Klúður Se og Hør: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2021 12:31 Fréttin á vef Se og Hør í dag þar sem mistökin eru viðurkennd. Skjáskot af vef Se og Hör Slúðurtímaritið Se og Hør gerði alvarleg mistök í umfjöllun sinni um morðið á Freyju Egilsdóttur Mogensen. Blaðið birti mynd af manni, óskýra þó, og fullyrti að um væri að ræða morðingja Freyju. Dóttir mannsins staðfestir við Lokalavisen í Árósum að maðurinn á myndinni sé faðir hennar, alls ekki Flemming Mogensen, barnsfaðir og morðingi Freyju. Lokalavisen segir í umfjöllun sinni að karlmaðurinn sé raunar ekkert líkur morðingjanum. Þá hafi heimildarmenn á Íslandi og fjölskyldumeðlimir mannsins, sem myndin var birt af, staðfest þetta. „Þetta er ekki gott. Þetta er faðir minn,“ segir dóttir mannsins við Lokalavisen. Fjölskyldan, sem er í áfalli vegna morðsins á Freyju, vill ekki tjá sig frekar um málið sem stendur. Dísa María Egilsdóttir, systir Freyju, segir að fjölskyldan muni leita réttar síns með lögfræðingum. Það hefur Vísir sömuleiðis fengið staðfest. Undir frétt Se og Hør, þar sem sjá mátti manninn einan á útipalli með gasgrill í bakgrunni stóð: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“. Sagðist hafa ferðast með fjölskyldunni til Íslands Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar barst á dögunum tölvupóstur frá karlmanni sem sagðist vera vel kunnugur fjölskyldu Freyju. Hann hefði ferðast með fjölskyldunni til Íslands og ætti myndir sem hann bauð til sölu ásamt viðtali. Lokalavisen segir frá svipuðu tilboði sem hafi borist dönskum miðlum, þeirra á meðal Lokalavisen. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu hvort um sama mann er að ræða og seldi Se og Hør myndirnar. Fyrirsögn greinar Se og Hør var „Vinur afhjúpar ógnvekjandi smáatriði um samband Freyju og eiginmannsins fyrrverandi“. Þar voru ýmsir hlutir hafðir eftir ónafngreindum vini fjölskyldunnar sem sagðist hafa ferðast oft með fjölskyldunni til Íslands. Fullyrti hann við Se og Hør að Freyja hefði fundið verulega óeðlilega hluti á tölvu morðingjans. Þetta hefur ekki verið staðfest í öðrum miðlum og lögreglan í Danmörku hefur ekki upplýst um einstaka þætti rannsóknarinnar á morðinu. Fjarlægðu greinina af vef blaðsins Ritstjóri Se og Hør í Danmörku segir að maðurinn sem seldi blaðinu ljósmyndina hafi, annaðhvort fyrir mistök eða viljandi, sent nokkrar rangar myndir. Neils Pinborg, aðalritstjóri Se og Hør, segir hrikalegt að hugsa til þess að karlmaður á Íslandi hafi borið kennsli á sig á myndinni en átt hafði verið við myndina þannig að andlitið var óskýrt. Hann hvetur viðkomandi til að hringja í sig til að geta komist til botns í málinu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Se og Hør en í nýrri grein á vef blaðsins viðurkennir blaðið að hafa gert mistök. Pinborg vill ekki staðfesta að maðurinn sem fullyrti ýmislegt um samband Freyju og Flemmings í blaðinu hafi einnig selt blaðinu myndirnar, sem ranglega var fullyrt að væru af morðingja Freyju. Fréttastofa hafði samband við fjölskyldumeðlimi Freyju sem vildu að svo stöddu ekki ræða málið. Morð í Malling Danmörk Fjölmiðlar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Lokalavisen segir í umfjöllun sinni að karlmaðurinn sé raunar ekkert líkur morðingjanum. Þá hafi heimildarmenn á Íslandi og fjölskyldumeðlimir mannsins, sem myndin var birt af, staðfest þetta. „Þetta er ekki gott. Þetta er faðir minn,“ segir dóttir mannsins við Lokalavisen. Fjölskyldan, sem er í áfalli vegna morðsins á Freyju, vill ekki tjá sig frekar um málið sem stendur. Dísa María Egilsdóttir, systir Freyju, segir að fjölskyldan muni leita réttar síns með lögfræðingum. Það hefur Vísir sömuleiðis fengið staðfest. Undir frétt Se og Hør, þar sem sjá mátti manninn einan á útipalli með gasgrill í bakgrunni stóð: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“. Sagðist hafa ferðast með fjölskyldunni til Íslands Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar barst á dögunum tölvupóstur frá karlmanni sem sagðist vera vel kunnugur fjölskyldu Freyju. Hann hefði ferðast með fjölskyldunni til Íslands og ætti myndir sem hann bauð til sölu ásamt viðtali. Lokalavisen segir frá svipuðu tilboði sem hafi borist dönskum miðlum, þeirra á meðal Lokalavisen. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu hvort um sama mann er að ræða og seldi Se og Hør myndirnar. Fyrirsögn greinar Se og Hør var „Vinur afhjúpar ógnvekjandi smáatriði um samband Freyju og eiginmannsins fyrrverandi“. Þar voru ýmsir hlutir hafðir eftir ónafngreindum vini fjölskyldunnar sem sagðist hafa ferðast oft með fjölskyldunni til Íslands. Fullyrti hann við Se og Hør að Freyja hefði fundið verulega óeðlilega hluti á tölvu morðingjans. Þetta hefur ekki verið staðfest í öðrum miðlum og lögreglan í Danmörku hefur ekki upplýst um einstaka þætti rannsóknarinnar á morðinu. Fjarlægðu greinina af vef blaðsins Ritstjóri Se og Hør í Danmörku segir að maðurinn sem seldi blaðinu ljósmyndina hafi, annaðhvort fyrir mistök eða viljandi, sent nokkrar rangar myndir. Neils Pinborg, aðalritstjóri Se og Hør, segir hrikalegt að hugsa til þess að karlmaður á Íslandi hafi borið kennsli á sig á myndinni en átt hafði verið við myndina þannig að andlitið var óskýrt. Hann hvetur viðkomandi til að hringja í sig til að geta komist til botns í málinu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Se og Hør en í nýrri grein á vef blaðsins viðurkennir blaðið að hafa gert mistök. Pinborg vill ekki staðfesta að maðurinn sem fullyrti ýmislegt um samband Freyju og Flemmings í blaðinu hafi einnig selt blaðinu myndirnar, sem ranglega var fullyrt að væru af morðingja Freyju. Fréttastofa hafði samband við fjölskyldumeðlimi Freyju sem vildu að svo stöddu ekki ræða málið.
Morð í Malling Danmörk Fjölmiðlar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira