ESPN fjallar um mögulega framtíð Arons í Póllandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 10:31 Aron Jóhannsson komst í gang með Hammarby seinni hluta tímabilsins og var með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjunum. Getty/Nils Petter Nilsson Bandaríkjamenn eru ekki hættir að fylgjast með framherjanum Aroni Jóhannssyni sem er að leita sér að nýju félagi. Aron Jóhannsson er í samningaviðræðum við pólska knattspyrnufélagið Lech Poznan og þær eru langt komnar samkvæmt heimildum ESPN. Bandaríski íþróttamiðillinn segir að samningaviðræðurnar séu komnar á næsta stig en Aron hefur verið að leita sér að nýju liði eftir að samningur hans við sænska liðið Hammarby rann út í árslok. ESPN sýnir Aroni áhuga enda bandarískur landsliðsmaður þó að það sé langt um liðið síðan að hann komst síðast í landsliðið. Can confirm that #usmnt forward Aron Johannsson is in talks with Polish Ekstraklasa side Lech Poznan (h/t @BrianSciaretta): https://t.co/dc3znjuvUl— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 9, 2021 Aron talaði um það í nóvember síðastliðnum að hann væri að reyna að finna sér lið í bandarísku eða þýsku deildinni en ekkert hefur orðið að því. Ferill Arons að undanförnu hefur verið að taka við sér eftir meiðslahrjáð ár á undan en hann skaust upp á stjörnuhimininn eftir árin hjá AGF og AZ Alkmaar sem skiluðu honum í bandaríska landsliðið og inn á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 12 mörk í 22 leikjum í sænsku deildinni á síðasta ári en það tók hann tíma að hitna. Aron skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í fjórtándu umferð og var síðan með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjum sínum. Nú lítur út fyrir að framtíð hans sem knattspyrnumanns sé í Póllandi. Lech Poznan er eins og er í tíunda sætinu í pólsku deildinni, fimmtán stigum á eftir toppliði Pogon Szczecin. Lech Poznan sló Aron og félaga í Hammarby út úr Evrópudeildinni síðasta haust en tókst ekki að komast upp úr riðlakeppninni og því eru engir Evrópuleikir framundan hjá liðinu. Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
Aron Jóhannsson er í samningaviðræðum við pólska knattspyrnufélagið Lech Poznan og þær eru langt komnar samkvæmt heimildum ESPN. Bandaríski íþróttamiðillinn segir að samningaviðræðurnar séu komnar á næsta stig en Aron hefur verið að leita sér að nýju liði eftir að samningur hans við sænska liðið Hammarby rann út í árslok. ESPN sýnir Aroni áhuga enda bandarískur landsliðsmaður þó að það sé langt um liðið síðan að hann komst síðast í landsliðið. Can confirm that #usmnt forward Aron Johannsson is in talks with Polish Ekstraklasa side Lech Poznan (h/t @BrianSciaretta): https://t.co/dc3znjuvUl— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 9, 2021 Aron talaði um það í nóvember síðastliðnum að hann væri að reyna að finna sér lið í bandarísku eða þýsku deildinni en ekkert hefur orðið að því. Ferill Arons að undanförnu hefur verið að taka við sér eftir meiðslahrjáð ár á undan en hann skaust upp á stjörnuhimininn eftir árin hjá AGF og AZ Alkmaar sem skiluðu honum í bandaríska landsliðið og inn á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 12 mörk í 22 leikjum í sænsku deildinni á síðasta ári en það tók hann tíma að hitna. Aron skoraði ekki sitt fyrsta mark fyrr en í fjórtándu umferð og var síðan með tólf mörk í síðustu fimmtán leikjum sínum. Nú lítur út fyrir að framtíð hans sem knattspyrnumanns sé í Póllandi. Lech Poznan er eins og er í tíunda sætinu í pólsku deildinni, fimmtán stigum á eftir toppliði Pogon Szczecin. Lech Poznan sló Aron og félaga í Hammarby út úr Evrópudeildinni síðasta haust en tókst ekki að komast upp úr riðlakeppninni og því eru engir Evrópuleikir framundan hjá liðinu.
Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira