Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 19:17 Vinir Freyju Egilsdóttur í Danmörku hafa set í gang söfnun fyrir börn hennar. Vísir/Elín Margrét Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju. „Freyja Egilsdóttir var svipt lífi á grimmilegan hátt föstudaginn 29. janúar 2021. Freyja var alltaf svo ljúf og stuðningsrík. Hún var Móðir með stóru M-i, og fyrir henni var það sjálfsagðasti hlutur í heimi að taka öðrum syni mannsins síns sem sínum eigin,“ segir í lýsingu vegna söfnunarinnar en þeir sem að henni standa hafa stofnað Facebook-hóp um söfnunina. Fyrrverandi eiginmaður Freyju og barnsfaðir sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hafði áður hlotið tíu ára fangelsisdóm fyrir að hafa ráðið fyrrverandi kærustu sinni bana í nóvember 1995, en þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. „Það er algjörlega hræðilegt að líf Freyju hafi verið tekið með þessum hætti og eftir standa þrjú börn sem nú þurfa að lifa með því að hafa misst móður sína. Tvö lítil börn sem hafa misst líffræðilega móður sína og fullorðinn sonur sem í annað sinn á ævinni hefur misst móður sína vegna sama morðingjans. Við fáum aldrei yndislegu Freyju aftur en við munum alltaf minnast hennar með bros á vör. Það allra mikilvægasta fyrir Freyju voru börnin hennar og við viljum gjarnan hjálpa þeim eins mikið og við getum,“ segir ennfremur í lýsingunni um söfnunina. Steffen Petersen, vinur og skólabróðir Freyju, er einn þeirra sem að söfnuninni standa. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku lýsti hann Freyju sem einstaklega lífsglaðri, hjálpsamri og góðri konu. „Maður hefði aldrei búist við þessu yfir höfuð. Hvað þá að þetta kæmi fyrir svona ljúfa og góða konu. Freyja hafði einstaka lífsgleði, var ótrúlega ljúf og var alltaf til í að hjálpa öðum ef hún gat. Það gerir hún alltaf fyrir alla sem hún þekkti. Eða gerði, réttara sagt,“ sagði Steffen. Morð í Malling Danmörk Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
„Freyja Egilsdóttir var svipt lífi á grimmilegan hátt föstudaginn 29. janúar 2021. Freyja var alltaf svo ljúf og stuðningsrík. Hún var Móðir með stóru M-i, og fyrir henni var það sjálfsagðasti hlutur í heimi að taka öðrum syni mannsins síns sem sínum eigin,“ segir í lýsingu vegna söfnunarinnar en þeir sem að henni standa hafa stofnað Facebook-hóp um söfnunina. Fyrrverandi eiginmaður Freyju og barnsfaðir sætir gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hafði áður hlotið tíu ára fangelsisdóm fyrir að hafa ráðið fyrrverandi kærustu sinni bana í nóvember 1995, en þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. „Það er algjörlega hræðilegt að líf Freyju hafi verið tekið með þessum hætti og eftir standa þrjú börn sem nú þurfa að lifa með því að hafa misst móður sína. Tvö lítil börn sem hafa misst líffræðilega móður sína og fullorðinn sonur sem í annað sinn á ævinni hefur misst móður sína vegna sama morðingjans. Við fáum aldrei yndislegu Freyju aftur en við munum alltaf minnast hennar með bros á vör. Það allra mikilvægasta fyrir Freyju voru börnin hennar og við viljum gjarnan hjálpa þeim eins mikið og við getum,“ segir ennfremur í lýsingunni um söfnunina. Steffen Petersen, vinur og skólabróðir Freyju, er einn þeirra sem að söfnuninni standa. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku lýsti hann Freyju sem einstaklega lífsglaðri, hjálpsamri og góðri konu. „Maður hefði aldrei búist við þessu yfir höfuð. Hvað þá að þetta kæmi fyrir svona ljúfa og góða konu. Freyja hafði einstaka lífsgleði, var ótrúlega ljúf og var alltaf til í að hjálpa öðum ef hún gat. Það gerir hún alltaf fyrir alla sem hún þekkti. Eða gerði, réttara sagt,“ sagði Steffen.
Morð í Malling Danmörk Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira