Jón Baldvin vill fá 2,5 milljónir frá Sigmari Guðmundssyni Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2021 14:11 Mál Jóns Baldvins, á hendur þeim Aldísi Schram og Sigmari Guðmundssyni verður tekið fyrir í héraði á morgun. Jón Baldvin krefst þess að 14 ummæli sem féllu í og í tengslum við viðtal Sigmars við Aldísi verði gerð dauð og ómerk. Á morgun verður tekið fyrir í héraði mál Jóns Baldvins Hannibalssonar á hendur þeim Sigmari Guðmundssyni og Aldísi Schram dóttur hans. Aðalmeðferð í málinu fer fram við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jón Baldvin, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, höfðar mál á hendur þeim Sigmari og Aldísi auk Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra til „ómerkingar á ærumeiðandi ummælum í Morgunútvarpi Rásar 2, 17. janúar 2019 og á facebooksvæði stefndu, Aldísar, 5. febrúar 2019,“ segir í stefnu sem Vísir hefur undir höndum. Í miskabótarkröfu er farið fram á að Sigmar verði dæmdur til að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð 2,5 milljónir króna með vöxtum. Hins vegar fer Jón Baldvin ekki fram á að Aldísi verði gert að greiða miskabætur. Ummælin sem Jón Baldvin vill dauð og ómerk Jón Baldvin krefst þess að 14 ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Sem eru eftirfarandi eins og þau liggja fyrir í stefnunni: 1. … hann fær mig undir fölsku yfirskini til að heimsækja afa minn … mér var haldið inni þarna í mánuð sem sagt ólöglega.“ 2. … já Fimm sinnum á næstu 10 árum kastast í kekki milli mín og Jóns Baldvins Hannibalssonar og því lyktaði ávalt með því að (sic) sigaði á mig lögreglu sem handtók mig, hann var náttúrlega utanríkisráðherra … 3. Hann gat bara þaðan í frá, þáverandi utanríkisráðherra og síðar sendiherra, virðist vera að hringja bara í lögreglu og þá var ég þar með handtekin, umsvifalaust í járnum, farið með mig upp á geðdeild … 4. … hann er þá líka að misnota lítil börn. 5. … ég neita að skilja þau eftir í umsjón karls sem káfar á litlum stúlkubörnum. 6. Og sem sagt 10 mínútum eftir að ég kæri Jón Baldvin þá hringir dyrabjallan. Þar ruddust þarna inn tveir lögreglumenn ef ekki þrír og ég, þegar ég sé það þá reyni ég að loka en auðvitað tókst mér það ekki, þeir ryðjast þá þar með inn og þeir svara mér engu, ryðjast inn í stofu þar sem dóttir mín 5 ára gömul er að lesa og þegar barnið er tekið frá mér þá verð ég æf. 7. … það er faðir minn sem stendur fyrir því að hér eigi að loka mig inni. 8. Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn. 9. … nauðungarvistun án dóms og laga er þá ólögmæt frelsissvipting… Facebook, 5. febrúar 2019, höfundur stefnda Aldís. 10. … og sigra hann og hans barnaníðingabandalag. Morgunútvarp, Rás 2, 17. janúar 2019, höfundur og flytjandi stefndi Sigmar, til vara stefnda Aldís. 11. … að Jón Baldvin hafi notað aðstöðu sína sem sendiherra til að láta nauðungarvista hana á geðdeild. 12. Sá fundur Aldísar og Jóns Baldvins segir hana hafa reynst sér örlagaríkur og orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauðungarvistuð á geðdeild. 13. … að Jón Baldvin hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld og geðdeild með það fyrir augum að fá hana nauðungarvistaða í enn eitt skiptið. 14. Þar segir hún einnig að Jón Baldvin hafi framið sifjaspell þegar hún var fullorðin kona. Sigmar sagður hafa brotið gegn siðareglum Í stefnu segir að Sigmar beri ábyrgð á þeim ummælum sem tölusett eru 11-14 og flutti þau í Morgunútvarpi Rásar 2. Þess er getið að réttargæslustefndi RÚV beri ábyrgð á greiðslu fésekta og því er RÚV stefnt einnig svo stofnunin megi gæta hagsmuna sinna í málinu. Þá er jafnframt gerð krafa um að dómur sé birtur í Morgunútvarpi Rásar 2 að viðlögðum dagsektum sem nema daglega 50 þúsund krónum. Þá kemur einnig fram að Aldísi hafi gefist kostur á að ljúka málinu með afsökunarbeiðni og því að draga ummælin til baka og viðurkenna að þau væru röng. Auk þess að greiða miskabætur en því hafi ekki verið ansað. Skýrt er tekið fram í stefnu og undirstrikað að með ummælunum sé verið að væna Jón Baldvin um alvarlega refisverða háttsemi, siðferðilega ámælisverða en þau séu ósönnuð með öllu. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin byggir meðal annars á því að Sigmar hafi brotið gegn siðareglum blaðamanna, einkum 3. og 4. grein sem og 6. og 7. grein starfsreglna RÚV frá 1. júní 2016. Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sigmundur Ernir mátti ræða við Bryndísi Schram um viðkvæmt efni bókar hennar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir engar siðareglur brotnar vegna viðtals Sigmundar Ernis við Bryndísi. 3. febrúar 2021 12:34 Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. 