Þórólfur skilaði minnisblaði sínu með tillögum til ráðherra seint í gærkvöldi. Líklegt má telja að Svandís muni bregðast við tillögum sóttvarnalæknis að loknum fundi í dag.
Núverandi reglugerð um aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins gildir til 17. febrúar. Þórólfur sagði á upplýsingafundi í gær að hann reiknaði með að leggja til einhverjar afléttingar en vildi ekki ræða þær nánar.
Vísir verður í beinni útsendingu frá Ráðherrabústaðnum og ræðir við Svandísi og mögulega fleiri ráðherra að loknum fundi.
Í vaktinni hér að neðan verður greint frá tíðindum um leið og þau liggja fyrir.
Uppfært: Útsendingunni er lokið en hér að neðan má sjá viðtal við Svandísi um tillögur Þórólfs.