Durant lét forráðamenn NBA-deildarinnar heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 11:31 Durant vel pirraður á hliðarlínunni í leiknum gegn Toronto í nótt. Elsa/Getty Images Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets, lét forráðamenn NBA-deildarinnar í körfubolta fá það óþvegið á samfélagsmiðlum eftir leik liðsins gegn Toronto Raptors í nótt. Ástæðan fyrir pirring Durant var ekki eingöngu að liðið hefði tapað mikilvægum leik heldur regluverk deildarinnar er varðar heilsu og öryggi leikmanna. Durant, sem greindist með Covid-19 á síðasta ári, átti upphaflega að byrja leikinn en var á endanum settur á bekkinn þar sem hann hafði verið í kringum einstakling sem var mögulega smitaður. Durant fór þrisvar í skimun fyrir leik og fékk alltaf neikvæðar niðurstöður og fékk á endanum að koma inn af bekknum í öðrum leikhluta. Þetta var í fyrsta skipti sem leikmaðurinn byrjar á bekknum í NBA-deildinni. Hann var síðan tekinn af velli í þriðja leikhluta þar sem einstaklingurinn sem hann hafi umgengist reyndist smitaður. Því var hann tekinn af velli samkvæmt reglugerð deildarinnar. „Ruglandi og pirrandi. Ég meina, þetta er stórskrítið,“ sagði Joe Harris – liðsfélagi Durant – í viðtali eftir leik. Jeff Green, annar liðsfélagi, tók í sama streng. „Ég skil þetta ekki. Þetta er augljóslega mjög pirrandi. Ég meina, þeir leyfðu honum að spila og svo taka þeir hann út af. Ég næ þessu ekki.“ Durant sjálfur tjáði sig á Twitter. „Frelsið mig,“ var fyrsta tístið sem hann sendi frá sér. Free me— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 „Yo NBA, áhorfendurnir ykkar eru ekki heimskir!!!! Þú getur ekki platað þá með þessari undarlegu fjölmiðlafulltrúa taktík.“ Yo @nba, your fans aren t dumb!!!! You can t fool em with your Wack ass PR tactics.. #FREE7 https://t.co/78N1iKFAoc— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Aye, I don t know who the fuck it is, but u gotta lock in mane(boosie voice)— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Í frétt NBA segir að Brooklyn Nets hafi fengið grænt ljós á að ferðast til Philadelphia þar sem liðið mun spila við 76ers en Durant hafi ekki ferðast með liðinu. Hvort hann megi ferðast einn síns liðs og taka þátt í leiknum kemur ekki fram. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira
Ástæðan fyrir pirring Durant var ekki eingöngu að liðið hefði tapað mikilvægum leik heldur regluverk deildarinnar er varðar heilsu og öryggi leikmanna. Durant, sem greindist með Covid-19 á síðasta ári, átti upphaflega að byrja leikinn en var á endanum settur á bekkinn þar sem hann hafði verið í kringum einstakling sem var mögulega smitaður. Durant fór þrisvar í skimun fyrir leik og fékk alltaf neikvæðar niðurstöður og fékk á endanum að koma inn af bekknum í öðrum leikhluta. Þetta var í fyrsta skipti sem leikmaðurinn byrjar á bekknum í NBA-deildinni. Hann var síðan tekinn af velli í þriðja leikhluta þar sem einstaklingurinn sem hann hafi umgengist reyndist smitaður. Því var hann tekinn af velli samkvæmt reglugerð deildarinnar. „Ruglandi og pirrandi. Ég meina, þetta er stórskrítið,“ sagði Joe Harris – liðsfélagi Durant – í viðtali eftir leik. Jeff Green, annar liðsfélagi, tók í sama streng. „Ég skil þetta ekki. Þetta er augljóslega mjög pirrandi. Ég meina, þeir leyfðu honum að spila og svo taka þeir hann út af. Ég næ þessu ekki.“ Durant sjálfur tjáði sig á Twitter. „Frelsið mig,“ var fyrsta tístið sem hann sendi frá sér. Free me— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 „Yo NBA, áhorfendurnir ykkar eru ekki heimskir!!!! Þú getur ekki platað þá með þessari undarlegu fjölmiðlafulltrúa taktík.“ Yo @nba, your fans aren t dumb!!!! You can t fool em with your Wack ass PR tactics.. #FREE7 https://t.co/78N1iKFAoc— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Aye, I don t know who the fuck it is, but u gotta lock in mane(boosie voice)— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Í frétt NBA segir að Brooklyn Nets hafi fengið grænt ljós á að ferðast til Philadelphia þar sem liðið mun spila við 76ers en Durant hafi ekki ferðast með liðinu. Hvort hann megi ferðast einn síns liðs og taka þátt í leiknum kemur ekki fram. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður Sjá meira