RAX Augnablik: „Sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. febrúar 2021 07:01 Ragnar Axelsson ljósmyndari segir að það sé ekki auðvelt að mynda skúminn á Íslandi, sérstaklega þegar hann er í árásarham. RAX „Á ákveðnu svæði gekk maður yfir hálfgert sprengjusvæði þar sem að skúmurinn, sem er dálítið grimmur að verja unga sína, ræðst á mann og þeir eru mis grimmir,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um daga sína í sveit sem barn, þar sem hann hafði það hlutverk að reka beljurnar heim. „Skúmurinn er sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann. Hann sló mann á hestbaki og hann rotaðist og drukknaði í læk eða polli. En mér fannst alltaf gaman af þessum fugli og þykir vænt um hann. Þegar maður var að sækja beljurnar út undir fjöru þá var þetta svona eins og í stríðsleik þar sem að orustuflugvélar réðust á þig.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá því hvernig ljósmyndaáhuginn hans byrjaði. RAX er marg verðlaunaður ljósmyndari og myndir hans hafa birst í mörgum af virtustu tímaritum heims en þetta byrjaði eiginlega allt með fuglum. „Áhugi minn byrjaði í rauninni í sveitinni, þá fór ég og myndaði fugla. Ég byrjaði eiginlega að mynda skúminn.“ RAX smíðaði sér kassa og faldi sig í honum til þess að ná myndum af fuglinum grimma, sem honum hefur gengið misvel að ná óhreyfðum myndum af í gegnum árin. „Það er svolítið erfitt að ná mynd af einhverju sem kemur fljúgandi á fleygiferð beint að þér.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Skúmurinn er um fjórar mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Skúmurinn Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Menning Ljósmyndun RAX Fuglar Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Maður var farinn að halda að maður væri gjörsamlega klikkaður“ Ragnar Axelsson ljósmyndari ólst upp við jöklana. Síðustu áratugi hefur hann flogið ótal ferðir yfir jökla landsins og náð þar stórkostlegum myndum. Hann segir frá þeim í þessum nýja þætti af RAX Augnablik. 31. janúar 2021 07:00 RAX Augnablik: „Þegar hann er í sínum versta ham getur hann sprengt hús í tætlur“ „Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson. 24. janúar 2021 07:01 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Skúmurinn er sennilega eini fuglinn á Íslandi sem hefur drepið mann. Hann sló mann á hestbaki og hann rotaðist og drukknaði í læk eða polli. En mér fannst alltaf gaman af þessum fugli og þykir vænt um hann. Þegar maður var að sækja beljurnar út undir fjöru þá var þetta svona eins og í stríðsleik þar sem að orustuflugvélar réðust á þig.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá því hvernig ljósmyndaáhuginn hans byrjaði. RAX er marg verðlaunaður ljósmyndari og myndir hans hafa birst í mörgum af virtustu tímaritum heims en þetta byrjaði eiginlega allt með fuglum. „Áhugi minn byrjaði í rauninni í sveitinni, þá fór ég og myndaði fugla. Ég byrjaði eiginlega að mynda skúminn.“ RAX smíðaði sér kassa og faldi sig í honum til þess að ná myndum af fuglinum grimma, sem honum hefur gengið misvel að ná óhreyfðum myndum af í gegnum árin. „Það er svolítið erfitt að ná mynd af einhverju sem kemur fljúgandi á fleygiferð beint að þér.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Skúmurinn er um fjórar mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Skúmurinn Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Menning Ljósmyndun RAX Fuglar Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Maður var farinn að halda að maður væri gjörsamlega klikkaður“ Ragnar Axelsson ljósmyndari ólst upp við jöklana. Síðustu áratugi hefur hann flogið ótal ferðir yfir jökla landsins og náð þar stórkostlegum myndum. Hann segir frá þeim í þessum nýja þætti af RAX Augnablik. 31. janúar 2021 07:00 RAX Augnablik: „Þegar hann er í sínum versta ham getur hann sprengt hús í tætlur“ „Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson. 24. janúar 2021 07:01 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01
RAX Augnablik: „Maður var farinn að halda að maður væri gjörsamlega klikkaður“ Ragnar Axelsson ljósmyndari ólst upp við jöklana. Síðustu áratugi hefur hann flogið ótal ferðir yfir jökla landsins og náð þar stórkostlegum myndum. Hann segir frá þeim í þessum nýja þætti af RAX Augnablik. 31. janúar 2021 07:00
RAX Augnablik: „Þegar hann er í sínum versta ham getur hann sprengt hús í tætlur“ „Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson. 24. janúar 2021 07:01
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp