Viðskipti innlent

Bein út­sending: Sam­keppnin eftir heims­far­aldur

Tinni Sveinsson skrifar
Á fundinum koma fram Magnús Óli Ólafsson, formaður FA, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra samkeppnismála, Ania Thiemann, sérfræðingur í samkeppnismálum hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Innnesi, Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Á fundinum koma fram Magnús Óli Ólafsson, formaður FA, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra samkeppnismála, Ania Thiemann, sérfræðingur í samkeppnismálum hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Innnesi, Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Félag atvinnurekenda heldur aðalfund sinn í dag og í tengslum við hann verður sýndur fundur í beinni útsendingu þar sem samkeppnismál verða rædd.

„Hvaða áhrif hafa stóraukin ríkisumsvif vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar á samkeppni fyrirtækja á markaði? Hvernig er hægt að forðast að aðgerðir vegna kórónuveirukreppunnar veiki samkeppni? Hvar hafa stjórnvöld misstigið sig? Hvernig flýtir virk samkeppni fyrir efnahagsbatanum?“

Svona hljóðar lýsingin á fundinum og verður þessum spurningum og ýmsum fleirum velt upp. Hér fyrir neðan má horfa á fundinn og sjá dagskránna en útsendingin hefst klukkan 14. Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Fundurinn verður aðgengilegur hér þegar útsending hefst

Dagskrá

  • 14.00: Setning fundarins – Magnús Óli Ólafsson formaður FA
  • 14.05: Ávarp – Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra samkeppnismála
  • 14.10: The role of competition policy in supporting economic recovery – Ania Thiemann, sérfræðingur í samkeppnismálum hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD
  • 14.25: Á samkeppnismarkaði að keppa við ríkið? – Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun
  • 14.40: Breytt búvörulög og samkeppni á matvörumarkaði – Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Innnesi
  • 14.55: Sókn er besta vörnin – verndarstefna skaðar atvinnulíf og almenning – Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins

Fyrr í dag setti Félag atvinnurekenda ársskýrsluvef fyrir árið 2020 í loftið en hægt er að kynna sér starfsemi félagsins á árinu þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×