Andrés Ingi genginn til liðs við Pírata Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 17:00 Andrés Ingi Jónsson sat á þingi fyrir Vinstri græn þar til 2019, þegar hann sagði sig úr þingflokknum. Hann hefur setið á þingi sem þingmaður utan þingflokka síðan. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður utan þingflokka sem áður sat á þingi fyrir Vinstri græn, hefur gengið til liðs við þingflokk Pírata. Frá þessu greinir Andrés sjálfur frá nú síðdegis. „Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu. Ég vil vera hluti af hóp sem er hægt að treysta til að taka djarfar ákvarðanir og tel að innan þingflokks Pírata muni hugsjónum mínum vera best borgið. Í framhaldinu mun ég gefa kost á mér í prófkjöri Pírata til að sjá hvort grasrótin vilji treysta mér fyrir áframhaldandi verkefnum eftir kosningar,“ segir Andrés Ingi í tilkynningu á Facebook-síðu sinni. Þá kveðst Andrés alltaf hafa unnið vel með Pírötum á þingi, sama hvort litið sé á „aðgerðir í kringum uppreist æru, baráttuna fyrir réttindum hælisleitenda eða almennt samstarf okkar í fastanefndum þingsins.“ Hugmyndafræði hans og flokksins hafi átt vel saman. Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu....Posted by Andrés Ingi á þingi on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021 Fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Pírata að hann hafi samþykkti einróma á þingflokksfundi í morgun bjóða Andrés Inga velkominn í hópinn. Andrés Ingi og þingflokkurinn hafi átt í góðu samstarfi, flutt saman fjölda þingmála og unnið náið saman í nefndum þingsins. „Með tímanum hefur komið í ljós að um er að ræða náttúrulega bandamenn með margar sameiginlegar áherslur. Andrés er gríðarlega öflugur þingmaður sem hefur áorkað miklu einn síns liðs og er því mikill fengur fyrir þingflokk Pírata. Hann er hugsjónamaður með sterka réttlætiskennd sem þorir að færa rök fyrir stórum hugmyndum. Við lítum því á inngöngu Andrésar í þingflokkinn, sem og flokkinn í heild, sem góðan liðsstyrk fyrir verkefnin framundan,“ segir í tilkynningu Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sagði sig úr flokknum í september síðastliðnum og gekk til liðs við Samfylkinguna í desember.Vísir/vilhelm Gengin í nýja flokka Andrés Ingi sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna í nóvember 2019 og tilkynnti jafnframt að hann hygðist starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Hann bar því fyrir sig á sínum tíma að stjórnarsamstarfið hefði verið erfitt og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um málefni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig einnig úr þingflokki Vinstri grænna í september í fyrra. Hún sagði á sínum tíma að ástæða úrsagnarinnar væri brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar - en náði á endanum ekki fram að ganga. Rósa Björk gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar í desember. Alþingi Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu. Ég vil vera hluti af hóp sem er hægt að treysta til að taka djarfar ákvarðanir og tel að innan þingflokks Pírata muni hugsjónum mínum vera best borgið. Í framhaldinu mun ég gefa kost á mér í prófkjöri Pírata til að sjá hvort grasrótin vilji treysta mér fyrir áframhaldandi verkefnum eftir kosningar,“ segir Andrés Ingi í tilkynningu á Facebook-síðu sinni. Þá kveðst Andrés alltaf hafa unnið vel með Pírötum á þingi, sama hvort litið sé á „aðgerðir í kringum uppreist æru, baráttuna fyrir réttindum hælisleitenda eða almennt samstarf okkar í fastanefndum þingsins.“ Hugmyndafræði hans og flokksins hafi átt vel saman. Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu....Posted by Andrés Ingi á þingi on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021 Fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Pírata að hann hafi samþykkti einróma á þingflokksfundi í morgun bjóða Andrés Inga velkominn í hópinn. Andrés Ingi og þingflokkurinn hafi átt í góðu samstarfi, flutt saman fjölda þingmála og unnið náið saman í nefndum þingsins. „Með tímanum hefur komið í ljós að um er að ræða náttúrulega bandamenn með margar sameiginlegar áherslur. Andrés er gríðarlega öflugur þingmaður sem hefur áorkað miklu einn síns liðs og er því mikill fengur fyrir þingflokk Pírata. Hann er hugsjónamaður með sterka réttlætiskennd sem þorir að færa rök fyrir stórum hugmyndum. Við lítum því á inngöngu Andrésar í þingflokkinn, sem og flokkinn í heild, sem góðan liðsstyrk fyrir verkefnin framundan,“ segir í tilkynningu Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sagði sig úr flokknum í september síðastliðnum og gekk til liðs við Samfylkinguna í desember.Vísir/vilhelm Gengin í nýja flokka Andrés Ingi sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna í nóvember 2019 og tilkynnti jafnframt að hann hygðist starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Hann bar því fyrir sig á sínum tíma að stjórnarsamstarfið hefði verið erfitt og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um málefni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig einnig úr þingflokki Vinstri grænna í september í fyrra. Hún sagði á sínum tíma að ástæða úrsagnarinnar væri brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar - en náði á endanum ekki fram að ganga. Rósa Björk gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar í desember.
Alþingi Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent