Katrín vongóð um framgang stjórnarskrárfrumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur fyrstu umræðu um stjórnarskrárfrumvarp hennar á Alþingi hafa verið góða. Frumvarpið fór til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gærkvöldi. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra er vongóð um að frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni fái vandaða meðferð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og málið nái fram að ganga á Alþingi. Mestur ágreiningur er um auðlindaákvæði frumvarpsins sem Katrín segir ekki bara snúast um fisk. Katrín Jakobsdóttir lagði frumvarpið fram í eigin nafni þegar ekki tókst samstaða milli forystufólks stjórnmálahreyfinga á Alþingi um að standa sameiginlega að málinu. Fyrsta umræða fór fram á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í gær og frumvarpið afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um klukkan átta í gærkvöldi. Katrín tók síðust til máls og þakkaði fyrir umræðuna sem hún sagði hafa verið góða. „Mér finnst áhugaverð sjónarmið hafa komið fram. Vissulega mismunandi. En þó líka töluverður stuðningur við ákveðnar breytingar á kaflanum um forseta- og framkvæmdavald,“ sagði forsætisráðherra Einhverjir sæju ekki þörf á þeim breytingum og aðrir bendi á að þær þurfi að skýra frekar. Verulegur stuðningur væri við umhverfis- og náttúruverndarákvæðið sem og ákvæðið um stöðu íslenskunnar og íslensks táknmáls. Það verði verkefni nefndarinnar að fara yfir mismunandi sjónarmið til einstakra ákvæða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa fylgst vel með umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið og vænta vandaðrar meðferðar á því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar verði tekið á þeim ágreiningsefnum sem komið hafi fram í umræðunni.Stöð 2/Sigurjón „Auðlindaákvæðið. Augljóslega er það ákvæðið sem mestur ágreiningur er um. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en ég ætla samt að segja að mér hefur fundist þetta góð umræða,“ sagði Katrín. Þótt margir þingmenn væru ekki sérlega bjartsýnir á þróun umræðunnar um fiskveiðistjórnarkerfið teldi hún tækifæri til að þroska hana með umræðum um auðlindaákvæðið. Það snérist ekki eingöngu um fisk heldur einnig önnur umdeild mál í því samhengi eins og orkumálin. „Við meigum ekki gleyma því að þótt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé umdeilt hafa orkumál og orkuframkvæmdir líka klofið þennan sal og þjóðina alla í herðar niður. Þannig að ég er búin að hlusta vel og er mjög þakklát því hvað þingmenn hafa verið reiðubúnir að koma hér upp og ræða þetta mál efnislega. Það vekur mér væntingar um það að vinna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar geti skilað góðu verki inn í aðra umræðu um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Nefndin mun að öllum líkindum vinna í málinu fram að síðustu vikum þings fyrir kosningar í lok september. Stjórnarskrárbreytingar eru alltaf síðustu málin sem afgreidd eru fyrir kosningar enda þarf nýtt þing að þeim loknum að samþiggja sama mál óbreytt til að stjórnarskrárbreytingar verði endanlegar. Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir lagði frumvarpið fram í eigin nafni þegar ekki tókst samstaða milli forystufólks stjórnmálahreyfinga á Alþingi um að standa sameiginlega að málinu. Fyrsta umræða fór fram á þriðjudag í síðustu viku og var framhaldið í gær og frumvarpið afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um klukkan átta í gærkvöldi. Katrín tók síðust til máls og þakkaði fyrir umræðuna sem hún sagði hafa verið góða. „Mér finnst áhugaverð sjónarmið hafa komið fram. Vissulega mismunandi. En þó líka töluverður stuðningur við ákveðnar breytingar á kaflanum um forseta- og framkvæmdavald,“ sagði forsætisráðherra Einhverjir sæju ekki þörf á þeim breytingum og aðrir bendi á að þær þurfi að skýra frekar. Verulegur stuðningur væri við umhverfis- og náttúruverndarákvæðið sem og ákvæðið um stöðu íslenskunnar og íslensks táknmáls. Það verði verkefni nefndarinnar að fara yfir mismunandi sjónarmið til einstakra ákvæða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa fylgst vel með umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið og vænta vandaðrar meðferðar á því í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þar verði tekið á þeim ágreiningsefnum sem komið hafi fram í umræðunni.Stöð 2/Sigurjón „Auðlindaákvæðið. Augljóslega er það ákvæðið sem mestur ágreiningur er um. Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart en ég ætla samt að segja að mér hefur fundist þetta góð umræða,“ sagði Katrín. Þótt margir þingmenn væru ekki sérlega bjartsýnir á þróun umræðunnar um fiskveiðistjórnarkerfið teldi hún tækifæri til að þroska hana með umræðum um auðlindaákvæðið. Það snérist ekki eingöngu um fisk heldur einnig önnur umdeild mál í því samhengi eins og orkumálin. „Við meigum ekki gleyma því að þótt að fiskveiðistjórnunarkerfið sé umdeilt hafa orkumál og orkuframkvæmdir líka klofið þennan sal og þjóðina alla í herðar niður. Þannig að ég er búin að hlusta vel og er mjög þakklát því hvað þingmenn hafa verið reiðubúnir að koma hér upp og ræða þetta mál efnislega. Það vekur mér væntingar um það að vinna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar geti skilað góðu verki inn í aðra umræðu um þetta mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Nefndin mun að öllum líkindum vinna í málinu fram að síðustu vikum þings fyrir kosningar í lok september. Stjórnarskrárbreytingar eru alltaf síðustu málin sem afgreidd eru fyrir kosningar enda þarf nýtt þing að þeim loknum að samþiggja sama mál óbreytt til að stjórnarskrárbreytingar verði endanlegar.
Stjórnarskrá Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21 Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11. febrúar 2021 19:21
Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni. 21. janúar 2021 19:21
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks hugsi yfir stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir sérstakri umræðu um stöðu stjórnarskrármála á Alþingi á morgun. Hann segir nauðsynlegt að skýrt verði hvað réði áherslum forsætisráðherra í væntanlegu þingmannafrumvarpi hennar um breytingar á stjórnarskránni. 20. janúar 2021 16:52