Bláa Lónið nú opið um helgar eftir fjögurra mánaða lokun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2021 16:29 Bláa lónið hefur verið tómt í fjóra mánuði en nú ætti fólk að fara að sjást aftur í bláu lóninu um helgar næstu vikurnar. vísir/vilhelm Bláa Lónið verður opnað á ný á morgun eftir að hafa verið lokað frá 8. október. Bláa Lónið, veitingastaðurinn Lava, Silica hótel og verslun Bláa Lónsins í Svartsengi, verða opin allar helgar fram á vor. Retreat Spa verður opið á laugardögum. Retreat hótel og veitingastaðurinn Moss verða sömuleiðis opnuð en með takmarkaðri opnunartíma. Veitingastaðurinn Lava mun bjóða upp á bröns alla laugardaga og sunnudaga í vor frá klukkan 11 til 15. Þar geta gestir snætt á sloppnum á milli þess sem þeir njóta dvalarinnar í Bláa Lóninu. Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að núgildandi tilmælum yfirvalda varðandi sóttvarnaráðstafanir sé fylgt í hvívetna á öllum starfstöðvum Bláa Lónsins. Vegna takmarkanna séu gestir hvattir til að bóka heimsókn sína fyrirfram á vefnum. Bláa lónið fór ekki varhluta af kórónuveirufaraldrinum og hruni í ferðamennsku á síðasta ári. Fyrirtækið sagði upp fjölda fólks, lokaði tímabundið en nýtti sér uppsagnastyrki ríkisins á tímabilinu maí til október í fyrra. Bláa lónið fékk 590 milljónir í uppsagnastyrk en í umfjöllun Kveiks á dögunum kom fram að hluthafar fyrirtækisins hefðu fengið samtals 7,8 milljarða króna í arð frá félaginu árin þrjú á undan. Samkvæmt lögum þurfa fyrirtæki sem fá uppsagnastyrk að uppfylla tiltekin skilyrði áður en þau geta á ný byrjað að greiða sér arð. Fortíðararður skiptir þó ekki máli. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á í Kveiki að Bláa lónið hefði verið einn stærsti skattgreiðandi á Íslandi svo árum skipti og skattspor þess árin 2017-2019 verið rúmir 13 milljarðar króna. Arðgreiðslur séu merki um hraustleika fyrirtækja. Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Sundlaugar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Retreat hótel og veitingastaðurinn Moss verða sömuleiðis opnuð en með takmarkaðri opnunartíma. Veitingastaðurinn Lava mun bjóða upp á bröns alla laugardaga og sunnudaga í vor frá klukkan 11 til 15. Þar geta gestir snætt á sloppnum á milli þess sem þeir njóta dvalarinnar í Bláa Lóninu. Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að núgildandi tilmælum yfirvalda varðandi sóttvarnaráðstafanir sé fylgt í hvívetna á öllum starfstöðvum Bláa Lónsins. Vegna takmarkanna séu gestir hvattir til að bóka heimsókn sína fyrirfram á vefnum. Bláa lónið fór ekki varhluta af kórónuveirufaraldrinum og hruni í ferðamennsku á síðasta ári. Fyrirtækið sagði upp fjölda fólks, lokaði tímabundið en nýtti sér uppsagnastyrki ríkisins á tímabilinu maí til október í fyrra. Bláa lónið fékk 590 milljónir í uppsagnastyrk en í umfjöllun Kveiks á dögunum kom fram að hluthafar fyrirtækisins hefðu fengið samtals 7,8 milljarða króna í arð frá félaginu árin þrjú á undan. Samkvæmt lögum þurfa fyrirtæki sem fá uppsagnastyrk að uppfylla tiltekin skilyrði áður en þau geta á ný byrjað að greiða sér arð. Fortíðararður skiptir þó ekki máli. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á í Kveiki að Bláa lónið hefði verið einn stærsti skattgreiðandi á Íslandi svo árum skipti og skattspor þess árin 2017-2019 verið rúmir 13 milljarðar króna. Arðgreiðslur séu merki um hraustleika fyrirtækja.
Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Sundlaugar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira