Háskólanemi situr uppi með einkunnina 0,0 eftir ritstuld Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2021 11:29 Nemandinn fékk einkunnina 0,0 í fyrir ritgerð sína um straum flóttafólks á landamærum Grikklands og Tyrklands á tímum kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur hafnað kröfu nemenda við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands um að ógilda ákvörðun deildarforseta um að gefa nemendanum einkunnina 0,0 í námskeiði vegna ritstuldar við ritgerðarsmið. Kröfu nemandans um að ógilda áminningu sem forseti Félagsvísindadeildar skólans veitti honum síðasta sumar var sömuleiðis hafnað. Úrskurður nefndarinnar var birtur í gær, en nemandinn fékk einkunnina 0,0 í námskeiðinu The Role and Policymaking of International Institutions á vormisseri 2020 þar sem nemendur fræðast um hlutverk og stefnumótun innan alþjóðastofnana. Nemandinn vildi meina að hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að tjá sig um ásakanir um meintan ritstuld áður en ákvarðanir voru teknar um að hann fengi 0,0 í einkunn og í framhaldi áður en ákvörðun var tekin um áminningu. Heilsuleysi, tímaskortur og vankunnátta Nemendanum var í apríl síðastliðinn tilkynnt í tölvupósti deildarforseta Stjórnmálafræðideildar skólans að grunur hafi vaknað um ætlaðan ritstuld í ritgerð sem bar titilinn „Covid 19 Crisis in border of Turkey-Greece between Migrants influx”. Var meginhluti ritgerðarinnar sagður byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda væri getið. Skólinn notaðist þar við niðurstöður úr forritinu Turnitin sem hafi sýnt að texti ritgerðarinnar væri að stórum hluta fenginn úr ýmsum heimildum á internetinu án þess að heimilda væri getið í samræmi við vönduð akademísk vinnubrögð. Í svörum nemendans á fjarfundi og síðar tölvupósti sagði hann meðal annars að hann hefði ekki vísvitandi brotið reglur skólans. Brotin hefði verið afleiðing af fötlun og heilsuleysi, tímaskorti og vankunnáttu um reglur skólans. Ekki trúverðugar skýringar Nemandanum var svo tilkynnt í tölvupósti frá deildarforseta um þá ákvörðun að hann fengi einkunnina 0,0 fyrir ritgerðina þar sem hann hefði brotið gegn lögum um opinbera háskóla. Í júní sendi forseti Félagsvísindasviðs nemandanum svo póst þar sem honum var veitt tækifæri til að tjá sig um ætluð brot áður en ákvörðun yrði tekin um agaviðurlög. Engin andmæli bárust og var nemandanum í kjölfarið veitt áminning. Í niðurstöðukafla úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar segir að ekki hafa komið fram trúverðugar skýringar af hálfu nemendans á því hvers vegna meginhluti ritgerðar hans hafi verið byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda sé getið. Ekki sé því rétt að verða við kröfu að ógilda einkunnina 0,0. Sömuleiðis hafi ekki verið talin efni til að fallast á að andmælaréttur nemandans verið brotinn áður en ákvörðun um áminningu var tekin. Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Höfundaréttur Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kröfu nemandans um að ógilda áminningu sem forseti Félagsvísindadeildar skólans veitti honum síðasta sumar var sömuleiðis hafnað. Úrskurður nefndarinnar var birtur í gær, en nemandinn fékk einkunnina 0,0 í námskeiðinu The Role and Policymaking of International Institutions á vormisseri 2020 þar sem nemendur fræðast um hlutverk og stefnumótun innan alþjóðastofnana. Nemandinn vildi meina að hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að tjá sig um ásakanir um meintan ritstuld áður en ákvarðanir voru teknar um að hann fengi 0,0 í einkunn og í framhaldi áður en ákvörðun var tekin um áminningu. Heilsuleysi, tímaskortur og vankunnátta Nemendanum var í apríl síðastliðinn tilkynnt í tölvupósti deildarforseta Stjórnmálafræðideildar skólans að grunur hafi vaknað um ætlaðan ritstuld í ritgerð sem bar titilinn „Covid 19 Crisis in border of Turkey-Greece between Migrants influx”. Var meginhluti ritgerðarinnar sagður byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda væri getið. Skólinn notaðist þar við niðurstöður úr forritinu Turnitin sem hafi sýnt að texti ritgerðarinnar væri að stórum hluta fenginn úr ýmsum heimildum á internetinu án þess að heimilda væri getið í samræmi við vönduð akademísk vinnubrögð. Í svörum nemendans á fjarfundi og síðar tölvupósti sagði hann meðal annars að hann hefði ekki vísvitandi brotið reglur skólans. Brotin hefði verið afleiðing af fötlun og heilsuleysi, tímaskorti og vankunnáttu um reglur skólans. Ekki trúverðugar skýringar Nemandanum var svo tilkynnt í tölvupósti frá deildarforseta um þá ákvörðun að hann fengi einkunnina 0,0 fyrir ritgerðina þar sem hann hefði brotið gegn lögum um opinbera háskóla. Í júní sendi forseti Félagsvísindasviðs nemandanum svo póst þar sem honum var veitt tækifæri til að tjá sig um ætluð brot áður en ákvörðun yrði tekin um agaviðurlög. Engin andmæli bárust og var nemandanum í kjölfarið veitt áminning. Í niðurstöðukafla úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar segir að ekki hafa komið fram trúverðugar skýringar af hálfu nemendans á því hvers vegna meginhluti ritgerðar hans hafi verið byggður á texta skrifuðum af öðrum án þess að heimilda sé getið. Ekki sé því rétt að verða við kröfu að ógilda einkunnina 0,0. Sömuleiðis hafi ekki verið talin efni til að fallast á að andmælaréttur nemandans verið brotinn áður en ákvörðun um áminningu var tekin.
Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Höfundaréttur Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira