Íslenskum landsliðsmanni hent út úr hóp eftir ósætti á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 08:00 Mikael Neville Anderson og Sory Kaba sjást hér í leik FC Midtjylland og Liverpool í Meistaradeildinni. Mikael Neville kvartar við dómara leiksins. EPA-EFE/Bo Amstrup Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson missti af mikilvægum leik FC Midtjylland í toppbaráttu dönsku deildarinnar í gærkvöldi. Það voru þó ekki meiðsli sem héldu honum frá leiknum. Ekstabladet segir frá því að Mikael Neville Anderson og Sory Kaba hafi ekki verið í leikmannahópi Midtjylland á móti Randers eftir að hafa lent saman á æfingu liðsins. Ekki kemur fram ástæðurnar fyrir ósættum leikmannanna en málið var þó það alvarlegt að Brian Priske þjálfari ákvað að velja hvorugan þeirra í leikmannahópinn fyrir mikilvægan leik á móti Randers. Báðir hjálpuðu þeir Mikael Neville og Sory Midtjylland liðinu að vinna danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Mikael Neville hefur spilað mun meira með Midtjylland en Sory Kaba. Kaba lenti í því að smitast af kórónuveirunni yfir jólahátíðina og hafði því misst talsvert úr að undanförnu. Det knirker i fc Midtjylland... to spillere losset ud af truppen mod Randers fc efter ballade til træning #sldkhttps://t.co/AohLRaKcvP— Klaus Egelund (@klausegelund) February 8, 2021 Mikael hafði komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Midtjylland liðsins eftir vetrarfríið en liðið tapaði þá á móti SönderjyskE. Midtjylland vann hins vegar 2-1 sigur á Randers í gærkvöldi. „Ég vil ekki segja neitt meira um þetta annað en að þeir eru ekki með í kvöld. Lengra fer ég ekki. Við veljum það byrjunarlið og þann hóp sem við teljum að geti unnið leikinn. Öll svona mál eru afgreidd innanhúss. Við erum með sterkan og heilbrigðan hóp hvað varðar sigurhugarfar og keppnisskap. Þannig náum við árangri,“ sagði Brian Priske, þjálfari FC Midtjylland um málið í gærkvöldi. Mikael Neville Anderson er 22 ára gamall og hefur verið hjá Midtjylland síðan að hann var átján ára. Hann fór á láni til bæði Vendsyssel og Excelsior áður en hann fékk alvöru tækifæri með aðalliði Midtjylland. Mikael spilaði bæði fyrir íslensk og dönsk unglingalandslið en valdi síðan Ísland. Hann hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands og lagði upp mark í sigri á Moldóvu í síðustu undankeppni. Sory Kaba er þremur árum eldri en Mikael og kemur frá Gíneu í Afríku. Kaba er framherji og hefur skorað 3 mörk í 14 landsleikjum fyrir Gíneu. Hann hefur verið leikmaður Midtjylland frá 2019. Danski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira
Ekstabladet segir frá því að Mikael Neville Anderson og Sory Kaba hafi ekki verið í leikmannahópi Midtjylland á móti Randers eftir að hafa lent saman á æfingu liðsins. Ekki kemur fram ástæðurnar fyrir ósættum leikmannanna en málið var þó það alvarlegt að Brian Priske þjálfari ákvað að velja hvorugan þeirra í leikmannahópinn fyrir mikilvægan leik á móti Randers. Báðir hjálpuðu þeir Mikael Neville og Sory Midtjylland liðinu að vinna danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Mikael Neville hefur spilað mun meira með Midtjylland en Sory Kaba. Kaba lenti í því að smitast af kórónuveirunni yfir jólahátíðina og hafði því misst talsvert úr að undanförnu. Det knirker i fc Midtjylland... to spillere losset ud af truppen mod Randers fc efter ballade til træning #sldkhttps://t.co/AohLRaKcvP— Klaus Egelund (@klausegelund) February 8, 2021 Mikael hafði komið inn á sem varamaður í fyrsta leik Midtjylland liðsins eftir vetrarfríið en liðið tapaði þá á móti SönderjyskE. Midtjylland vann hins vegar 2-1 sigur á Randers í gærkvöldi. „Ég vil ekki segja neitt meira um þetta annað en að þeir eru ekki með í kvöld. Lengra fer ég ekki. Við veljum það byrjunarlið og þann hóp sem við teljum að geti unnið leikinn. Öll svona mál eru afgreidd innanhúss. Við erum með sterkan og heilbrigðan hóp hvað varðar sigurhugarfar og keppnisskap. Þannig náum við árangri,“ sagði Brian Priske, þjálfari FC Midtjylland um málið í gærkvöldi. Mikael Neville Anderson er 22 ára gamall og hefur verið hjá Midtjylland síðan að hann var átján ára. Hann fór á láni til bæði Vendsyssel og Excelsior áður en hann fékk alvöru tækifæri með aðalliði Midtjylland. Mikael spilaði bæði fyrir íslensk og dönsk unglingalandslið en valdi síðan Ísland. Hann hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Íslands og lagði upp mark í sigri á Moldóvu í síðustu undankeppni. Sory Kaba er þremur árum eldri en Mikael og kemur frá Gíneu í Afríku. Kaba er framherji og hefur skorað 3 mörk í 14 landsleikjum fyrir Gíneu. Hann hefur verið leikmaður Midtjylland frá 2019.
Danski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira