Guardiola í góðum málum með allt nema vítin: Ederson gæti tekið næsta víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 10:01 Ederson er spyrnumaður góður og segist sjálfur vera frábær vítaskytta. AP/Laurence Griffiths Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, getur ekki kvartað yfir miklu þessa dagana en City jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 4-1 stórsigri á Liverpool á Anfield í gær. Manchester City hefði getað komist yfir í fyrri hálfleiknum en Ilkay Gundogan skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Þetta var þriðja vítaklúðrið á móti Liverpool á síðustu árum. Manchester City skoraði fjögur mörk í seinni hálfleiknum og náði fimms stiga forskoti á Manchester United á toppi deildarinnar. City er nú tíu stigum á undan Liverpool og á að auki einn leik til góða á ríkjandi Englandsmeistara. Pep Guardiola claims goalkeeper Ederson may take Man City's next penaltyhttps://t.co/ftAsTK0eXR pic.twitter.com/83UQ3Iw8WL— Mirror Football (@MirrorFootball) February 7, 2021 Guardiola var spurður út í vítaspyrnurnar eftir leikinn en liðið er aðeins með fimmtíu prósent vítanýtingu á tímabilinu. „Þetta er vandamál hjá okkur. Það mikilvægasta er að við megum ekki klikka á þessum vítaspyrnum og þá skiptir engu máli hver vítaskyttan er,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. „Eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að hugsa um að láta Ederson taka víti. Hann gæti verið næsta vítaskyttan hjá okkur,“ sagði Guardiola. Ederson er eins og flestir vita markvörður Manchester City liðsins en hann er spyrnumaður góður og hefur sjálfur talað um það að hann sé besta vítaskyttan í City liðinu. Pep Guardiola on penalty woes:"Maybe I am going to think about Ederson taking it the next time." pic.twitter.com/576b9I8jju— Man City Report (@cityreport_) February 7, 2021 „Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Þrjú stig til viðbótar í safnið en ég var ánægður með hvernig liðið brást við því að klikka bæði á vítaspyrnu og að fá á sig mark. Það skipti öllu máli,“ sagði Guardiola „Þetta var mikilvægur sigur en við erum enn í febrúar. Auðvitað er fimm stiga forskot mikið núna og það ætti að fara lang með að tryggja okkur Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Það er líka stórkostlegt að ná að vinna tíu leiki í röð,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Manchester City hefði getað komist yfir í fyrri hálfleiknum en Ilkay Gundogan skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Þetta var þriðja vítaklúðrið á móti Liverpool á síðustu árum. Manchester City skoraði fjögur mörk í seinni hálfleiknum og náði fimms stiga forskoti á Manchester United á toppi deildarinnar. City er nú tíu stigum á undan Liverpool og á að auki einn leik til góða á ríkjandi Englandsmeistara. Pep Guardiola claims goalkeeper Ederson may take Man City's next penaltyhttps://t.co/ftAsTK0eXR pic.twitter.com/83UQ3Iw8WL— Mirror Football (@MirrorFootball) February 7, 2021 Guardiola var spurður út í vítaspyrnurnar eftir leikinn en liðið er aðeins með fimmtíu prósent vítanýtingu á tímabilinu. „Þetta er vandamál hjá okkur. Það mikilvægasta er að við megum ekki klikka á þessum vítaspyrnum og þá skiptir engu máli hver vítaskyttan er,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. „Eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að hugsa um að láta Ederson taka víti. Hann gæti verið næsta vítaskyttan hjá okkur,“ sagði Guardiola. Ederson er eins og flestir vita markvörður Manchester City liðsins en hann er spyrnumaður góður og hefur sjálfur talað um það að hann sé besta vítaskyttan í City liðinu. Pep Guardiola on penalty woes:"Maybe I am going to think about Ederson taking it the next time." pic.twitter.com/576b9I8jju— Man City Report (@cityreport_) February 7, 2021 „Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Þrjú stig til viðbótar í safnið en ég var ánægður með hvernig liðið brást við því að klikka bæði á vítaspyrnu og að fá á sig mark. Það skipti öllu máli,“ sagði Guardiola „Þetta var mikilvægur sigur en við erum enn í febrúar. Auðvitað er fimm stiga forskot mikið núna og það ætti að fara lang með að tryggja okkur Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Það er líka stórkostlegt að ná að vinna tíu leiki í röð,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira