Sex marka jafntefli á Old Trafford Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. febrúar 2021 22:00 Slæm mistök De Gea komu Everton á bragðið. vísir/Getty Everton tryggði sér stig með síðustu spyrnu leiksins þegar liðið heimsótti Manchester United á Old Trafford í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á varamannabekk Everton í kvöld. Úrúgvæski markahrókurinn Edinson Cavani opnaði markareikninginn þegar hann kom Man Utd í forystu á 24.mínútu með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Marcus Rashford. Bruno Fernandes tvöfaldaði forystuna á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og fóru heimamenn því með tveggja marka forystu í leikhléið. Sú forysta var fljót að hverfa á fyrstu mínútum síðari hálfleiksins. Spænski markvörðurinn David De Gea gerði sig sekan um mistök á 49.mínútu þegar hann tók slæma ákvörðun og lagði boltann fyrir fætur Abdoulaye Doucoure á markteignum. Doucoure var fljótur að nýta sér það og minnka muninn fyrir Everton. Nokkrum andartökum síðar var komið að James Rodriguez sem skoraði með góðu skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Doucoure. Scott McTominay náði forystunni aftur fyrir heimamenn þegar hann skallaði aukaspyrnu Luke Shaw framhjá varnarlausum Robin Olsen í marki Everton en Svíinn leit afar illa út í markinu. Það stefndi lengi í að það yrði sigurmark leiksins en á síðustu sekúndu uppbótartíma fékk Everton dæmda aukaspyrnu á miðjum velli. Boltanum var þrýst inn á teig og þar var Dominic Calvert Lewin réttur maður á réttum stað fyrir gestina og jafnaði metin. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik en Man Utd missti þar með af tækifæri til að fara upp að hlið Man City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn
Everton tryggði sér stig með síðustu spyrnu leiksins þegar liðið heimsótti Manchester United á Old Trafford í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á varamannabekk Everton í kvöld. Úrúgvæski markahrókurinn Edinson Cavani opnaði markareikninginn þegar hann kom Man Utd í forystu á 24.mínútu með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Marcus Rashford. Bruno Fernandes tvöfaldaði forystuna á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og fóru heimamenn því með tveggja marka forystu í leikhléið. Sú forysta var fljót að hverfa á fyrstu mínútum síðari hálfleiksins. Spænski markvörðurinn David De Gea gerði sig sekan um mistök á 49.mínútu þegar hann tók slæma ákvörðun og lagði boltann fyrir fætur Abdoulaye Doucoure á markteignum. Doucoure var fljótur að nýta sér það og minnka muninn fyrir Everton. Nokkrum andartökum síðar var komið að James Rodriguez sem skoraði með góðu skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Doucoure. Scott McTominay náði forystunni aftur fyrir heimamenn þegar hann skallaði aukaspyrnu Luke Shaw framhjá varnarlausum Robin Olsen í marki Everton en Svíinn leit afar illa út í markinu. Það stefndi lengi í að það yrði sigurmark leiksins en á síðustu sekúndu uppbótartíma fékk Everton dæmda aukaspyrnu á miðjum velli. Boltanum var þrýst inn á teig og þar var Dominic Calvert Lewin réttur maður á réttum stað fyrir gestina og jafnaði metin. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik en Man Utd missti þar með af tækifæri til að fara upp að hlið Man City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar