Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 07:00 Thelma Sjöfn Hannesdóttir. Vísir/Vilhelm „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. Thelma var valin úr fjölmennum hópi umsækjenda um námsstyrk í átaki sem Íslandsbanki, Advania, NTV og Promennt standa sameiginlega að. Því verkefni er ætlað að fjölga konum í kerfisstjórn. Ég held að það að hafa unnið þennan styrk hafi alveg bjargað mér og minni líðan. Höfnunartilfinning er ein af þeim verstu sem ég veit um og er ég frekar sjálfsánægð og með mikið sjálfsálit. Ég meina, mér finnst ég vera frábær!“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er sagt frá frumkvæðisverkefni atvinnulífs og skóla, sem ætlað er að stuðla að aukinni hlutdeild kvenna í nám í kerfistjórn. Í þessari síðari grein af tveimur er rætt við styrkþegann sem valinn var úr hópi umsækjenda. Kvíðinn kom með Covid „Strax í janúar, þegar fréttir fara að berast um Covid-19 og heimurinn byrjar að smitast, byrjar mikill kvíði hjá mér. Ég var alveg handviss um að ég væri að fara að fá þennan andstyggilega sjúkdóm,“ segir Thelma þegar hún rifjar upp stöðuna eins og hún var fyrir um ári síðan. Um tveimur mánuðum síðar var tilkynnt á vinnustað Thelmu að uppsagnir væru framundan hjá fyrirtækinu. Thelma segir að við þessar fregnir hafi kvíðinn aukist og orðið að ofsakvíðaköstum. Fjörtíu og þremur var sagt upp á vinnustað Thelmu og var hún ein af þeim. En kvíðinn sem þegar hafði heltekið Thelmu, hafði afleiðingar. Þegar að atvinnumissinum kom, tóku við andlegir erfiðleikar. „Ég fékk aðra vinnu í Reykjavík en var alls ekki í standi andlega og líkamlega til að standa mig í henni og sé pínu eftir að hafa ekki tekið á sjálfri mér fyrst. Ég var þar í tvo mánuði, svona „on/off“ en gafst síðan upp þar sem kvíðinn var farinn að taka yfirhöndina.“ Thelma fór í sjálfsvinnu í kjölfarið og fékk lyf við kvíðanum. Það sem beið hennar var að taka heilsuna alvarlegum tökum. Með lyfjameðferð, breyttu matarræði og aukinni hreyfingu svo fátt eitt sé nefnt. Thelma segir mikla höfnunartilfinningu fylgja því að vera í atvinnuleit þar sem margir sækja um hvert starf. Thelma var síðan valin úr hópi fjörtíu umsækjenda sem sótti um námstyrk til að læra kerfisstjórn.Vísir/Vilhelm Hugmyndin vaknar Að byggja upp sjálfan sig, samhliða því að vera án atvinnu, er hins vegar ekki auðveld vinna. Þó gerðist það hjá Thelmu að hún rak augun í nýtt tækifæri. Þegar maður er mikið heimavið fer rútínan út um gluggann og hangs fyrir framan sjónvarpið og tölvuna verður að óhóflegum tímaþjófi,“ segir Thelma og bætir við: „En í einu facebook-vafrinu rekst ég á auglýsingu frá Advania og Íslandsbanka um nám í kerfisstjórnun.“ Thelma fór strax að velta því fyrir sér hvort kerfisstjórnun væri eitthvað fyrir hana. „Ég vissi ekkert hvað það var annað en vinna í tölvum, ég googlaði NTV skólann og námið sem þar er í boði og heillaðist strax. Ég sótti um styrkinn en var ekki vongóð um að vinna. Bæði var ég sannfærð um að auglýsingin hefði heillað marga en eins var reynslan mín af atvinnuumsóknum 2020 og 2021 búin að vera þannig að ég bjóst ekki við öðrum svörum en þeim að þrjú hundruð aðrir hefðu sótt um og ég hefði því „miður“ ekki orðið fyrir valinu.“ Thelma sá þó að óháð styrknum, gæti það verið tækifæri fyrir hana samt að skoða námið í kerfisstjórnun. „Ég ákvað því að skrá mig í NTV skólann til öryggis, ég valdi forritun sem er gott að hafa með rafvirkjamenntuninni. Taldi gott að vera með „backup plan.“ En að sjá þessa auglýsingu frá Advania og Íslandsbanka kveikti alveg á áhuganum mínum að skella mér í viðbótarnám á meðan ástandið er svona eins og það er í þjóðfélaginu,“ segir Thelma. Konur og kerfistjórn Eins og fram kom í umfjöllun Atvinnulífsins í gær, er átakinu ætlað að fjölga konum í kerfisstjórn. En hvers vegna vakti námið áhuga Thelmu? „Ég er með sveinspróf í rafvirkjun, útskrifaðist 2015 og var það draumastarfið á þeim tíma. Í dag hafa draumarnir þróast aðeins og í kjölfarið að fá styrkinn og kynna mér kerfisstjórann er ég vandræðalega spennt að byrja í náminu,“ segir Thelma. Þá segir hún það einnig hafa haft áhrif að störf framtíðarinnar munu að miklu leyti tæknivæðast. „Eins og flestir vita eru tölvur framtíðin og er flest öll tæki og tól að tölvuvæðast og held ég að námið eigi eftir að gefa mér alveg frábærann grunn í tölvugeiranum og vona ég innilega að ég muni vinna við það í framtíðinni. Ég held líka að ég eigi eftir að bæta meiri námi við mig frá NTV skólanum og taka forritunina, hún heillar mig líka mjög mikið,“ segir Thelma og bætir við: „Ég vona bara að ég fái vinnu sem fyrst þar sem mér er mjög illa við að hanga svona lengi atvinnulaus. Ég er dugleg og mjög vinnusöm í eðli mínu og það fer mér bara ekki að gera ekki neitt á daginn.“ Góð ráð til annarra atvinnuleitenda Thelma segir atvinnuleit vera erfiða því henni fylgi mikil höfnun. Yfirleitt þegar ég sæki um starf er það rafvirkjatengt eða tengt því. Það dregur úr manni allan mátt og gerir mann mjög þungann á sálinni að fá ekki einu sinni fyrsta viðtal.“ En hvaða ráð myndir þú gefa öðrum sem nú standa í atvinnuleit? „Mitt ráð við langvarandi atvinnuleysi er að skoða nám og námskeið sem eru í boði. Það sakar aldrei að bæta við sig nýrri þekkingu og læra eitthvað nýtt. Það eru svo mörg námskeið í boði í háskólum landsins og öðrum skólum sem eru í fjarnámi og kvöldnámi að ég held að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo er Vinnumálastofnun alltaf með einhver úrræði í boði fyrir atvinnuleitendur, hvort sem það séu námskeið eða sjálfstyrkingar. Einnig er í boði fyrir suma að fá námsamning hjá Vinnumálastofnun og fara í fjarnám með atvinnuleitinni,“ segir Thelma. Námið sem Thelma fór í hjá NTV eru tvær annir, eða hið svokallaða diplóma nám í kerfisstjórnun. Thelma hóf námið í þessari viku, eða þann 9.febrúar síðastliðinn. Hún stefnir á að útskrifast sem kerfisstjóri í lok nóvember á þessu ári. Starfsframi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tækni Tengdar fréttir Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Oft erfitt að segja frá atvinnuleysi þegar sótt er um nýtt starf Sumum finnst vandræðanlegt og erfitt að upplýsa um atvinnuleysi þegar verið er að sækja um nýtt starf. 28. september 2020 09:52 Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Thelma var valin úr fjölmennum hópi umsækjenda um námsstyrk í átaki sem Íslandsbanki, Advania, NTV og Promennt standa sameiginlega að. Því verkefni er ætlað að fjölga konum í kerfisstjórn. Ég held að það að hafa unnið þennan styrk hafi alveg bjargað mér og minni líðan. Höfnunartilfinning er ein af þeim verstu sem ég veit um og er ég frekar sjálfsánægð og með mikið sjálfsálit. Ég meina, mér finnst ég vera frábær!“ Í Atvinnulífinu í gær og í dag er sagt frá frumkvæðisverkefni atvinnulífs og skóla, sem ætlað er að stuðla að aukinni hlutdeild kvenna í nám í kerfistjórn. Í þessari síðari grein af tveimur er rætt við styrkþegann sem valinn var úr hópi umsækjenda. Kvíðinn kom með Covid „Strax í janúar, þegar fréttir fara að berast um Covid-19 og heimurinn byrjar að smitast, byrjar mikill kvíði hjá mér. Ég var alveg handviss um að ég væri að fara að fá þennan andstyggilega sjúkdóm,“ segir Thelma þegar hún rifjar upp stöðuna eins og hún var fyrir um ári síðan. Um tveimur mánuðum síðar var tilkynnt á vinnustað Thelmu að uppsagnir væru framundan hjá fyrirtækinu. Thelma segir að við þessar fregnir hafi kvíðinn aukist og orðið að ofsakvíðaköstum. Fjörtíu og þremur var sagt upp á vinnustað Thelmu og var hún ein af þeim. En kvíðinn sem þegar hafði heltekið Thelmu, hafði afleiðingar. Þegar að atvinnumissinum kom, tóku við andlegir erfiðleikar. „Ég fékk aðra vinnu í Reykjavík en var alls ekki í standi andlega og líkamlega til að standa mig í henni og sé pínu eftir að hafa ekki tekið á sjálfri mér fyrst. Ég var þar í tvo mánuði, svona „on/off“ en gafst síðan upp þar sem kvíðinn var farinn að taka yfirhöndina.“ Thelma fór í sjálfsvinnu í kjölfarið og fékk lyf við kvíðanum. Það sem beið hennar var að taka heilsuna alvarlegum tökum. Með lyfjameðferð, breyttu matarræði og aukinni hreyfingu svo fátt eitt sé nefnt. Thelma segir mikla höfnunartilfinningu fylgja því að vera í atvinnuleit þar sem margir sækja um hvert starf. Thelma var síðan valin úr hópi fjörtíu umsækjenda sem sótti um námstyrk til að læra kerfisstjórn.Vísir/Vilhelm Hugmyndin vaknar Að byggja upp sjálfan sig, samhliða því að vera án atvinnu, er hins vegar ekki auðveld vinna. Þó gerðist það hjá Thelmu að hún rak augun í nýtt tækifæri. Þegar maður er mikið heimavið fer rútínan út um gluggann og hangs fyrir framan sjónvarpið og tölvuna verður að óhóflegum tímaþjófi,“ segir Thelma og bætir við: „En í einu facebook-vafrinu rekst ég á auglýsingu frá Advania og Íslandsbanka um nám í kerfisstjórnun.“ Thelma fór strax að velta því fyrir sér hvort kerfisstjórnun væri eitthvað fyrir hana. „Ég vissi ekkert hvað það var annað en vinna í tölvum, ég googlaði NTV skólann og námið sem þar er í boði og heillaðist strax. Ég sótti um styrkinn en var ekki vongóð um að vinna. Bæði var ég sannfærð um að auglýsingin hefði heillað marga en eins var reynslan mín af atvinnuumsóknum 2020 og 2021 búin að vera þannig að ég bjóst ekki við öðrum svörum en þeim að þrjú hundruð aðrir hefðu sótt um og ég hefði því „miður“ ekki orðið fyrir valinu.“ Thelma sá þó að óháð styrknum, gæti það verið tækifæri fyrir hana samt að skoða námið í kerfisstjórnun. „Ég ákvað því að skrá mig í NTV skólann til öryggis, ég valdi forritun sem er gott að hafa með rafvirkjamenntuninni. Taldi gott að vera með „backup plan.“ En að sjá þessa auglýsingu frá Advania og Íslandsbanka kveikti alveg á áhuganum mínum að skella mér í viðbótarnám á meðan ástandið er svona eins og það er í þjóðfélaginu,“ segir Thelma. Konur og kerfistjórn Eins og fram kom í umfjöllun Atvinnulífsins í gær, er átakinu ætlað að fjölga konum í kerfisstjórn. En hvers vegna vakti námið áhuga Thelmu? „Ég er með sveinspróf í rafvirkjun, útskrifaðist 2015 og var það draumastarfið á þeim tíma. Í dag hafa draumarnir þróast aðeins og í kjölfarið að fá styrkinn og kynna mér kerfisstjórann er ég vandræðalega spennt að byrja í náminu,“ segir Thelma. Þá segir hún það einnig hafa haft áhrif að störf framtíðarinnar munu að miklu leyti tæknivæðast. „Eins og flestir vita eru tölvur framtíðin og er flest öll tæki og tól að tölvuvæðast og held ég að námið eigi eftir að gefa mér alveg frábærann grunn í tölvugeiranum og vona ég innilega að ég muni vinna við það í framtíðinni. Ég held líka að ég eigi eftir að bæta meiri námi við mig frá NTV skólanum og taka forritunina, hún heillar mig líka mjög mikið,“ segir Thelma og bætir við: „Ég vona bara að ég fái vinnu sem fyrst þar sem mér er mjög illa við að hanga svona lengi atvinnulaus. Ég er dugleg og mjög vinnusöm í eðli mínu og það fer mér bara ekki að gera ekki neitt á daginn.“ Góð ráð til annarra atvinnuleitenda Thelma segir atvinnuleit vera erfiða því henni fylgi mikil höfnun. Yfirleitt þegar ég sæki um starf er það rafvirkjatengt eða tengt því. Það dregur úr manni allan mátt og gerir mann mjög þungann á sálinni að fá ekki einu sinni fyrsta viðtal.“ En hvaða ráð myndir þú gefa öðrum sem nú standa í atvinnuleit? „Mitt ráð við langvarandi atvinnuleysi er að skoða nám og námskeið sem eru í boði. Það sakar aldrei að bæta við sig nýrri þekkingu og læra eitthvað nýtt. Það eru svo mörg námskeið í boði í háskólum landsins og öðrum skólum sem eru í fjarnámi og kvöldnámi að ég held að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo er Vinnumálastofnun alltaf með einhver úrræði í boði fyrir atvinnuleitendur, hvort sem það séu námskeið eða sjálfstyrkingar. Einnig er í boði fyrir suma að fá námsamning hjá Vinnumálastofnun og fara í fjarnám með atvinnuleitinni,“ segir Thelma. Námið sem Thelma fór í hjá NTV eru tvær annir, eða hið svokallaða diplóma nám í kerfisstjórnun. Thelma hóf námið í þessari viku, eða þann 9.febrúar síðastliðinn. Hún stefnir á að útskrifast sem kerfisstjóri í lok nóvember á þessu ári.
Starfsframi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tækni Tengdar fréttir Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Oft erfitt að segja frá atvinnuleysi þegar sótt er um nýtt starf Sumum finnst vandræðanlegt og erfitt að upplýsa um atvinnuleysi þegar verið er að sækja um nýtt starf. 28. september 2020 09:52 Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00
Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00
„Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00
heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00
Oft erfitt að segja frá atvinnuleysi þegar sótt er um nýtt starf Sumum finnst vandræðanlegt og erfitt að upplýsa um atvinnuleysi þegar verið er að sækja um nýtt starf. 28. september 2020 09:52
Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00