Friðarviðræður í hættu og útlit fyrir umfangsmikla sókn Talibana Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 10:01 Afgtangskur hermaður stendur vörð í landinu. Hermenn og lögregluþjónar hafa verið undir gífurlegu álagi. EPA/JALIL REZAYEE Ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana í landinu. Vígamenn Talibana hafa komið sér fyrir nærri mörgum borgum landsins og hertekið mikilvægar umferðaræðir. Óttast er að með vorsókn Talibana verði stór og að ef Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ákveði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan, falli ríkisstjórn landsins. Donald Trump, fyrrverandi forseti, gerði samkomulag við Talibana um að kalla hermenn heim og í staðinn áttu Talibanar að fækka árásum sínum, sem þeir hafa ekki gert. Friðarviðræður á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistans hafa litlum árangri skilað og samkvæmt Reuters eru leiðtogar Talibana farnir frá Doha, þar sem viðræðurnar hafa farið fram. Talibanar hafa krafist þess að um sjö þúsund vígamönnum verði sleppt úr fangelsi og að þeir fái aðild að ríkisstjórn landsins. Ashraf Ghani, forseti, hefur neitað því, samkvæmt umfjöllun New York Times. Útlit er að flosnað hafi upp úr viðræðunum. Meðlimir ríkisstjórnar Bidens skoða nú áætlanir Bandaríkjanna varðandi Afganistan og það hvort standa eigi við það að flytja alla hermenn landsins frá Afganistan fyrir 1. maí, eins og samkomulag Trumps og Talibana segir til um. Herinn hefur hins vegar óskað eftir fleiri hermönnum og fleiri loftárásum. Búist er við tilkynningu frá Hvíta húsinu á næstu vikum. Um 2.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan.AP/Rahmat Gul Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að Talibanar hafi ekki slitið samskiptum sínum við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin. Þvert á móti séu tengslin þar á milli enn náin. Scott Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir árásir Talibana í vetur hafa verið fleiri og umfangsmeiri en gengur og gerist og er óttast að vorsókn þeirra, sem vonast var til að friðarviðræðurnar myndu stöðva, verði stærri en áður. „Ef það verður ekki dregið úr ofbeldinu, verður friðarferlið mjög, mjög erfitt,“ sagði Miller við Reuters. Meðlimur sérsveita Talibana sagði fréttaveitunni að ef Bandaríkin hættu við að flytja hermenn sína frá landinu myndu Talbinar bregðast við með árásum sem hefðu ekki sést á undanförnum tuttugu árujm. Ríkisstjórn Afganistans hefur skipað forsvarsmönnum öryggissveita landsins að undirbúa sig fyrir umfangsmikla og erfiða vorsókn Talibana. Þessar sveitir hafa þó átt undir högg að sækja og verið undir gífurlegu álagi. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Afganistan Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín ræddust við í síma: Ber ekki alveg saman um efnið Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Talsmönnum forsetanna ber ekki fullkomlega saman um hvaða mál voru til umræðu en Washington Post segir Biden hafa tjáð Pútín að Bandaríkin myndu verja sig gegn „óvinveittum aðgerðum“ af hálfu Rússlands. 26. janúar 2021 21:06 Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. 7. desember 2020 12:56 Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. 3. desember 2020 16:34 Afganir og Talibanar ná sínu fyrsta samkomulagi Samningamenn Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa komist að þeirra fyrsta samkomulagi. Samkomulagið snýr að grunni áframhaldandi viðræðna og þar af leiðandi því að binda mögulega enda á átökin í landinu en einungis er um fyrsta skrefið af mörgum að ræða. 2. desember 2020 16:44 Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Óttast er að með vorsókn Talibana verði stór og að ef Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ákveði að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan, falli ríkisstjórn landsins. Donald Trump, fyrrverandi forseti, gerði samkomulag við Talibana um að kalla hermenn heim og í staðinn áttu Talibanar að fækka árásum sínum, sem þeir hafa ekki gert. Friðarviðræður á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistans hafa litlum árangri skilað og samkvæmt Reuters eru leiðtogar Talibana farnir frá Doha, þar sem viðræðurnar hafa farið fram. Talibanar hafa krafist þess að um sjö þúsund vígamönnum verði sleppt úr fangelsi og að þeir fái aðild að ríkisstjórn landsins. Ashraf Ghani, forseti, hefur neitað því, samkvæmt umfjöllun New York Times. Útlit er að flosnað hafi upp úr viðræðunum. Meðlimir ríkisstjórnar Bidens skoða nú áætlanir Bandaríkjanna varðandi Afganistan og það hvort standa eigi við það að flytja alla hermenn landsins frá Afganistan fyrir 1. maí, eins og samkomulag Trumps og Talibana segir til um. Herinn hefur hins vegar óskað eftir fleiri hermönnum og fleiri loftárásum. Búist er við tilkynningu frá Hvíta húsinu á næstu vikum. Um 2.500 bandarískir hermenn eru í Afganistan.AP/Rahmat Gul Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að Talibanar hafi ekki slitið samskiptum sínum við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin. Þvert á móti séu tengslin þar á milli enn náin. Scott Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir árásir Talibana í vetur hafa verið fleiri og umfangsmeiri en gengur og gerist og er óttast að vorsókn þeirra, sem vonast var til að friðarviðræðurnar myndu stöðva, verði stærri en áður. „Ef það verður ekki dregið úr ofbeldinu, verður friðarferlið mjög, mjög erfitt,“ sagði Miller við Reuters. Meðlimur sérsveita Talibana sagði fréttaveitunni að ef Bandaríkin hættu við að flytja hermenn sína frá landinu myndu Talbinar bregðast við með árásum sem hefðu ekki sést á undanförnum tuttugu árujm. Ríkisstjórn Afganistans hefur skipað forsvarsmönnum öryggissveita landsins að undirbúa sig fyrir umfangsmikla og erfiða vorsókn Talibana. Þessar sveitir hafa þó átt undir högg að sækja og verið undir gífurlegu álagi. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Stríðið í Afganistan er það lengsta í sögu Bandaríkjanna.
Afganistan Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Biden og Pútín ræddust við í síma: Ber ekki alveg saman um efnið Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Talsmönnum forsetanna ber ekki fullkomlega saman um hvaða mál voru til umræðu en Washington Post segir Biden hafa tjáð Pútín að Bandaríkin myndu verja sig gegn „óvinveittum aðgerðum“ af hálfu Rússlands. 26. janúar 2021 21:06 Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. 7. desember 2020 12:56 Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. 3. desember 2020 16:34 Afganir og Talibanar ná sínu fyrsta samkomulagi Samningamenn Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa komist að þeirra fyrsta samkomulagi. Samkomulagið snýr að grunni áframhaldandi viðræðna og þar af leiðandi því að binda mögulega enda á átökin í landinu en einungis er um fyrsta skrefið af mörgum að ræða. 2. desember 2020 16:44 Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Biden og Pútín ræddust við í síma: Ber ekki alveg saman um efnið Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Talsmönnum forsetanna ber ekki fullkomlega saman um hvaða mál voru til umræðu en Washington Post segir Biden hafa tjáð Pútín að Bandaríkin myndu verja sig gegn „óvinveittum aðgerðum“ af hálfu Rússlands. 26. janúar 2021 21:06
Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. 7. desember 2020 12:56
Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. 3. desember 2020 16:34
Afganir og Talibanar ná sínu fyrsta samkomulagi Samningamenn Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa komist að þeirra fyrsta samkomulagi. Samkomulagið snýr að grunni áframhaldandi viðræðna og þar af leiðandi því að binda mögulega enda á átökin í landinu en einungis er um fyrsta skrefið af mörgum að ræða. 2. desember 2020 16:44
Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35
Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03