Miðflokksþingmaður varar við erlendum glæpahópum Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2021 20:14 Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins óttast uppgang skipulagðra erlendra glæpahópa á Íslandi og telur lögregluna ekki í stakk búna til að bregðast við vexti þeirra. Vísir/Vilhelm Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins varaði við skipulagðri glæpastarfsemi með tengsl til annarra landa á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir að brugðist hafi verið við ábendingum lögreglunnar frá undanförnum árum. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minntist Karl Gauti á nýlegt manndráp í Reykjavík um síðustu helgi þar sem meintur gerandi og sá sem var myrtur væru báðir af erlendum uppruna. Rifjaði þingmaðurinn upp skýrslur lögreglunnar um stöðu mála frá árunum 2017 og 2019 í þessu samhengi. Karl Gauti Hjaltason ræddi á Alþingi í dag morð á albönskum manni í Reykjavík um síðustu helgi í samhengi við vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi samkvæmt skýrslum lögreglunnar.Vísir/Vilhelm Þar kæmi fram að lögreglan teldi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi vera að aukast á sama tíma og lögreglan hefði ekki nægan mannafla til að bregðast við þessari þróun. Vitnaði Karl Gauti í kafla í skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem rætt var um starfsemi erlendra brotahópa. „Í þeirri skýrslu kemur fram að aukning hafi orðið í innflutningi á kókaíni. Hana megi taka sem dæmi um umsvif skipulagðra brotahópa með erlendar tengingar. Þar kemur einnig fram að hlutur erlendra hópa á innflutningi og framleiðslu á amfetamíni hér á landi sé stór og jafnvel ráðandi,“ sagði Karl Gauti og taldi stjórnvöld ekki hafa tekið þessa stöðu nægjanlega alvarlega. „Hver hafa viðbrögðin verið við þessum endurteknu viðvörunum lögreglunnar síðan 2017,“ spurði þingmaðurinn. Dómsmálaráðherra sagði að brugðist hefði verið við ábendingum frá lögreglunni með ýmsum hætti og tækjakostur hennar aukinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist vilja að Íslandi yrði áfram eitt friðsamasta ríki heims. Það hefði verið brugðist við ábendingum lögreglunnar. „Við höfum hafið mikla vinnu með ríkislögreglustjóra og undir forystu hans. Sett á laggirnar hóp með öllum aðilum til að tryggja samræmingu og samhæfingu og getu lögreglunnar til að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Ég ítrekaði síðast í október í bréfi til allra lögreglustjóra á landinu að hafa þessi mál í forgangi. Að gæta þess að það væri nægjanlegur mannafli til að sinna þessu og hef varið miklum fjármunum í að tryggja tækjabúnað og getu. Bæta bæði fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að takast á við þessa vá,“ sagði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag. Lögreglan Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag minntist Karl Gauti á nýlegt manndráp í Reykjavík um síðustu helgi þar sem meintur gerandi og sá sem var myrtur væru báðir af erlendum uppruna. Rifjaði þingmaðurinn upp skýrslur lögreglunnar um stöðu mála frá árunum 2017 og 2019 í þessu samhengi. Karl Gauti Hjaltason ræddi á Alþingi í dag morð á albönskum manni í Reykjavík um síðustu helgi í samhengi við vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi samkvæmt skýrslum lögreglunnar.Vísir/Vilhelm Þar kæmi fram að lögreglan teldi umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi vera að aukast á sama tíma og lögreglan hefði ekki nægan mannafla til að bregðast við þessari þróun. Vitnaði Karl Gauti í kafla í skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem rætt var um starfsemi erlendra brotahópa. „Í þeirri skýrslu kemur fram að aukning hafi orðið í innflutningi á kókaíni. Hana megi taka sem dæmi um umsvif skipulagðra brotahópa með erlendar tengingar. Þar kemur einnig fram að hlutur erlendra hópa á innflutningi og framleiðslu á amfetamíni hér á landi sé stór og jafnvel ráðandi,“ sagði Karl Gauti og taldi stjórnvöld ekki hafa tekið þessa stöðu nægjanlega alvarlega. „Hver hafa viðbrögðin verið við þessum endurteknu viðvörunum lögreglunnar síðan 2017,“ spurði þingmaðurinn. Dómsmálaráðherra sagði að brugðist hefði verið við ábendingum frá lögreglunni með ýmsum hætti og tækjakostur hennar aukinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist vilja að Íslandi yrði áfram eitt friðsamasta ríki heims. Það hefði verið brugðist við ábendingum lögreglunnar. „Við höfum hafið mikla vinnu með ríkislögreglustjóra og undir forystu hans. Sett á laggirnar hóp með öllum aðilum til að tryggja samræmingu og samhæfingu og getu lögreglunnar til að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Ég ítrekaði síðast í október í bréfi til allra lögreglustjóra á landinu að hafa þessi mál í forgangi. Að gæta þess að það væri nægjanlegur mannafli til að sinna þessu og hef varið miklum fjármunum í að tryggja tækjabúnað og getu. Bæta bæði fræðslu og þjálfun lögreglumanna til að takast á við þessa vá,“ sagði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag.
Lögreglan Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01 Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ handtekinn Rúmlega fertugur karlmaður, sem lýst hefur verið af lögreglumanni sem langstærsta fíkniefnabarón á Íslandi, er á meðal þriggja karlmanna sem lögregla handtók í umfangsmiklum aðgerðum í gær í tengslum við rannsókn á manndrápi í Rauðagerði um helgina. 16. febrúar 2021 13:01
Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. 15. febrúar 2021 20:34
Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent