Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Al Arabi en eina markið kom á 77.mínútu þegar Mehrdad Mohammadi skoraði af vítapunktinum.
Al Arabi er þjálfað af Heimi Hallgrímssyni og er taplaust í átta leikjum í röð eftir erfiða byrjun á tímabilinu en liðið situr nú í sjötta sæti deildarinnar.