Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 14:50 Íslendingarnir þrír störfuðu allir fyrir Samherja í Namibíu. Vísir/Egill Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum en Samherji hefur þegar brugðist við tíðindunum á vef sínum og segir ekkert óvænt við tíðindin. Í fyrirtöku í morgun hafi verið greint frá því að saksóknari hefði í hyggju að bæta við ákæru á hendur þremur namibískum félögum sem tengist Samherja og stjórnendum þeirra. „Samkvæmt namibískum lögum leiðir ákæra á hendur þessum fyrirtækjum sjálfkrafa til þess að stjórnendur þeirra sæta ákæru vegna stöðu sinnar,“ segir á vef Samherja. Eru fyrrnefndir Samherjamenn og aðrir ákærðu meðal annars sakaðir um mútuþægni og peningaþvætti. Samherji tekur fram að fyrirhuguð ákæra komi ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafi áður sett fram og byggi meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016. Jóhannes var heimildarmaður Kveiks í umfjöllun um Samherjaskjölin á sínum tíma. JUST IN: The prosecutor general has decided that the Fishrot fishing quotas corruption case should be transferred to the Windhoek High Court. The accused will include Icelandic fishing companies and executives, and they will be facing 14 charges. Video: Werner Menges pic.twitter.com/PxXJSsP52A— The Namibian (@TheNamibian) February 5, 2021 „Útgerð namibískra félaga sem tengjast Samherja var lögð niður í lok árs 2019 og unnið er að því að slíta félögunum endanlega. Ásakanir á hendur umræddum fyrirtækjum og einstaklingum á þeirra vegum eiga ekki við rök að styðjast nú frekar en fyrr. Framhald þessa máls verður á næstu mánuðum. Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti.“ Réttarhöld í málinu eru fyrirhuguð fyrir Hæstarétti í borginni Windhoek í Namibíu þann 22. apríl. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Auk þeirra sitja Pius Mwatelulo og Mike Nghipunya einnig á sakamannabekk til viðbótar við forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja og Íslendinganna þriggja. Samherjaskjölin Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum en Samherji hefur þegar brugðist við tíðindunum á vef sínum og segir ekkert óvænt við tíðindin. Í fyrirtöku í morgun hafi verið greint frá því að saksóknari hefði í hyggju að bæta við ákæru á hendur þremur namibískum félögum sem tengist Samherja og stjórnendum þeirra. „Samkvæmt namibískum lögum leiðir ákæra á hendur þessum fyrirtækjum sjálfkrafa til þess að stjórnendur þeirra sæta ákæru vegna stöðu sinnar,“ segir á vef Samherja. Eru fyrrnefndir Samherjamenn og aðrir ákærðu meðal annars sakaðir um mútuþægni og peningaþvætti. Samherji tekur fram að fyrirhuguð ákæra komi ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafi áður sett fram og byggi meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016. Jóhannes var heimildarmaður Kveiks í umfjöllun um Samherjaskjölin á sínum tíma. JUST IN: The prosecutor general has decided that the Fishrot fishing quotas corruption case should be transferred to the Windhoek High Court. The accused will include Icelandic fishing companies and executives, and they will be facing 14 charges. Video: Werner Menges pic.twitter.com/PxXJSsP52A— The Namibian (@TheNamibian) February 5, 2021 „Útgerð namibískra félaga sem tengjast Samherja var lögð niður í lok árs 2019 og unnið er að því að slíta félögunum endanlega. Ásakanir á hendur umræddum fyrirtækjum og einstaklingum á þeirra vegum eiga ekki við rök að styðjast nú frekar en fyrr. Framhald þessa máls verður á næstu mánuðum. Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti.“ Réttarhöld í málinu eru fyrirhuguð fyrir Hæstarétti í borginni Windhoek í Namibíu þann 22. apríl. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Auk þeirra sitja Pius Mwatelulo og Mike Nghipunya einnig á sakamannabekk til viðbótar við forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja og Íslendinganna þriggja.
Samherjaskjölin Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira