Breytt bóluefni með betri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu verði til í haust Eiður Þór Árnason skrifar 7. febrúar 2021 19:32 Ísland hefur tryggt sér 230 þúsund skammta af Oxford-AstraZeneca bóluefninu sem fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Getty/Dan Kitwood Þróunarteymi Oxford-AstraZeneca bóluefnisins gegn Covid-19 væntir þess að ný gerð efnisins verði tilbúin í haust sem veiti betri vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Tíðindin koma í kjölfar fregna um að frumniðurstöður nýrrar rannsóknar bendi til að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veiti minni vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi og víðar reyna nú að hamla útbreiðslu afbrigðisins en áhyggjur eru uppi um að það sé meira smitandi en fyrri afbrigði og þoli betur þau bóluefni sem komin eru á markaðinn. Yfir hundrað tilfelli suður-afríska afbrigðisins hafa greinst í Bretlandi. Hið svokallaða breska afbrigði er þó enn ráðandi þar í landi en bóluefnið er sagt virka vel gegn því afbrigði veirunnar. Meðalaldur í rannsókninni 31 árs Sara Gilbert, yfirrannsakandi Oxford-teymisins, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að teymið væri að vinna að nýrri gerð bóluefnisins sem innihaldi broddpróteinið sem finnist á stökkbreytta afbrigðinu. „Það virðist mjög líklegt að nýja gerðin verði tilbúin til notkunar í haust,“ sagði Gilbert. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum rannsóknum og hefur hún ekki enn hlotið jafningjarýni. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. Frumniðurstaða rannsóknarinnar er að Oxford-AstraZeneca bóluefnið veiti einungis „lágmarksvernd“ gegn vægum sjúkdómsáhrifum suður-afríska afbrigðisins. Bóluefni Pfizer virkar vel gegn afbrigðinu Að sögn Oxford-háskóla var ekki unnt að meta vernd bóluefnisins gegn miðlungs- og alvarlegum áhrifum sjúkdómsins, sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum í ljósi þess að almennt sé minni áhætta á því að ungir og heilbrigðir einstaklingar veikist alvarlega. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til Íslands í gær. 1.200 skammtar bárust af efninu sem ættu að duga fyrir um 600 manns. Bóluefnið fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Greint var frá því í janúar að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virðist virka vel gegn bæði breska og suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina. Bólusetningar Bretland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Tíðindin koma í kjölfar fregna um að frumniðurstöður nýrrar rannsóknar bendi til að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veiti minni vernd gegn afbrigðinu sem fannst fyrst í Suður-Afríku. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi og víðar reyna nú að hamla útbreiðslu afbrigðisins en áhyggjur eru uppi um að það sé meira smitandi en fyrri afbrigði og þoli betur þau bóluefni sem komin eru á markaðinn. Yfir hundrað tilfelli suður-afríska afbrigðisins hafa greinst í Bretlandi. Hið svokallaða breska afbrigði er þó enn ráðandi þar í landi en bóluefnið er sagt virka vel gegn því afbrigði veirunnar. Meðalaldur í rannsókninni 31 árs Sara Gilbert, yfirrannsakandi Oxford-teymisins, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að teymið væri að vinna að nýrri gerð bóluefnisins sem innihaldi broddpróteinið sem finnist á stökkbreytta afbrigðinu. „Það virðist mjög líklegt að nýja gerðin verði tilbúin til notkunar í haust,“ sagði Gilbert. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum rannsóknum og hefur hún ekki enn hlotið jafningjarýni. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. Frumniðurstaða rannsóknarinnar er að Oxford-AstraZeneca bóluefnið veiti einungis „lágmarksvernd“ gegn vægum sjúkdómsáhrifum suður-afríska afbrigðisins. Bóluefni Pfizer virkar vel gegn afbrigðinu Að sögn Oxford-háskóla var ekki unnt að meta vernd bóluefnisins gegn miðlungs- og alvarlegum áhrifum sjúkdómsins, sjúkrahúsinnlögnum eða dauðsföllum í ljósi þess að almennt sé minni áhætta á því að ungir og heilbrigðir einstaklingar veikist alvarlega. Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til Íslands í gær. 1.200 skammtar bárust af efninu sem ættu að duga fyrir um 600 manns. Bóluefnið fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í lok janúar. Greint var frá því í janúar að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virðist virka vel gegn bæði breska og suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta virknina.
Bólusetningar Bretland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31
Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15
Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13