Körfubolti

Helgi: Við erum með hörkulið og hefðum alveg að getað unnið þá

Árni Jóhannsson skrifar
Helgi með boltann í leik gegn Val fyrr á leiktíðinni.
Helgi með boltann í leik gegn Val fyrr á leiktíðinni. vísir/vilhelm

KR-ingar voru sýnilega svekktir með úrslitin í leik sínum á móti Keflavík fyrr í kvöld en þeir töpuðu leiknum með 24 stiga mun sem væntanlega er allt of mikill munur fyrir lið eins og KR á heimavelli.

Helgi Magnússon var tekinn tali eftir leik og spurður að því hvað KR hefði getað gert meira til að vinna leikinn eða allavega halda þessu innan skynsamlegra marka.

„Mér fannst við verða dálítið einhæfir í seinni hálfleik. Við framkvæmdum okkar leik ekki vel sóknarleg og vörnin hélt ekki í seinni hálfleik. Ég meina við skorum 24 stig í seinni hálfleik og við vinnum ekki leiki með þetta lið ef við skorum ekki meira en það.“

KR er með lágvaxið lið og hafa verið að keyra upp hraðann í leikjum sínum til að ná árangri. Hann var spurður að því hvort það hafi skilið á milli, þ.e. að ráða hraðanum í leiknum og hvort það sé ekki erfitt að eiga við lið eins og Keflavík þegar þeir eru miðherja lausir.

„Keflvíkingar stýrðu hraðanum mjög vel í seinni hálfleik og við að sama skapi féllum niður og náðum ekki upp neinu tempó-i og það er sá leikur sem við þurfum að spila núna ef við ætlum að vinna lið og Keflvíkingar eru með þrusu lið og það er ástæða fyrir því að þeir verma toppsætið. Þeir voru bara betri en við í kvöld.“

„Það gekk ágætlega í fyrri hálfleik að spila án miðherja í fyrri hálfleik þannig að ég ætla ekki að kvarta undan því en það væri næs að fá einn stóran til að slást við þessa kalla en svona er bara staðan. Við erum með hörkulið og hefðum alveg getað unnið þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×