22. janúar 2021 16:01 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Jón Baldvin, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, höfðar mál á hendur þeim Sigmari og Aldísi auk Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra til „ómerkingar á ærumeiðandi ummælum í Morgunútvarpi Rásar 2, 17. janúar 2019 og á facebooksvæði stefndu, Aldísar, 5. febrúar 2019,“ segir í stefnu sem Vísir hefur undir höndum. Í miskabótarkröfu er farið fram á að Sigmar verði dæmdur til að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð 2,5 milljónir króna með vöxtum. Hins vegar fer Jón Baldvin ekki fram á að Aldísi verði gert að greiða miskabætur. Ummælin sem Jón Baldvin vill dauð og ómerk Jón Baldvin krefst þess að 14 ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Sem eru eftirfarandi eins og þau liggja fyrir í stefnunni: 1. … hann fær mig undir fölsku yfirskini til að heimsækja afa minn … mér var haldið inni þarna í mánuð sem sagt ólöglega.“ 2. … já Fimm sinnum á næstu 10 árum kastast í kekki milli mín og Jóns Baldvins Hannibalssonar og því lyktaði ávalt með því að (sic) sigaði á mig lögreglu sem handtók mig, hann var náttúrlega utanríkisráðherra … 3. Hann gat bara þaðan í frá, þáverandi utanríkisráðherra og síðar sendiherra, virðist vera að hringja bara í lögreglu og þá var ég þar með handtekin, umsvifalaust í járnum, farið með mig upp á geðdeild … 4. … hann er þá líka að misnota lítil börn. 5. … ég neita að skilja þau eftir í umsjón karls sem káfar á litlum stúlkubörnum. 6. Og sem sagt 10 mínútum eftir að ég kæri Jón Baldvin þá hringir dyrabjallan. Þar ruddust þarna inn tveir lögreglumenn ef ekki þrír og ég, þegar ég sé það þá reyni ég að loka en auðvitað tókst mér það ekki, þeir ryðjast þá þar með inn og þeir svara mér engu, ryðjast inn í stofu þar sem dóttir mín 5 ára gömul er að lesa og þegar barnið er tekið frá mér þá verð ég æf. 7. … það er faðir minn sem stendur fyrir því að hér eigi að loka mig inni. 8. Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn. 9. … nauðungarvistun án dóms og laga er þá ólögmæt frelsissvipting… Facebook, 5. febrúar 2019, höfundur stefnda Aldís. 10. … og sigra hann og hans barnaníðingabandalag. Morgunútvarp, Rás 2, 17. janúar 2019, höfundur og flytjandi stefndi Sigmar, til vara stefnda Aldís. 11. … að Jón Baldvin hafi notað aðstöðu sína sem sendiherra til að láta nauðungarvista hana á geðdeild. 12. Sá fundur Aldísar og Jóns Baldvins segir hana hafa reynst sér örlagaríkur og orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauðungarvistuð á geðdeild. 13. … að Jón Baldvin hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld og geðdeild með það fyrir augum að fá hana nauðungarvistaða í enn eitt skiptið. 14. Þar segir hún einnig að Jón Baldvin hafi framið sifjaspell þegar hún var fullorðin kona. Sigmar sagður hafa brotið gegn siðareglum Í stefnu segir að Sigmar beri ábyrgð á þeim ummælum sem tölusett eru 11-14 og flutti þau í Morgunútvarpi Rásar 2. Þess er getið að réttargæslustefndi RÚV beri ábyrgð á greiðslu fésekta og því er RÚV stefnt einnig svo stofnunin megi gæta hagsmuna sinna í málinu. Þá er jafnframt gerð krafa um að dómur sé birtur í Morgunútvarpi Rásar 2 að viðlögðum dagsektum sem nema daglega 50 þúsund krónum. Þá kemur einnig fram að Aldísi hafi gefist kostur á að ljúka málinu með afsökunarbeiðni og því að draga ummælin til baka og viðurkenna að þau væru röng. Auk þess að greiða miskabætur en því hafi ekki verið ansað. Skýrt er tekið fram í stefnu og undirstrikað að með ummælunum sé verið að væna Jón Baldvin um alvarlega refisverða háttsemi, siðferðilega ámælisverða en þau séu ósönnuð með öllu. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin byggir meðal annars á því að Sigmar hafi brotið gegn siðareglum blaðamanna, einkum 3. og 4. grein sem og 6. og 7. grein starfsreglna RÚV frá 1. júní 2016.
Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sigmundur Ernir mátti ræða við Bryndísi Schram um viðkvæmt efni bókar hennar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir engar siðareglur brotnar vegna viðtals Sigmundar Ernis við Bryndísi. 3. febrúar 2021 12:34 Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. 22. janúar 2021 16:01 Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Sigmundur Ernir mátti ræða við Bryndísi Schram um viðkvæmt efni bókar hennar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir engar siðareglur brotnar vegna viðtals Sigmundar Ernis við Bryndísi. 3. febrúar 2021 12:34
Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. 22. janúar 2021 16:01
Aldís Schram fagnar fyrsta sigrinum gegn föður sínum Vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum er vörðuðu Aldísi Schram brutu gegn lögum um Persónuvernd. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. 9. október 2020 16:15