Brighton og Sheff. United hafa „eytt“ meira en Liverpool í síðustu tíu gluggum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 09:00 Raheem Sterling var í aðalhlutverki þegar Manchester City gerði endanlega út um titilvörn Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. EPA-EFE/Tim Keeton Manchester City hefur eytt langmestu allra félaga í Evrópu þegar nettóeyðsla síðustu tíu félagsskiptaglugga er skoðuð. Liverpool er 22 sætum neðar á listanum. Manchester City vann yfirburðasigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í þeim leik var greinilega himinn og haf á milli þessara tveggja liða. Jürgen Klopp hefur ekki getað brugðist við meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili og það lítur út fyrir að breiddin hjá ensku meisturunum sé ekki mjög mikil. Liverpool var án manna eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez og Diogo Jota í leiknum en Manchester City var líka án stórstjarna sinna Kevin De Bruyne og Sergio Aguero. Heilt yfir þá hefur Manchester City ráðið miklu betur við fjarveru leikmanna og Pep Guardiola hefur tekist að halda sínu liði fersku á meðan að lærisveinar Jürgen Klopp líta út fyrir að vera alveg búnir á því. 1. Man City ( 631m) 4. PSG ( 455m) 14. Juventus ( 249m) 22. Leicester City ( 134m) Liverpool have a net spend less than Aston Villa, Brighton, Fulham and Sheffield United Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 8. febrúar 2021 CIES Football Observatory hefur nú tekið saman nettóeyðslu fótboltafélaganna í Evrópu í síðustu tíu félagsskiptagluggum og þar má einnig sjá gríðarlega mikinn mun á eyðslu Manchester City og Liverpool á þessum tíma. Manchester City er eina liðið í Evrópu sem hefur eytt meiru en einum milljarði evra í nýja leikmenn frá því sumarið 2016 en nettóeyðsla enska félagsins síðan þá er 631 milljón evra. City hefur þannig eytt 631 milljón evrum meira í nýkeypta leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn. Manchester United er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og liðið er einnig í öðru sæti á þessum lista með nettóeyðslu upp á 586 milljónir evra. Barcelona, Paris Saint-Germain og Internazionale frá Milan eru hin félögin á topp fimm. Það þarf að fara ansi langt niður listann til að finna Liverpool. Félagið er ekki inn á topp tíu og ekki einu sinni inn á topp tuttugu. Most net transfer spending over last transfer windows for big-5 league teams @ManCity ahead @ManUtd & heavily indepted @FCBarcelona Six teams & 2 from in the top 10 (@Inter & @acmilan); full data in last @CIES_Football Weekly Post https://t.co/1Qz0DJ9yfE pic.twitter.com/bD3GdxH9Zh— CIES Football Obs (@CIES_Football) February 8, 2021 Það þarf að fara alla leið niður í 23. sæti til að finna Liverpool á listanum en félagið er með nettóeyðslu upp á 129 milljónir evra. Liverpool hefur eytt 603 milljónum evra í nýja leikmenn en jafnframt selt leikmenn fyrir 474 milljónir evra. Meðal félaga sem eru fyrir ofan Liverpool eru félög eins og Brighton (11. sæti), Wolves (13. sæti), Fulham (15. sæti) and West Ham (17. sæti), Sheffield United (21. sæti) og Leicester (22. sæti). Það er því kannski ekkert skrýtið að Jürgen Klopp sé orðinn pirraður á því að fá ekki pening fyrir nýja leikmenn til að halda Liverpool á toppnum. Nú gæti liðið lent í vandræðum með að enda meðal fjögurra efstu liðanna og því gæti Meistaradeildarsætið verið í hættu. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Manchester City vann yfirburðasigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í þeim leik var greinilega himinn og haf á milli þessara tveggja liða. Jürgen Klopp hefur ekki getað brugðist við meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili og það lítur út fyrir að breiddin hjá ensku meisturunum sé ekki mjög mikil. Liverpool var án manna eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez og Diogo Jota í leiknum en Manchester City var líka án stórstjarna sinna Kevin De Bruyne og Sergio Aguero. Heilt yfir þá hefur Manchester City ráðið miklu betur við fjarveru leikmanna og Pep Guardiola hefur tekist að halda sínu liði fersku á meðan að lærisveinar Jürgen Klopp líta út fyrir að vera alveg búnir á því. 1. Man City ( 631m) 4. PSG ( 455m) 14. Juventus ( 249m) 22. Leicester City ( 134m) Liverpool have a net spend less than Aston Villa, Brighton, Fulham and Sheffield United Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 8. febrúar 2021 CIES Football Observatory hefur nú tekið saman nettóeyðslu fótboltafélaganna í Evrópu í síðustu tíu félagsskiptagluggum og þar má einnig sjá gríðarlega mikinn mun á eyðslu Manchester City og Liverpool á þessum tíma. Manchester City er eina liðið í Evrópu sem hefur eytt meiru en einum milljarði evra í nýja leikmenn frá því sumarið 2016 en nettóeyðsla enska félagsins síðan þá er 631 milljón evra. City hefur þannig eytt 631 milljón evrum meira í nýkeypta leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn. Manchester United er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og liðið er einnig í öðru sæti á þessum lista með nettóeyðslu upp á 586 milljónir evra. Barcelona, Paris Saint-Germain og Internazionale frá Milan eru hin félögin á topp fimm. Það þarf að fara ansi langt niður listann til að finna Liverpool. Félagið er ekki inn á topp tíu og ekki einu sinni inn á topp tuttugu. Most net transfer spending over last transfer windows for big-5 league teams @ManCity ahead @ManUtd & heavily indepted @FCBarcelona Six teams & 2 from in the top 10 (@Inter & @acmilan); full data in last @CIES_Football Weekly Post https://t.co/1Qz0DJ9yfE pic.twitter.com/bD3GdxH9Zh— CIES Football Obs (@CIES_Football) February 8, 2021 Það þarf að fara alla leið niður í 23. sæti til að finna Liverpool á listanum en félagið er með nettóeyðslu upp á 129 milljónir evra. Liverpool hefur eytt 603 milljónum evra í nýja leikmenn en jafnframt selt leikmenn fyrir 474 milljónir evra. Meðal félaga sem eru fyrir ofan Liverpool eru félög eins og Brighton (11. sæti), Wolves (13. sæti), Fulham (15. sæti) and West Ham (17. sæti), Sheffield United (21. sæti) og Leicester (22. sæti). Það er því kannski ekkert skrýtið að Jürgen Klopp sé orðinn pirraður á því að fá ekki pening fyrir nýja leikmenn til að halda Liverpool á toppnum. Nú gæti liðið lent í vandræðum með að enda meðal fjögurra efstu liðanna og því gæti Meistaradeildarsætið verið í hættu.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira