Enski boltinn

Gylfi: Alltaf sér­stakt fyrir mig að spila gegn Totten­ham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar marki sínu í kvöld.
Gylfi fagnar marki sínu í kvöld. Clive Brunskill/Getty Images

Gylfi Þór Sigurðsson var eðlilega himinlifandi eftir að Everton tryggði sér sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins í kvöld með 5-4 sigri á Tottenham eftir framlengingu.

„Þetta var of opið í báða enda og of mörg mörk. Það var örugglega gaman að horfa á þetta heima en það var frábært að koma til baka,“ sagði Gylfi en Everton lenti 1-0 undir í leiknum.

Gylfi Þór skoraði þriðja mark Everton en þar að auki lagði hann upp þrjú önnur mörk Bítlaborgarliðsins.

„Við fengum á okkur þrjú mörk eftir fast leikatriði og það er eitthvað sem við þurfum að vinna í en það var þvílíkur andi í liðinu að koma til baka og fara áfram.“

„Mér fannst við vera betri fyrstu 20-30 mínúturnar og náðum 3-1 forystu en við misstum það niður en andinn í liðinu skilaði þessu.“

„Ég get ímyndað mér að það hafi verið frábært að sitja heima og horfa á leikinn en fyrir okkur er þetta of opið. Þetta var frábær bikarleikur og enn betra að vera enn í keppninni.“

Gylfi lék með Tottenham á árunum 2014 til 2014 og var þar af leiðandi að mæta sínum gömlu félögum.

„Það er alltaf sérstakt fyrir mig að spila gegn Tottenham. Ég elska félagið, leikmennina og starfsfólkið. Það var gaman að sjá alla aftur en það mikilvægasta er að við komumst áfram,“ sagði Gylfi.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×