Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 16:01 Þessa mynd tók Elia Saikaly af John Snorra við rætur K2 áður en haldið var af stað á tindinn. Saikaly segir John Snorra hafa verið afar hrifinn af myndinni og séð hana fyrir sér hanga á vegg á Keflavíkurflugvelli. Elia Saikaly Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og samferðamanna hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, síðan á föstudag. Veður hefur hamlað leit á K2 síðustu daga en stefnt var að því að halda leit áfram í dag. Saikaly fylgdi John Snorra og Ali Sadpara á K2 nú í janúar. Hann rifjar upp að sjálfur hafi hann varla verið lentur á fjallinu þegar John Snorri dreif sig til leitar að göngumanni sem saknað var á nærliggjandi fjalli. Maðurinn hét Alex Goldfarb en hann fannst látinn 18. janúar síðastliðinn. John Snorri sagði Vísi frá leitinni að Goldfarb í viðtali daginn áður. „Það var lýsandi fyrir manninn sem hann [John] hafði að geyma. Hugrakkur, djarfur og samúðarfullur,“ skrifar Saikaly í færslu sinni í dag. Þá lýsir hann ást Johns Snorra á Pakistan og væntumþykju hans í garð Sadpara-feðganna, Ali og Sajid. John Snorri hafi jafnframt verið yfir sig ánægður með myndina sem fylgir fréttinni, sem Saikaly tók af honum við rætur K2. „Hann var svo spenntur yfir þessari mynd og sagði ítrekað: Þegar ég kemst á tind K2 sé ég þessa mynd fyrir mér á veggspjaldi á flugvellinum á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) Elskaði Línu og börnin framar öllu Þá segir Saikaly frá því að þeir John Snorri hafi varið miklum tíma saman síðustu vikur; hlegið saman, skipulagt heimildarmyndina og átt í djúpum samræðum um lífið og tilveruna. „En það sem heillaði mig mest í fari Johns var hjartalag hans. Samkenndin sem bjó í honum, hversu annt honum var um aðra og aðallega ástin sem hann bar í brjósti til Línu, eiginkonu sinnar, og sex barna sinna.“ Saikaly lýsir því að hann hafi tekið upp tilfinningaþrungið atriði fyrir myndina þar sem John hafi rætt um fjölskyldu sína af mikilli væntumþykju. „Stuðningurinn frá stórkostlegu fjölskyldunni hans, sem hann hafði í svo miklum heiðri, hafði mikil áhrif á mig,“ segir Saikaly. „Hann var gimsteinn í mannsmynd og einn góðhjartaðasti og ótrúlegasti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Tími okkar saman var stuttur en hann risti djúpt. Það var heiður að fá inngang í innsta hring og finna fyrir töfrunum sem John skapaði fyrir Ísland og Pakistan. Mig dreymir enn um að hann komist lífs af. Ef það er á færi einhvers þá er það Johns Snorra.“ John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og samferðamanna hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, síðan á föstudag. Veður hefur hamlað leit á K2 síðustu daga en stefnt var að því að halda leit áfram í dag. Saikaly fylgdi John Snorra og Ali Sadpara á K2 nú í janúar. Hann rifjar upp að sjálfur hafi hann varla verið lentur á fjallinu þegar John Snorri dreif sig til leitar að göngumanni sem saknað var á nærliggjandi fjalli. Maðurinn hét Alex Goldfarb en hann fannst látinn 18. janúar síðastliðinn. John Snorri sagði Vísi frá leitinni að Goldfarb í viðtali daginn áður. „Það var lýsandi fyrir manninn sem hann [John] hafði að geyma. Hugrakkur, djarfur og samúðarfullur,“ skrifar Saikaly í færslu sinni í dag. Þá lýsir hann ást Johns Snorra á Pakistan og væntumþykju hans í garð Sadpara-feðganna, Ali og Sajid. John Snorri hafi jafnframt verið yfir sig ánægður með myndina sem fylgir fréttinni, sem Saikaly tók af honum við rætur K2. „Hann var svo spenntur yfir þessari mynd og sagði ítrekað: Þegar ég kemst á tind K2 sé ég þessa mynd fyrir mér á veggspjaldi á flugvellinum á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) Elskaði Línu og börnin framar öllu Þá segir Saikaly frá því að þeir John Snorri hafi varið miklum tíma saman síðustu vikur; hlegið saman, skipulagt heimildarmyndina og átt í djúpum samræðum um lífið og tilveruna. „En það sem heillaði mig mest í fari Johns var hjartalag hans. Samkenndin sem bjó í honum, hversu annt honum var um aðra og aðallega ástin sem hann bar í brjósti til Línu, eiginkonu sinnar, og sex barna sinna.“ Saikaly lýsir því að hann hafi tekið upp tilfinningaþrungið atriði fyrir myndina þar sem John hafi rætt um fjölskyldu sína af mikilli væntumþykju. „Stuðningurinn frá stórkostlegu fjölskyldunni hans, sem hann hafði í svo miklum heiðri, hafði mikil áhrif á mig,“ segir Saikaly. „Hann var gimsteinn í mannsmynd og einn góðhjartaðasti og ótrúlegasti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Tími okkar saman var stuttur en hann risti djúpt. Það var heiður að fá inngang í innsta hring og finna fyrir töfrunum sem John skapaði fyrir Ísland og Pakistan. Mig dreymir enn um að hann komist lífs af. Ef það er á færi einhvers þá er það Johns Snorra.“
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10
„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51