins vegar tíu ár eða skemur í eftirlaun þá er sjálfsagt fyrir þá að vita hvað ríkið er að greiða í dag en svo vitum við aldrei hvað verður.“ Almannatryggingakerfið tryggir nú að fólk fái greiddan lágmarkslífeyri en í dag eru fimm einstaklingar á íslenskum vinnumarkaði fyrir hvern einn á lífeyri. Gunnar segir að miðað við núverandi mannfjöldaspár verði staðan sú eftir um 40 ár að aðeins tveir vinnandi einstaklingar verði á móti hverjum ellilífeyrisþega. „Ef þetta gengur eftir er það augljóst að það verður erfiðara að fjármagna almannatryggingakerfið með samtímasköttum,“ segir Gunnar. Af þessum sökum verði fólk að tryggja að það sé að safna góðum réttindum hjá lífeyrissjóði. Mörg ríki í slæmri stöðu Íslenska lífeyrissjóðakerfið er svokallað sjóðsöfnunarkerfi þar sem hver kynslóð safnar sínum lífeyri með því að greiða í sjóð og byggir þannig upp lífeyrissjóðsréttindi. Gunnar segir að kosturinn við slíkt fyrirkomulag sé að hver kynslóð sjái um sig en ókosturinn sé að það taki langan tíma að byggja upp kerfið. Hin leiðin er svokallað gegnumstreymiskerfi sem byggir á því að lífeyrir er greiddur af samtímasköttum. Gunnar segir kostinn við slíkt kerfi að það taki stuttan tíma að byggja það upp en ókosturinn komi í ljós þegar kynslóðir séu misjafnlega stórar. „Það getur gerst að kynslóð sem er tiltölulega fámenn á í erfiðleikum þegar það þarf að taka stóran hluta af sköttunum til að greiða fyrir fjölmenna kynslóð. [...] Þær þjóðir sem byggðu upp slík kerfi eru í stórkostlegum vandræðum núna.“ Vísar Gunnar þar til áðurnefndar lýðfræðilegar þróunar sem á sér stað í þróuðum ríkjum þegar barneignum fækkar og hlutfall ellilífeyrisþega hækkar samhliða. Hann segir að sjóðsöfnunarkerfi og gegnumstreymiskerfi séu ólík á margan hátt og erfitt að segja að annað kerfið sé endilega betra en hitt. „En ég er persónulega hrifnari af sjóðsöfnunarkerfi eins og er hér og finnst það miklu heilbrigðara kerfi. Ég er nú kominn á þann aldur að það eru kannski fimm til tíu ár þar til að ég hætti að vinna. Þá finnst mér rosalega góð tilhugsun að unga fólkið sé ekki að borga skatta til að borga mér lífeyri heldur sé ég búinn að byggja upp sjóð til að fjármagna hann.“ Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt í samstarfi við Umboðsmann skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Neytendur Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Leitin að peningunum Tengdar fréttir Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. 28. janúar 2021 07:00 Þurfti að færa fórnir þegar hann stóð á krossgötum 27 ára gamall Þegar Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari var 27 ára stóð hann á krossgötum. Hann var þá nýbúinn að skilja við barnsmóður sína og þurfti að velja milli þess að flytja aftur til foreldra sinna eða fara á leigumarkaðinn. 22. janúar 2021 07:00 Vonbrigði móður mikilvæg lexía Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. 15. janúar 2021 07:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Flestir sem greiða í lífeyrissjóð geta ekki valið sjóð og greiða í lífeyrissjóð viðkomandi starfsstéttar samkvæmt kjarasamningi. Ég myndi vilja breyta þessu og held að það myndi opna á heilbrigða samkeppni,“ segir Gunnar en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. „Hinn hluturinn sem ég myndi vilja breyta er að fólk hefði meira svigrúm til að ráðstafa iðgjaldinu sjálft. Það er að segja að það gæti sett stærri hluta þess í séreign og haft meira val um það hvernig það ávaxtar peninginn, valið á milli mismunandi ávöxtunarleiða og jafnvel nýtt hluta af séreignasparnaðinum inn á fasteignakaup umfram það sem er hægt í dag.“ Ungt fólk vel sett fyrir framtíðina Lífeyrissjóðakerfið á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum og í dag greiða flestir launagreiðendur 4% af launum sínum í skyldulífeyrissparnað og fá 11,5% mótframlag frá atvinnurekanda. Gunnar segir að ungt fólk sem sjái fram á að greiða 15,5% af tekjum sínum í lífeyrissjóð alla starfsævina og sé þar að auki með viðbótarlífeyrissparnað þurfi ekki að hafa áhyggjur af ellilaunum sínum. „Það fer eftir hvaða forsendur menn gefa sér en þetta er jafnvel orðið of mikið því að það er hægt að reikna út að með svona mikinn sparnað verður þú kominn með hærri eftirlaun en þú varst með í laun,“ segir Gunnar. Hins vegar hafi flestir sem eru nú á vinnumarkaði greitt lægra iðgjald á árum áður og því áunnið sér minni réttindi. „Þá felst ráðleggingin í því að þú áttir þig á stöðunni, kannaðu hvað þú ert búinn að safna miklu og hvað þú kemur til með að safna áður en þú hættir að vinna. Spurðu þig svo: Er þetta nóg, mun ég lifa ásættanlegu lífi eftir að ég hætti að vinna með þennan lífeyri?