Aðferðir til að bregðast við eða fyrirbyggja ofbeldi á neti Þóra Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 10:01 Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“. Það er því miður ekki nýr sannleikur að börn séu áreitt eða verði fyrir ofbeldi á netinu. Börn sem lenda í slíku upplifa varnarleysi og foreldrar þeirra örvæntingu og ótta við skelfilegar afleiðingar þess, sem er skiljanlegt og ekki að ástæðulausu. En hvað er til ráða? Helst af öllu vilja Barnaheill og væntanlega allir, að komið sé í veg fyrir að börn verði fyrir því að nektarmynd af þeim fari á netið og sé dreift eða að þau verði fyrir annars konar áreiti eða ofbeldi á netinu. Vitanlega er engin töfralausn í boði frekar en við úrlausn annarra flókinna viðfangsefna. En það sem hægt er að gera þegar og ef myndefni sem sýnir ofbeldi gegn börnum fer á netið, svo sem ef nektarmynd af barni hefur farið í dreifingu, er að tilkynna það til Ábendingalínu Barnaheilla. Inni á vefsíðu Barnaheilla, er strokleður efst í hægra horninu. Með því að ýta á það opnast tilkynningarsíða sem er aldursskipt og hentar bæði börnum og fullorðnum. Tilkynningar er hægt að senda nafnlaust ef viðkomandi treystir sér ekki til að koma fram undir nafni. Það er þó alltaf betra að veita meiri upplýsingar en minni um það sem tilkynnt er um. Þannig aukast líkur á að hægt sé að finna ofbeldisefnið, hvort sem er í myndmáli eða texta, og mögulega láta fjarlægja af netinu. Til að draga úr líkum á því að barn verði fyrir ofbeldi eða áreiti á netinu er gott að hjálpa því og styðja í að öðlast færni í að segja frá vanlíðan og slæmri reynslu. Barnaheill hvetja foreldra til að bjóða börnum sínum reglulega til samtals um netöryggi og góð samskipti á netinu. Forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum, á neti sem annars staðar, er samstarfsverkefni margra, en fyrst og fremst foreldra og skóla. Það er gott að gefa sér góðan tíma til að skapa rými fyrir samverustundir þar sem börn finna tækifæri til að tala um það sem á þeim brennur. Foreldrar nefna það stundum í samtölum við Barnaheill að þeim reynist erfitt að fá börnin sín til að tala og segja sér frá lífi sínu. Við hjá Barnaheillum hvetjum foreldra til að sýna forvitni, spyrja opinna og hvetjandi spurninga og hlusta vel á svör barna sinna. Það er ágæt aðferð að spyrja spurninga sem byrja á „hv..“, eins og „hvernig gengur hjá ykkur vinunum/vinkonunum?“, „hvaða leiki ertu að spila þessa dagana?“, „hverja ertu að spjalla við á netinu?“, „hvaða góðu hlutir hafa gerst í dag?, „hvaða erfiðu eða óþægilegir hlutir hafa gerst í dag?“ og álíka spurningar. Gott er að sýna virkan og styðjandi áhuga, hlusta og gera ekki væntingar um tiltekið svar eða ákveðnar upplýsingar, að sýna helst ekki vonbrigði eða gefa þau skilaboð að börnin hafi sagt eitthvað rangt. Vera frekar styðjandi og reiðubúið að aðstoða þau að tjá það sem þau langar að segja frá. Að skapa traust og hefð fyrir samtali í frjálsu flæði, hlusta og gefa tíma og rými fyrir barnið til að trúa foreldrum fyrir því sem skiptir það máli. Þannig aukast líkurnar á að barnið leiti til sinna nánustu þegar eitthvað erfitt kemur fyrir það. Það er alvarlegt mál og ólöglegt að deila nektarmyndum af barni eða öðru ofbeldisefni sem varðar barn á netið, hvort sem maður finnur þær eða fær sendar. Stöndum saman og vinnum gegn útbreiðslu ofbeldis gegn börnum á netinu. Ekki deila áfram. Tilkynntu til Ábendingalínu Barnaheilla. