Guardiola reiknar með að Liverpool spili sinn besta leik á tímabilinu í dag Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. febrúar 2021 08:01 Hvor mun hafa betur í dag? vísir/Getty Tvö bestu lið síðustu tveggja leiktíða mætast í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að hleypa toppliði Manchester City ekki í yfirburðarstöðu á toppi deildarinnar. Pep Guardiola, stjóri Man City, iðaði í skinninu þegar hann var spurður út í undirbúning síns liðs fyrir leikinn á blaðamannafundi í gær. „Ég er ekki hræddur. Mér gæti ekki verið meira sama um hver andstæðingurinn er. Við hræðumst engan.“ „Ég held að það sama gildi um þá. Allir knattspyrnustjórar og öll lið trúa því að þau geti unnið hvern sem er,“ sagði Guardiola. Margir telja að Man City eigi deildarmeistaratitilinn vísan en liðsmenn Guardiola hafa verið afar sannfærandi upp á síðkastið. „Það sem á allan minn hug er að við náum að halda áfram að bæta okkur og bæta okkar leik. Og að sjálfsögðu líka að halda áfram að ná úrslitum. Ef við spilum illa og andstæðingurinn gerir betur munum við óska þeim til hamingju,“ segir Guardiola. Liverpool og Man City hafa skipt með sér tveimur efstu sætunum síðustu tvær leiktíðir en eins og staðan er í dag eru Man Utd og Leicester á milli Man City (1.sæti) og Liverpool (4.sæti). Takist Liverpool að leggja Man City að velli í dag er útlit fyrir æsispennandi baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Guardiola gerir sér grein fyrir því að það sé allt undir hjá Liverpool. „Við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þá. Þeir eru meistararnir. Þeir munu verða besta útgáfan af sjálfum sér. Þeir munu verða agressívir og þeir munu gera allt til að vinna. Ég efast ekki um það.“ „Þeir verða hungraðri í sigur en nokkru sinni fyrr og við þurfum að vera vel undirbúnir. Við þurfum að vera tilbúnir, ná upp okkar leik og hafa hugrekki til að vinna leikinn,“ segir Guardiola. Fylgst verður með hverju skrefi á Anfield í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að hleypa toppliði Manchester City ekki í yfirburðarstöðu á toppi deildarinnar. Pep Guardiola, stjóri Man City, iðaði í skinninu þegar hann var spurður út í undirbúning síns liðs fyrir leikinn á blaðamannafundi í gær. „Ég er ekki hræddur. Mér gæti ekki verið meira sama um hver andstæðingurinn er. Við hræðumst engan.“ „Ég held að það sama gildi um þá. Allir knattspyrnustjórar og öll lið trúa því að þau geti unnið hvern sem er,“ sagði Guardiola. Margir telja að Man City eigi deildarmeistaratitilinn vísan en liðsmenn Guardiola hafa verið afar sannfærandi upp á síðkastið. „Það sem á allan minn hug er að við náum að halda áfram að bæta okkur og bæta okkar leik. Og að sjálfsögðu líka að halda áfram að ná úrslitum. Ef við spilum illa og andstæðingurinn gerir betur munum við óska þeim til hamingju,“ segir Guardiola. Liverpool og Man City hafa skipt með sér tveimur efstu sætunum síðustu tvær leiktíðir en eins og staðan er í dag eru Man Utd og Leicester á milli Man City (1.sæti) og Liverpool (4.sæti). Takist Liverpool að leggja Man City að velli í dag er útlit fyrir æsispennandi baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Guardiola gerir sér grein fyrir því að það sé allt undir hjá Liverpool. „Við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þá. Þeir eru meistararnir. Þeir munu verða besta útgáfan af sjálfum sér. Þeir munu verða agressívir og þeir munu gera allt til að vinna. Ég efast ekki um það.“ „Þeir verða hungraðri í sigur en nokkru sinni fyrr og við þurfum að vera vel undirbúnir. Við þurfum að vera tilbúnir, ná upp okkar leik og hafa hugrekki til að vinna leikinn,“ segir Guardiola. Fylgst verður með hverju skrefi á Anfield í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira