Musk býður 100 milljónir dala fyrir lausn á mengunarvandanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 13:57 Elon Musk ætlar að gefa keppninni 100 milljónir dala sem verða notaðir sem verðlaunafé og styrkir. AP/Hannibal Hanschke Auðjöfurinn Elon Musk býður hundrað milljónir dala, eða um 12,9 milljarða króna, sem verðlaunafé í alþjóðlegri keppni sem leitast eftir því að finna leiðir til þess að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. Musk, sem er stofnandi SpaceX, tilkynnti fyrst um verðlaunaféð á Twitter í janúar og greindi frá því að frekari upplýsingar um keppnina yrðu kynntar seinna á árinu. Keppendur eiga að hanna og framleiða kerfi sem draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmslofti jarðar og segir Musk að keppnin snúist ekki um neinar kenningar. Keppendur eigi að hanna kerfi sem hafi raunveruleg áhrif. Reglur keppninnar, sem haldin er af XPrize, verða tilkynntar 22. apríl næstkomandi og mun keppnin vara í fjögur ár, til ársins 2025. Þegar átján mánuðir eru liðnir af keppninni verða 15 bestu keppendurnir fá einnar milljónar dala styrk og 25 200 þúsund dala skólastyrkir verða úthlutaðir stúdentum sem taka þátt í keppninni. Sigurvegari keppninnar mun fá 50 milljóna dala verðlaunafé, sá sem lendir í öðru sæti fær 20 milljónir dala og sá í þriðja fær 10 milljónir dala. Til þess að sigra keppnina verða keppendur að búa til og kynna lausn sem dregur úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu eða hafinu og gera það á umhverfisvænan hátt. Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Musk, sem er stofnandi SpaceX, tilkynnti fyrst um verðlaunaféð á Twitter í janúar og greindi frá því að frekari upplýsingar um keppnina yrðu kynntar seinna á árinu. Keppendur eiga að hanna og framleiða kerfi sem draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmslofti jarðar og segir Musk að keppnin snúist ekki um neinar kenningar. Keppendur eigi að hanna kerfi sem hafi raunveruleg áhrif. Reglur keppninnar, sem haldin er af XPrize, verða tilkynntar 22. apríl næstkomandi og mun keppnin vara í fjögur ár, til ársins 2025. Þegar átján mánuðir eru liðnir af keppninni verða 15 bestu keppendurnir fá einnar milljónar dala styrk og 25 200 þúsund dala skólastyrkir verða úthlutaðir stúdentum sem taka þátt í keppninni. Sigurvegari keppninnar mun fá 50 milljóna dala verðlaunafé, sá sem lendir í öðru sæti fær 20 milljónir dala og sá í þriðja fær 10 milljónir dala. Til þess að sigra keppnina verða keppendur að búa til og kynna lausn sem dregur úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu eða hafinu og gera það á umhverfisvænan hátt.
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira