Ég tala íslensku á Íslandi Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar 4. febrúar 2021 15:00 Ég tala íslensku á Íslandi enda er íslenska móðurmálið mitt. Samt hef ég ómælda reynslu af því að fólki láist að svara mér á okkar ástkæra ylhýra máli eða ávarpa mig á því. Erlendur uppruni minn í annan legginn og nafnið mitt bera það greinilega með sér að margir hafa ekki einu sinni gefið mér tækifæri til að tala á íslensku áður en þeir ávarpa mig á ensku, og sumir jafnvel taka bara ákvörðun um að svara mér á ensku þó ég hafi augljóslega sagt eitthvað, eða skrifað, á íslensku að fyrra bragði. Ég hef jafnvel lent í atvikum þar sem fólk leyfir sér að vera nánast ókurteist eða hranalegt við mig þangað til að það heyrir að ég tala reiprennandi íslensku. Ó, ertu íslensk? Og afsökunarbeiðnin sem útlendingurinn átti greinilega ekki skilið, fylgir þá í kjölfarið. Er það vegna útlits míns eða framandi nafns? Eitthvað er það. Ég tilheyri samt vissulega forréttindahópi þegar kemur að fólki af erlendum uppruna á Íslandi, enda á ég íslenskt bakland, stóra íslenska fjölskyldu, tala íslensku sem móðurmál og er í góðu starfi. Hins vegar er ég viss um að ef þetta er viðhorfið sem ég mæti, þrátt fyrir mín forréttindi, þá er viðhorfið sem margir aðrir einstaklingar af erlendum uppruna mæta enn ýktari útgáfa af þessu. Ég er til dæmis meðvituð um öðruvísi viðhorf gagnvart fólki með erlend nöfn. Eins og sést hér á nafni höfundar er ég Ómarsdóttir. En pabbi minn hét samt ekkert Ómar í alvörunni, Ómar er nafn sem hann valdi af lista þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt á 7. áratugnum. Án nafnsins væri ég Miriam Petra Awad og þegar ég tók mín fyrstu skref út í mennta- og starfsumhverfið á Íslandi taldi ég hag mínum betur borgið ef ég hefði Ómarsdóttur með, þar sem ekkert af hinum nöfnunum mínum bendir beint til íslensks uppruna þegar þau eru skoðuð sem heild. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, því ég þekki fjölmörg dæmi um einstaklinga sem eru fæddir, uppaldir og menntaðir á Íslandi, sem hafa sótt um störf, sent inn ferilskrá og kynningarbréf á íslensku, og fengið svör til baka „We are only hiring Icelandic speakers”. Nöfnin þeirra voru nefnilega ekki nógu íslensk til að þau fengju einu sinni þann séns að einhver læsi yfir ferilskrána og kynningarbréfið - eða var þeim kannski bara ekki treyst fyrir að vera að segja satt frá? Ef þetta eru viðhorfin sem fólk af erlendum uppruna mætir sem talar íslensku, hvernig viðhorfi mætir þá fólk sem talar ekki fullkomna íslensku? Það getur verið ótrúlega erfitt að læra nýtt tungumál. Það er jafnvel eitt að læra að lesa og skrifa og annað að geta talað. Þegar ég flutti til Québec í Kanada í skiptinám var markmiðið mitt að læra frönsku. Ég hafði lært frönsku í fjögur ár í menntaskóla og var búin með eitt ár í háskólanum áður en ég fór út. Ég kunni að lesa og skrifa en fyrir mitt litla líf gat ég ekki átt samtal á frönsku nema það snerist um að mega fara á klósettið eða spyrja hvar bakaríið væri. Þetta klassíska. Ég bara fraus. Jafnvel með þennan grunn í málinu, sem er mjög ólíkt íslenskunni, man ég hvernig ég kom buguð heim úr skólanum fyrstu mánuðina, bókstaflega með hausverk á því að reyna að skilja allt og segja frá sjálfri mér og námsefninu, á þessu fallega en flókna tungumáli (sérílagi flókna í framburði). Það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki lært þetta á endanum, ég tala mjög góða frönsku í dag, en þegar ég set þetta í samhengi við innflytjendur á Íslandi að læra íslensku þá er þetta bara alls ekki sambærilegt. Ég var með 5 ára nám í tungumálinu að baki og þegar ég flutti loksins í málumhverfið þá var það fullt starf hjá mér (eða fullt nám öllu heldur) að