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“. Það er því miður ekki nýr sannleikur að börn séu áreitt eða verði fyrir ofbeldi á netinu. Börn sem lenda í slíku upplifa varnarleysi og foreldrar þeirra örvæntingu og ótta við skelfilegar afleiðingar þess, sem er skiljanlegt og ekki að ástæðulausu. En hvað er til ráða? Helst af öllu vilja Barnaheill og væntanlega allir, að komið sé í veg fyrir að börn verði fyrir því að nektarmynd af þeim fari á netið og sé dreift eða að þau verði fyrir annars konar áreiti eða ofbeldi á netinu. Vitanlega er engin töfralausn í boði frekar en við úrlausn annarra flókinna viðfangsefna. En það sem hægt er að gera þegar og ef myndefni sem sýnir ofbeldi gegn börnum fer á netið, svo sem ef nektarmynd af barni hefur farið í dreifingu, er að tilkynna það til Ábendingalínu Barnaheilla. Inni á vefsíðu Barnaheilla, er strokleður efst í hægra horninu. Með því að ýta á það opnast tilkynningarsíða sem er aldursskipt og hentar bæði börnum og fullorðnum. Tilkynningar er hægt að senda nafnlaust ef viðkomandi treystir sér ekki til að koma fram undir nafni. Það er þó alltaf betra að veita meiri upplýsingar en minni um það sem tilkynnt er um. Þannig aukast líkur á að hægt sé að finna ofbeldisefnið, hvort sem er í myndmáli eða texta, og mögulega láta fjarlægja af netinu. Til að draga úr líkum á því að barn verði fyrir ofbeldi eða áreiti á netinu er gott að hjálpa því og styðja í að öðlast færni í að segja frá vanlíðan og slæmri reynslu. Barnaheill hvetja foreldra til að bjóða börnum sínum reglulega til samtals um netöryggi og góð samskipti á netinu. Forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum, á neti sem annars staðar, er samstarfsverkefni margra, en fyrst og fremst foreldra og skóla. Það er gott að gefa sér góðan tíma til að skapa rými fyrir samverustundir þar sem börn finna tækifæri til að tala um það sem á þeim brennur. Foreldrar nefna það stundum í samtölum við Barnaheill að þeim reynist erfitt að fá börnin sín til að tala og segja sér frá lífi sínu. Við hjá Barnaheillum hvetjum foreldra til að sýna forvitni, spyrja opinna og hvetjandi spurninga og hlusta vel á svör barna sinna. Það er ágæt aðferð að spyrja spurninga sem byrja á „hv..“, eins og „hvernig gengur hjá ykkur vinunum/vinkonunum?“, „hvaða leiki ertu að spila þessa dagana?“, „hverja ertu að spjalla við á netinu?“, „hvaða góðu hlutir hafa gerst í dag?, „hvaða erfiðu eða óþægilegir hlutir hafa gerst í dag?“ og álíka spurningar. Gott er að sýna virkan og styðjandi áhuga, hlusta og gera ekki væntingar um tiltekið svar eða ákveðnar upplýsingar, að sýna helst ekki vonbrigði eða gefa þau skilaboð að börnin hafi sagt eitthvað rangt. Vera frekar styðjandi og reiðubúið að aðstoða þau að tjá það sem þau langar að segja frá. Að skapa traust og hefð fyrir samtali í frjálsu flæði, hlusta og gefa tíma og rými fyrir barnið til að trúa foreldrum fyrir því sem skiptir það máli. Þannig aukast líkurnar á að barnið leiti til sinna nánustu þegar eitthvað erfitt kemur fyrir það. Það er alvarlegt mál og ólöglegt að deila nektarmyndum af barni eða öðru ofbeldisefni sem varðar barn á netið, hvort sem maður finnur þær eða fær sendar. Stöndum saman og vinnum gegn útbreiðslu ofbeldis gegn börnum á netinu. Ekki deila áfram. Tilkynntu til Ábendingalínu Barnaheilla. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar