Eigendur inneignarnóta muni líklega sitja eftir með sárt ennið Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 15:24 Verslun Geysis við Skólavörðustíg 12. Vísir/vilhelm Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar. Ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hvort félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk fjölda minjagripaverslana í miðbæ Reykjavíkur, verði úrskurðað gjaldþrota. Starfsmannafundur sem haldinn var á mánudag gefur þó tilefni til að ætla að svo verði. Fram kemur í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna að ef félagið fari í þrot þurfi eigendur inneignarnóta og gjafabréfa að lýsa kröfum í þrotabúið, sem verði þá að svokölluðum „almennum kröfum“ í búið. „Almennar kröfur fást því miður sjaldan greiddar þar sem þær fara aftast í kröfubunkann ef svo má orða. Því er ekki ólíklegt að eigendur inneignarnóta og gjafabréfa sitji eftir með sárt ennið og tapaðar kröfur,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir frá fólki sem á inneignarnótur eða gjafabréf,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann ítrekar það sem fram kemur í tilkynningunni; að þegar fyrirtæki fari á hausinn sé það því miður þannig að almennar kröfur mæti afgangi. Laun og önnur gjöld gangi fyrir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/vilhelm Verslun undir merkjum Geysis er enn rekin í Haukadal. Sú verslun er þó rekin af öðru félagi en í eigu sama eiganda. Breki segir að samtökunum hafi borist ábendingar um að inneignarnótur í hinar Geysisverslanirnar gildi ekki í Haukadal. Samtökunum hafi þó ekki tekist að sannreyna það. Samtökin benda jafnframt á það í tilkynningu að hafa beri í huga að fordæmi séu fyrir því að nýr rekstraraðili taki við inneignarnótum „og neytendur verði því ekki varir við eigendaskiptin.“ „Ekkert liggur fyrir um áframhaldandi rekstur verslana Geysis að svo stöddu, en rétt er að neytendur varðveiti nótur sínar á meðan málin skýrast,“ segir í tilkynningu. Frekari upplýsingar um skilarétt og inneignarnótur má nálgast hér. Neytendur Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hvort félagið sem rekur Geysisverslanirnar, auk fjölda minjagripaverslana í miðbæ Reykjavíkur, verði úrskurðað gjaldþrota. Starfsmannafundur sem haldinn var á mánudag gefur þó tilefni til að ætla að svo verði. Fram kemur í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna að ef félagið fari í þrot þurfi eigendur inneignarnóta og gjafabréfa að lýsa kröfum í þrotabúið, sem verði þá að svokölluðum „almennum kröfum“ í búið. „Almennar kröfur fást því miður sjaldan greiddar þar sem þær fara aftast í kröfubunkann ef svo má orða. Því er ekki ólíklegt að eigendur inneignarnóta og gjafabréfa sitji eftir með sárt ennið og tapaðar kröfur,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir frá fólki sem á inneignarnótur eða gjafabréf,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann ítrekar það sem fram kemur í tilkynningunni; að þegar fyrirtæki fari á hausinn sé það því miður þannig að almennar kröfur mæti afgangi. Laun og önnur gjöld gangi fyrir. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/vilhelm Verslun undir merkjum Geysis er enn rekin í Haukadal. Sú verslun er þó rekin af öðru félagi en í eigu sama eiganda. Breki segir að samtökunum hafi borist ábendingar um að inneignarnótur í hinar Geysisverslanirnar gildi ekki í Haukadal. Samtökunum hafi þó ekki tekist að sannreyna það. Samtökin benda jafnframt á það í tilkynningu að hafa beri í huga að fordæmi séu fyrir því að nýr rekstraraðili taki við inneignarnótum „og neytendur verði því ekki varir við eigendaskiptin.“ „Ekkert liggur fyrir um áframhaldandi rekstur verslana Geysis að svo stöddu, en rétt er að neytendur varðveiti nótur sínar á meðan málin skýrast,“ segir í tilkynningu. Frekari upplýsingar um skilarétt og inneignarnótur má nálgast hér.
Neytendur Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45