sinna því. Auk þess voru allir mjög liðlegir í Québec og fyrirgáfu mér voða fljótt lélegan framburð til að byrja með svo ég fékk endalaus tækifæri til að æfa mig. Að hafa tíma til að sinna tungumálanámi Hvernig getum við ætlast til að innflytjendur á Íslandi nái tökum á tungumálinu þegar það tilheyrir ekki svipuðum forréttindahóp og ég var í þegar ég lærði hina rómönsku frönsku? Það hefur ekki að baki margra ára undirbúningskennslu í málinu áður en það kemur hingað, það er oft í fullu starfi og að sjá um fjölskyldur sínar, og þegar það fær yfir höfuð tækifæri til að nota íslenskuna sem það hefur þó lært - þá er hún ekki nógu fullkomin og fólk talar bara ensku á móti. Og hey, svo er ekki einu sinni nóg að tala fullkomna íslensku því ef þú lítur ekki út fyrir að gera það - þá tölum við bara ensku líka. Og svo vörpum við ábyrgðinni á þau. Þau verða bara að gera betur. Ágætu lesendur, ég er ekki að segja við Íslendingar séum slæmar manneskjur fyrir það eitt að ávarpa fólk á ensku eða vera ekki nógu opnir fyrir öðrum framburði á málinu. Íslendingar eru frábærir eins og svo margt annað fólk. Vandamálið er samt að við lifum og hrærumst í hugmyndum um það hver tilheyrir og hver tilheyrir ekki hér á landi, út frá útliti og tungumáli - sem getur verið alveg ómeðvitað og alls ekki illa meint. En hvort sem það er vel meint eða ekki, þá bitnar það á þeim sem eru að reyna að læra og taka þátt í samfélaginu okkar. Þeir komast ekki inn. Hvorki inn í vinahópa né vinnustaðamenningu, inn í tungumálið eða þjóðarsálina sem við erum svo áfjáð í að þau virði. Þetta er ekki bara spurning um að þau þurfi bara að vera duglegri að læra, að vinna, að gera hitt og þetta - heldur þurfum við líka að vera duglegri að skilja aðstæður þeirra, gefa tækifæri á léttu spjalli og meira en það. Höfundur er Íslendingur og sérfræðingur hjá Rannís með MA í hnattrænum tengslum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ég tala íslensku á Íslandi enda er íslenska móðurmálið mitt. Samt hef ég ómælda reynslu af því að fólki láist að svara mér á okkar ástkæra ylhýra máli eða ávarpa mig á því. Erlendur uppruni minn í annan legginn og nafnið mitt bera það greinilega með sér að margir hafa ekki einu sinni gefið mér tækifæri til að tala á íslensku áður en þeir ávarpa mig á ensku, og sumir jafnvel taka bara ákvörðun um að svara mér á ensku þó ég hafi augljóslega sagt eitthvað, eða skrifað, á íslensku að fyrra bragði. Ég hef jafnvel lent í atvikum þar sem fólk leyfir sér að vera nánast ókurteist eða hranalegt við mig þangað til að það heyrir að ég tala reiprennandi íslensku. Ó, ertu íslensk? Og afsökunarbeiðnin sem útlendingurinn átti greinilega ekki skilið, fylgir þá í kjölfarið. Er það vegna útlits míns eða framandi nafns? Eitthvað er það. Ég tilheyri samt vissulega forréttindahópi þegar kemur að fólki af erlendum uppruna á Íslandi, enda á ég íslenskt bakland, stóra íslenska fjölskyldu, tala íslensku sem móðurmál og er í góðu starfi. Hins vegar er ég viss um að ef þetta er viðhorfið sem ég mæti, þrátt fyrir mín forréttindi, þá er viðhorfið sem margir aðrir einstaklingar af erlendum uppruna mæta enn ýktari útgáfa af þessu. Ég er til dæmis meðvituð um öðruvísi viðhorf gagnvart fólki með erlend nöfn. Eins og sést hér á nafni höfundar er ég Ómarsdóttir. En pabbi minn hét samt ekkert Ómar í alvörunni, Ómar er nafn sem hann valdi af lista þegar hann fékk íslenskan ríkisborgararétt á 7. áratugnum. Án nafnsins væri ég Miriam Petra Awad og þegar ég tók mín fyrstu skref út í mennta- og starfsumhverfið á Íslandi taldi ég hag mínum betur borgið ef ég hefði Ómarsdóttur með, þar sem ekkert af hinum nöfnunum mínum bendir beint til íslensks uppruna þegar þau eru skoðuð sem heild. Af hverju er ég