“ Ef svarið er nei þurfi að leita leiða til að reyna að brúa bilið. „Það sem er kannski mikilvægast fyrir fólk er að átta sig á stöðunni.“ Eigi ekki að gera ráð fyrir greiðslum frá Tryggingastofnun Í dag er meira greitt úr lífeyrissjóðakerfinu en almannatryggingakerfinu þar sem lífeyriskerfið er orðið þroskað og margir eiga þar mikil réttindi. Gunnar ráðleggur yngra fólki að gera ekki ráð fyrir að fá greiðslur frá ríkinu til viðbótar við lífeyrissjóðsgreiðslur þegar það er hætt að vinna. „Þeir sem eiga hins vegar tíu ár eða skemur í eftirlaun þá er sjálfsagt fyrir þá að vita hvað ríkið er að greiða í dag en svo vitum við aldrei hvað verður.“ Almannatryggingakerfið tryggir nú að fólk fái greiddan lágmarkslífeyri en í dag eru fimm einstaklingar á íslenskum vinnumarkaði fyrir hvern einn á lífeyri. Gunnar segir að miðað við núverandi mannfjöldaspár verði staðan sú eftir um 40 ár að aðeins tveir vinnandi einstaklingar verði á móti hverjum ellilífeyrisþega. „Ef þetta gengur eftir er það augljóst að það verður erfiðara að fjármagna almannatryggingakerfið með samtímasköttum,“ segir Gunnar. Af þessum sökum verði fólk að tryggja að það sé að safna góðum réttindum hjá lífeyrissjóði. Mörg ríki í slæmri stöðu Íslenska lífeyrissjóðakerfið er svokallað sjóðsöfnunarkerfi þar sem hver kynslóð safnar sínum lífeyri með því að greiða í sjóð og byggir þannig upp lífeyrissjóðsréttindi. Gunnar segir að kosturinn við slíkt fyrirkomulag sé að hver kynslóð sjái um sig en ókosturinn sé að það taki langan tíma að byggja upp kerfið. Hin leiðin er svokallað gegnumstreymiskerfi sem byggir á því að lífeyrir er greiddur af samtímasköttum. Gunnar segir kostinn við slíkt kerfi að það taki stuttan tíma að byggja það upp en ókosturinn komi í ljós þegar kynslóðir séu misjafnlega stórar. „Það getur gerst að kynslóð sem er tiltölulega fámenn á í erfiðleikum þegar það þarf að taka stóran hluta af sköttunum til að greiða fyrir fjölmenna kynslóð. [...] Þær þjóðir sem byggðu upp slík kerfi eru í stórkostlegum vandræðum núna.“ Vísar Gunnar þar til áðurnefndar lýðfræðilegar þróunar sem á sér stað í þróuðum ríkjum þegar barneignum fækkar og hlutfall ellilífeyrisþega hækkar samhliða. Hann segir að sjóðsöfnunarkerfi og gegnumstreymiskerfi séu ólík á margan hátt og erfitt að segja að annað kerfið sé endilega betra en hitt. „En ég er persónulega hrifnari af sjóðsöfnunarkerfi eins og er hér og finnst það miklu heilbrigðara kerfi. Ég er nú kominn á þann aldur að það eru kannski fimm til tíu ár þar til að ég hætti að vinna. Þá finnst mér rosalega góð tilhugsun að unga fólkið sé ekki að borga skatta til að borga mér lífeyri heldur sé ég búinn að byggja upp sjóð til að fjármagna hann.“ Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt í samstarfi við Umboðsmann skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Neytendur Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Leitin að peningunum Tengdar fréttir Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. 28. janúar 2021 07:00 Þurfti að færa fórnir þegar hann stóð á krossgötum 27 ára gamall Þegar Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari var 27 ára stóð hann á krossgötum. Hann var þá nýbúinn að skilja við barnsmóður sína og þurfti að velja milli þess að flytja aftur til foreldra sinna eða fara á leigumarkaðinn. 22. janúar 2021 07:00 Vonbrigði móður mikilvæg lexía Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. 15. janúar 2021 07:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. 28. janúar 2021 07:00
Þurfti að færa fórnir þegar hann stóð á krossgötum 27 ára gamall Þegar Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari var 27 ára stóð hann á krossgötum. Hann var þá nýbúinn að skilja við barnsmóður sína og þurfti að velja milli þess að flytja aftur til foreldra sinna eða fara á leigumarkaðinn. 22. janúar 2021 07:00
Vonbrigði móður mikilvæg lexía Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. 15. janúar 2021 07:01