Þetta tilkynnti Creditinfo í dag. Þar kemur fram að Creditinfo hefur að geyma stærsta safn iðskiptaupplýsinga á Íslandi og eru þar á meðal upplýsingar úr ársreikningum íslenskra fyrirtækja allt aftur til ársins 1995.
Í ársreikningagrunni Creditinfo má finna rúmlega 550 þúsund ársreikninga sem öllum er nú frjálst að sækja. Áskrifendur fyrirtækisins hafa einnig val um að vakta skil á ársreikningum án viðbótarkostnaðar og get þeir sótt enn fleiri upplýsingar.
Einnig er hægt að sækja lánshæfismat fyrirtækja sem sýnir líkurnar á því að fyrirtæki fari í vanskil á næstu tólf mánuðum.
Lagabreytingar tóku gildi um áramót sem gerði Skattinum skylt að opna fyrir niðurhal reikninga á vef sínum. Enn er þó beðið eftir reglugerð sem skýrir áhrif breytinganna á samninga um afhendingu gagn til miðlara eins og Creditinfo en þrátt fyrir það hefur Creditinfo ákveðið að afhenda reikninga gjaldfrjálst á vef sínum.