Erlent

Óttast um afdrif 150 manns eftir að stórt jökulbrot hrundi úr Himalayafjöllum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði að fylgst sé grannt með ástandinu. Björgunarliðar eru á leiðinni á svæðið og mun flugher Indlands vera til taks.
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði að fylgst sé grannt með ástandinu. Björgunarliðar eru á leiðinni á svæðið og mun flugher Indlands vera til taks. TWITTER

Óttast er um afdrif allt að 150 manns í norðurhluta Indlands eftir að stórt jökulbrot hrundi úr jökli í Himalayafjöllum í morgun. 

Mikil flóð fylgdu í kjölfarið sem leiddi til þess að þorp voru rýmd. Vitni hafa lýst miklum hamförum þegar brotið hrundi sem leiddi til mikils flóðs niður árdal.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá að flóðið er töluvert.

Vitni tilkynnti um flóð sem féll á ógnarhraða niður í dalinn á ásamt miklum reyk.

„Við erum ekki með staðfesta tölu þeirra sem óttast er að hafi látist í flóðinu“ sagði Om Prakash, aðalritari Uttarakhand.

Fréttamaðurinn Shiv Aroor birtir myndband af svæðinu á Twitter.

„Þetta gerðist mjög hratt, það var enginn tími til að gera fólki viðvart,“ sagði Sanjay Singh Rana sem býr efst í þorpinu Raini.

Óttast er að þeir sem voru við vinnu nálægt flóðsvæðinu hafi farið með flóðinu.

„Við höfum ekki hugmynd um hve margra er saknað“ sagði Rana.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði að fylgst sé grannt með ástandinu. Björgunarliðar eru á leiðinni á svæðið og mun flugher Indlands vera til taks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×