Man City steig stórt skref í átt að titlinum með því að gjörsigra Liverpool á Anfield Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. febrúar 2021 18:20 vísir/Getty Manchester City er komið í kjörstöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa gengið frá Englandsmeisturum Liverpool í stórleik dagsins á Anfield. Fyrri hálfleikur var stál í stál og ekkert mark skorað. Þó fengu gestirnir kjörið tækifæri á 37.mínútu þegar vítaspyrna var dæmd á heimamenn eftir að brotið hafði verið á Raheem Sterling. Ilkay Gundogan steig á vítapunktinn en skaut boltanum hátt yfir netið. Staðan í leikhléi 0-0. Síðari hálfleikur var hins vegar fjörugur. Gundogan bætti upp fyrir vítaklúðrið sitt þegar hann fylgdi á eftir skoti Phil Foden á 49.mínútu og kom boltanum í netið. Eftir rúmlega klukkutíma leik var komið að vítaspyrnu fyrir heimamenn þegar Ruben Dias braut á Mohamed Salah. Salah fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Spennandi lokakafli framundan. Þann lokakafla tóku gestirnir algjörlega í sínar hendur en fengu reyndar hjálp úr óvæntri átt þar sem Alisson, markvörður Liverpool, gerði sig sekan um glórulaus mistök. Brasilíski markvörðurinn skilaði boltanum illa frá sér á 73.mínútu, beint fyrir fætur Phil Foden sem lagði upp annað mark Gundogan og City komið í 1-2 forystu. Raheem Sterling gekk endanlega frá leiknum þegar hann nýtti sér önnur mistök Alisson á 76.mínútu. Phil Foden kórónaði svo góðan leik sinn þegar hann rak síðasta naglann í kistu meistaranna með marki á 84.mínútu. Lokatölur 1-4 fyrir Man City sem hefur nú fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. Enski boltinn
Manchester City er komið í kjörstöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa gengið frá Englandsmeisturum Liverpool í stórleik dagsins á Anfield. Fyrri hálfleikur var stál í stál og ekkert mark skorað. Þó fengu gestirnir kjörið tækifæri á 37.mínútu þegar vítaspyrna var dæmd á heimamenn eftir að brotið hafði verið á Raheem Sterling. Ilkay Gundogan steig á vítapunktinn en skaut boltanum hátt yfir netið. Staðan í leikhléi 0-0. Síðari hálfleikur var hins vegar fjörugur. Gundogan bætti upp fyrir vítaklúðrið sitt þegar hann fylgdi á eftir skoti Phil Foden á 49.mínútu og kom boltanum í netið. Eftir rúmlega klukkutíma leik var komið að vítaspyrnu fyrir heimamenn þegar Ruben Dias braut á Mohamed Salah. Salah fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Spennandi lokakafli framundan. Þann lokakafla tóku gestirnir algjörlega í sínar hendur en fengu reyndar hjálp úr óvæntri átt þar sem Alisson, markvörður Liverpool, gerði sig sekan um glórulaus mistök. Brasilíski markvörðurinn skilaði boltanum illa frá sér á 73.mínútu, beint fyrir fætur Phil Foden sem lagði upp annað mark Gundogan og City komið í 1-2 forystu. Raheem Sterling gekk endanlega frá leiknum þegar hann nýtti sér önnur mistök Alisson á 76.mínútu. Phil Foden kórónaði svo góðan leik sinn þegar hann rak síðasta naglann í kistu meistaranna með marki á 84.mínútu. Lokatölur 1-4 fyrir Man City sem hefur nú fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.