að segja frá þessu? Jú, því ég þekki fjölmörg dæmi um einstaklinga sem eru fæddir, uppaldir og menntaðir á Íslandi, sem hafa sótt um störf, sent inn ferilskrá og kynningarbréf á íslensku, og fengið svör til baka „We are only hiring Icelandic speakers”. Nöfnin þeirra voru nefnilega ekki nógu íslensk til að þau fengju einu sinni þann séns að einhver læsi yfir ferilskrána og kynningarbréfið - eða var þeim kannski bara ekki treyst fyrir að vera að segja satt frá? Ef þetta eru viðhorfin sem fólk af erlendum uppruna mætir sem talar íslensku, hvernig viðhorfi mætir þá fólk sem talar ekki fullkomna íslensku? Það getur verið ótrúlega erfitt að læra nýtt tungumál. Það er jafnvel eitt að læra að lesa og skrifa og annað að geta talað. Þegar ég flutti til Québec í Kanada í skiptinám var markmiðið mitt að læra frönsku. Ég hafði lært frönsku í fjögur ár í menntaskóla og var búin með eitt ár í háskólanum áður en ég fór út. Ég kunni að lesa og skrifa en fyrir mitt litla líf gat ég ekki átt samtal á frönsku nema það snerist um að mega fara á klósettið eða spyrja hvar bakaríið væri. Þetta klassíska. Ég bara fraus. Jafnvel með þennan grunn í málinu, sem er mjög ólíkt íslenskunni, man ég hvernig ég kom buguð heim úr skólanum fyrstu mánuðina, bókstaflega með hausverk á því að reyna að skilja allt og segja frá sjálfri mér og námsefninu, á þessu fallega en flókna tungumáli (sérílagi flókna í framburði). Það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki lært þetta á endanum, ég tala mjög góða frönsku í dag, en þegar ég set þetta í samhengi við innflytjendur á Íslandi að læra íslensku þá er þetta bara alls ekki sambærilegt. Ég var með 5 ára nám í tungumálinu að baki og þegar ég flutti loksins í málumhverfið þá var það fullt starf hjá mér (eða fullt nám öllu heldur) að sinna því. Auk þess voru allir mjög liðlegir í Québec og fyrirgáfu mér voða fljótt lélegan framburð til að byrja með svo ég fékk endalaus tækifæri til að æfa mig. Að hafa tíma til að sinna tungumálanámi Hvernig getum við ætlast til að innflytjendur á Íslandi nái tökum á tungumálinu þegar það tilheyrir ekki svipuðum forréttindahóp og ég var í þegar ég lærði hina rómönsku frönsku? Það hefur ekki að baki margra ára undirbúningskennslu í málinu áður en það kemur hingað, það er oft í fullu starfi og að sjá um fjölskyldur sínar, og þegar það fær yfir höfuð tækifæri til að nota íslenskuna sem það hefur þó lært - þá er hún ekki nógu fullkomin og fólk talar bara ensku á móti. Og hey, svo er ekki einu sinni nóg að tala fullkomna íslensku því ef þú lítur ekki út fyrir að gera það - þá tölum við bara ensku líka. Og svo vörpum við ábyrgðinni á þau. Þau verða bara að gera betur. Ágætu lesendur, ég er ekki að segja við Íslendingar séum slæmar manneskjur fyrir það eitt að ávarpa fólk á ensku eða vera ekki nógu opnir fyrir öðrum framburði á málinu. Íslendingar eru frábærir eins og svo margt annað fólk. Vandamálið er samt að við lifum og hrærumst í hugmyndum um það hver tilheyrir og hver tilheyrir ekki hér á landi, út frá útliti og tungumáli - sem getur verið alveg ómeðvitað og alls ekki illa meint. En hvort sem það er vel meint eða ekki, þá bitnar það á þeim sem eru að reyna að læra og taka þátt í samfélaginu okkar. Þeir komast ekki inn. Hvorki inn í vinahópa né vinnustaðamenningu, inn í tungumálið eða þjóðarsálina sem við erum svo áfjáð í að þau virði. Þetta er ekki bara spurning um að þau þurfi bara að vera duglegri að læra, að vinna, að gera hitt og þetta - heldur þurfum við líka að vera duglegri að skilja aðstæður þeirra, gefa tækifæri á léttu spjalli og meira en það. Höfundur er Íslendingur og sérfræðingur hjá Rannís með MA í hnattrænum tengslum.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar