Viðskipti erlent

DNB ekki á­kærður í Sam­herja­máli

Atli Ísleifsson skrifar
DNB-bankinn sleit viðskiptum sínum við Samherja eftir að málið kom upp.
DNB-bankinn sleit viðskiptum sínum við Samherja eftir að málið kom upp. EPA/ VALDA KALNINA

Rannsókn á aðkomu norska viðskiptabankans DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefur verið lögð niður. Verður bankinn því ekki ákærður í málinu.

Norski fjölmiðillinn e24 greinir frá þessu, en þáttur DNB var mikið ræddur eftir að málið kom upp og fór svo að bankinn sleit viðskiptum sínum við Samherja.

Í tilkynningu frá DNB til norsku kauphallarinnar segir að bankinn hafi fengið boð frá saksóknara í Noregi um að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós neinar upplýsingar sem gætu leitt til ákæru gegn einstaka starfsmönnum bankans.

Rannsókn efnahagbrotadeildar norsku lögreglunnar hófst 2019 og er haft eftir Thomas Midteide, samskiptastjóra DNB, að bankinn hafi afhent lögreglu öll umbeðin gögn.

Málið allt má rekja til þess að gögnum var á sínum tíma lekið til Wikileaks sem leiddu til ásakana um að namibískir embættismenn hafi þegið mútur frá starfsmönnum Samherja í skiptum fyrir makrílkvóta.


Tengdar fréttir

DNB hætt viðskiptum við Samherja

NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×