Goðsögn snýr aftur á LGPA mótaröðina eftir þrettán ára fjarveru: Börnin spennt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 10:30 Annika Sörenstam er ein af bestu kylfingum sögunnar. Getty/Stuart Franklin Sænski kylfingurinn Annika Sörenstam ætlar að snúa aftur á bandarísku mótaröðina í lok mánaðarins. Annika Sörenstam er fimmtug og hefur ekkert keppt á LPGA mótaröðinni síðan 2008. Hún er ein sigursælasti kvenkylfingur sögunnar, vann á sínum tíma tíu risamót og alls 72 LPGA mót á ferlinum sem er það þriðja mesta í sögunni. Hún er orðin meðlimur í heiðurshöll LPGA mótaraðarinnar. Sörenstam var yfirburðarkona þegar hún var upp á sitt besta og var sem dæmdi átta sinnum kosin kylfingur ársins. Hún er eina konan sem hefur náð 59 högga hring í keppni og á auk þess fjölda meta frá frábærum ferli. She's baaack! 72x Tour winner Annika Sörenstam is committed to play in the upcoming @GainbridgeLPGA. pic.twitter.com/1nfI9VdIc9— LPGA (@LPGA) February 9, 2021 Sörenstam ætlar að keppa á Gainbridge mótinu sem fer fram 25. til 28. febrúar. Það verður hennar fyrsta LPGA-mót í þrettán ár. Mótið fer fram hjá Lake Nona Golf & Country klúbbnum í Orlando en það er einmitt golfklúbbur Anniku Sörenstam og fjölskyldu. „Þetta verður fyrsta LPGA mót mitt síðan ég hætti að keppa árið 2008 til að stofna fjölskyldu,“ skrifaði Annika Sörenstam í fréttabréfi sínu. Hún giftist Mike McGee árið 2009, eignaðist dótturina Avu Madelyn McGee í september 2009 og soninn William Nicholas McGee í mars 2011. Ten-time major winner Annika Sorenstam is back in the field at an LPGA Tour event after retiring 13 years ago: https://t.co/yX60Ug5HR9 pic.twitter.com/uwTLQ30Cuo— Golf Digest (@GolfDigest) February 9, 2021 „Margt hefur breyst til hins betra á þessum tíma og þá sérstaklega má nefna fæðingu barna minna. Ava og Will eru mjög spennt fyrir því að sjá mömmu sína keppa. Ég verð samt að viðurkenna ef að þetta mót hefði ekki verið haldið á heimavelli mínum þá hefði mér líklega aldrei dottið í hug að keppa,“ skrifaði Sörenstam. „Það er gott fyrir mig að taka þátt í þessu móti því það er markmið mitt að taka þátt í Opna bandaríska móti öldunga í sumar. Til að vinna að því markmiði þá þarf ég að taka þátt í mótum til að ná mínu besta fram. Ég býst ekki við miklu en hlakka til þessara áskorunnar,“ skrifaði Sörenstam. Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Annika Sörenstam er fimmtug og hefur ekkert keppt á LPGA mótaröðinni síðan 2008. Hún er ein sigursælasti kvenkylfingur sögunnar, vann á sínum tíma tíu risamót og alls 72 LPGA mót á ferlinum sem er það þriðja mesta í sögunni. Hún er orðin meðlimur í heiðurshöll LPGA mótaraðarinnar. Sörenstam var yfirburðarkona þegar hún var upp á sitt besta og var sem dæmdi átta sinnum kosin kylfingur ársins. Hún er eina konan sem hefur náð 59 högga hring í keppni og á auk þess fjölda meta frá frábærum ferli. She's baaack! 72x Tour winner Annika Sörenstam is committed to play in the upcoming @GainbridgeLPGA. pic.twitter.com/1nfI9VdIc9— LPGA (@LPGA) February 9, 2021 Sörenstam ætlar að keppa á Gainbridge mótinu sem fer fram 25. til 28. febrúar. Það verður hennar fyrsta LPGA-mót í þrettán ár. Mótið fer fram hjá Lake Nona Golf & Country klúbbnum í Orlando en það er einmitt golfklúbbur Anniku Sörenstam og fjölskyldu. „Þetta verður fyrsta LPGA mót mitt síðan ég hætti að keppa árið 2008 til að stofna fjölskyldu,“ skrifaði Annika Sörenstam í fréttabréfi sínu. Hún giftist Mike McGee árið 2009, eignaðist dótturina Avu Madelyn McGee í september 2009 og soninn William Nicholas McGee í mars 2011. Ten-time major winner Annika Sorenstam is back in the field at an LPGA Tour event after retiring 13 years ago: https://t.co/yX60Ug5HR9 pic.twitter.com/uwTLQ30Cuo— Golf Digest (@GolfDigest) February 9, 2021 „Margt hefur breyst til hins betra á þessum tíma og þá sérstaklega má nefna fæðingu barna minna. Ava og Will eru mjög spennt fyrir því að sjá mömmu sína keppa. Ég verð samt að viðurkenna ef að þetta mót hefði ekki verið haldið á heimavelli mínum þá hefði mér líklega aldrei dottið í hug að keppa,“ skrifaði Sörenstam. „Það er gott fyrir mig að taka þátt í þessu móti því það er markmið mitt að taka þátt í Opna bandaríska móti öldunga í sumar. Til að vinna að því markmiði þá þarf ég að taka þátt í mótum til að ná mínu besta fram. Ég býst ekki við miklu en hlakka til þessara áskorunnar,“ skrifaði Sörenstam.
Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira