Skuggi Firmino virðist hafa „platað“ VAR til að dæma mark Leicester gilt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 09:31 Eins og sést á þessari mynd þá snýr skór Roberto Firmino ekki í átt að markinu eins og Varsjáin teiknaði heldur í átt að James Maddison sem tók aukaspyrnuna. Samsett/Getty/Carl Recine Það gengur flest Englandsmeisturum Liverpol í óhag þessa dagana og markið sem breytti öllu í leik liðsins um helgina var mjög vafasamt. Liverpool menn voru mjög ósáttir með Varsjána í jöfnunarmarki Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og við nánari skoðun lítur út fyrir að þeir hafi haft mikið til síns máls. Liverpool var í góðum málum á móti Leicester, 1-0 yfir í leiknum og búið að vera með yfirburði nær allan leikinn. Jöfnunarmarkið breytti hins vegar öllu, Liverpool menn virtust hálfvankaðir í framhaldinu, Leicester skoraði tvö mörk til viðbótar og vann 3-1 sigur. Í stað þess að rífa sig aftur í gang þá þurftu Liverpool menn að sætta sig við þriðja tapið í röð og krísan herjar enn frekar á menn á Anfield. Jürgen Klopp var mjög óhress með jöfnunarmarkið. Þar dæmdi aðstoðardómarinn rangstöðu og þar með markið af. Varsjáin breytti aftur á móti þeim dómi. "The blue line that defines Firmino offside appears to be drawn on his foot's shadow" No wonder Jurgen Klopp said: "VAR should be completely objective, but it s not." Posted by GiveMeSport on Laugardagur, 13. febrúar 2021 Flestir sem sáu endursýninguna af markinu gátu ekki séð betur en að Daniel Amartey hafi réttilega verið dæmdur rangstæður þar sem Amartey var fyrir utan fót Roberto Firmino. Þá birtust hins vegar línurnar frægu hjá Varsjánni og umræddur fótur Roberto Firmino var „teiknaður“ til að gera Amartey réttstæðan. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að lið sitt hafa fengið á sig skrýtið mark og þó að Varsjáin eigi að vera hlutlaus þá sé hún það ekki alltaf. Klopp hélt því líka fram að Varsjáin hafi dæmt rangstöðuna áður en James Maddison hafði í raun snert boltann. Við nánari skoðun lítur einnig út fyrir það að Varsjáin hafi notast við skuggann af skó Firmino en ekki sjálfan skóinn til að gera Daniel Amartey réttstæðan. Eins sorglega og það hljómar þá viðist það hafa verið skuggi af skó Firmino sem „plataði“ þarna VAR til að dæma mark Leicester gilt. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Liverpool menn voru mjög ósáttir með Varsjána í jöfnunarmarki Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og við nánari skoðun lítur út fyrir að þeir hafi haft mikið til síns máls. Liverpool var í góðum málum á móti Leicester, 1-0 yfir í leiknum og búið að vera með yfirburði nær allan leikinn. Jöfnunarmarkið breytti hins vegar öllu, Liverpool menn virtust hálfvankaðir í framhaldinu, Leicester skoraði tvö mörk til viðbótar og vann 3-1 sigur. Í stað þess að rífa sig aftur í gang þá þurftu Liverpool menn að sætta sig við þriðja tapið í röð og krísan herjar enn frekar á menn á Anfield. Jürgen Klopp var mjög óhress með jöfnunarmarkið. Þar dæmdi aðstoðardómarinn rangstöðu og þar með markið af. Varsjáin breytti aftur á móti þeim dómi. "The blue line that defines Firmino offside appears to be drawn on his foot's shadow" No wonder Jurgen Klopp said: "VAR should be completely objective, but it s not." Posted by GiveMeSport on Laugardagur, 13. febrúar 2021 Flestir sem sáu endursýninguna af markinu gátu ekki séð betur en að Daniel Amartey hafi réttilega verið dæmdur rangstæður þar sem Amartey var fyrir utan fót Roberto Firmino. Þá birtust hins vegar línurnar frægu hjá Varsjánni og umræddur fótur Roberto Firmino var „teiknaður“ til að gera Amartey réttstæðan. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að lið sitt hafa fengið á sig skrýtið mark og þó að Varsjáin eigi að vera hlutlaus þá sé hún það ekki alltaf. Klopp hélt því líka fram að Varsjáin hafi dæmt rangstöðuna áður en James Maddison hafði í raun snert boltann. Við nánari skoðun lítur einnig út fyrir það að Varsjáin hafi notast við skuggann af skó Firmino en ekki sjálfan skóinn til að gera Daniel Amartey réttstæðan. Eins sorglega og það hljómar þá viðist það hafa verið skuggi af skó Firmino sem „plataði“ þarna VAR til að dæma mark Leicester gilt.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira