Dæmdir í fangelsi og greiðslu alls 211 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattsvik Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2021 09:39 Framkvæmdastjórinn var sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félaginu ávinnings af áðurnefndum brotum samtals að fjárhæð rúmlega 73 milljónum króna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo menn – framkvæmdastjóra og bókara einkahlutafélags sem var með flutningaþjónustu og rekstur sendibíla – í fangelsi og greiðslu alls 211 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattsvik. Voru mennirnir sakfelldir fyrir að hafa staðið röng skil á skattframtölum og virðisaukaskattskýrslum fyrirtækisins, en framkvæmdastjórinn var einnig dæmdur fyrir peningaþvætti. Framkvæmdastjórinn, sem jafnframt var eigandi og stjórnarmaður félagsins, var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi og bókarinn tólf mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu þess hluta refsingarinnar í tvö ár haldi þeir almennt skilorð. Þá skulu þeir hvor um sig greiða 105,5 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða þá sæta fangelsi í 360 daga. Vangoldinn virðisaukaskattur Í ákærum var rakið að þeir félagar hafi staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna rekstraráranna 2011 og 2012 með því að offramtelja rekstrargjöld um 93 milljónir króna. Þannig hafi þeir vanframtalið tekjuskattstofn og komið félaginu undan greiðslu tekjuskatts að fjárhæð 7,4 milljónum króna. Einnig hafi þeir staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum og leiðréttingarskýrslum á rekstrartímabilum frá janúar 2010 til loka 2013 og hafi vangoldinn virðisaukaskattur á tímabilinu numið um 66 milljónum króna. Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórinn var sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félaginu ávinnings af áðurnefndum brotum samtals að fjárhæð rúmlega 73 milljónum króna. Var ávinningnum ráðstafað í þágu félagsins og eftir atvikum í eigin þágu og þágu eiginkonu sinnar. Í dómnum kemur fram að framkvæmdastjórinn og bókarinn séu mágar. Sagðist ekki hafa þekkingu á bókhaldi og reikningsskilum Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því fyrir dómi að hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi og hvað þá ásetning, til brota gegn bókhalds- og skattalögum. Hann hafi leitað og treyst bókaranum, sérfræðingi í bókhaldi og reikningsskilum, en umræddur bókari er einnig bróðir eiginkonu framkvæmdastjórans. Framkvæmdastjórinn sagðist sjálfur ekki hafa haft neina þekkingu á sviði bókhalds og reikningsskila. Það hafi líka verið sérstaklega mikilvægt fyrir framkvæmdastjórann að reiða sig á aðstoð í þessu sambandi þar sem hann sé alvarlega sjónskertur og hafi ekki getað lesið sér til gagns á þeim tíma. Bókarinn sagði hins vegar fyrir dómi að aðkoma hans að rekstri félagsins hafi aðeins falist í aðstoð við bókhald. Hann hafi ekki haft aðstöðu á starfsstöðinni, ekki verið með prókúru fyrir það og ekki stjórnað því á neinn hátt. Hann hafi aðeins fært bókhald á grundvelli gagna sem hann hafi fengið í hendurnar og hann hafi ekki með því framið refsiverð brot. Geti með engu móti firrt sig ábyrgð Dómari í málinu segir að framkvæmdastjórinn hafi sem slíkur, sem og eigandi og stjórnarmaður félagsins, borið ábyrgð á að bókhald, ársreikningar og skattframtöl félagsins væru í réttu horfi. Hann geti með engu móti, miðað við stöðu hans hjá félaginu, firrt sig ábyrgð. „Hvað þá sínum persónulegu skattskilum en þar getur enginn undir venjulegum aðstæðum komið ábyrgð á aðra. Aðstæður í þessu máli leysa ákærða […] því ekki undan ábyrgð hvað þetta varðar.“ Vísir/Vilhelm Þegar allt sé virt, sem og rannsóknargögn málsins í heild sinni, verði ekki annað ályktað en að framkvæmdastjórinn hafi haft ásetning til þess að haga málum með þeim hætti sem í ákæru greinir, beinlínis í þeim tilgangi að komast hjá réttum skattskilum persónulega og félagsins. Allt í þeim tilgangi að afla sér og félaginu ávinnings sem hann svo ráðstafaði í eigin þágu eða í þágu félagsins. Á sér ekki málsbætur Varðandi bókarann þá segir í dómnum að hann hafi sem slíkur borið ábyrgð á því að bókhald félagsins væri rétt fært og þar með talið virðisaukaskattsskýrslur og skattframtöl. „Gögn voru ekki til staðar sem staðfestu að skýrslur um virðisaukaskatt væru réttar né fullnægjandi gögn að baki öllum færslum þ.m.t. gjöldum í bókhaldi félagsins. En það gat ekki farið framhjá bókara félagsins að þetta væri ekki í lagi og þar með væri ekki allt með felldu í rekstri félagsins. Væru mál ekki í réttu horfi bar bókara félagsins að gera athugasemdir við forsvarsmann þess og ekki verður séð að ákærði […] eigi sér málsbætur hvað þetta varðar.“ Ekki verði ályktað annað en að ásetningur bókara félagsins hafi staðið til þess að haga bókhaldi og skýrslugerð félagsins þannig að félagið og framkvæmdastjórinn myndu komast hjá réttum skattskilum. Einbeittur brotavilji Í dómsorðum segir að brotavilji mannanna hafi verið einbeittur og varði brotin háar fjárhæðir. Þó beri einnig að líta til þess að langt sé um liðið frá því brotin voru framin. Við ákvörðun refsingar var sömuleiðis litið til þess að brotin séu stórfelld í skilningi laga og í slíkum tilfellum hafi myndast sú dómvenja að sekt sé því sem næst þrefaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin í tengslum við brotin. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Voru mennirnir sakfelldir fyrir að hafa staðið röng skil á skattframtölum og virðisaukaskattskýrslum fyrirtækisins, en framkvæmdastjórinn var einnig dæmdur fyrir peningaþvætti. Framkvæmdastjórinn, sem jafnframt var eigandi og stjórnarmaður félagsins, var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi og bókarinn tólf mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu þess hluta refsingarinnar í tvö ár haldi þeir almennt skilorð. Þá skulu þeir hvor um sig greiða 105,5 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða þá sæta fangelsi í 360 daga. Vangoldinn virðisaukaskattur Í ákærum var rakið að þeir félagar hafi staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna rekstraráranna 2011 og 2012 með því að offramtelja rekstrargjöld um 93 milljónir króna. Þannig hafi þeir vanframtalið tekjuskattstofn og komið félaginu undan greiðslu tekjuskatts að fjárhæð 7,4 milljónum króna. Einnig hafi þeir staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum og leiðréttingarskýrslum á rekstrartímabilum frá janúar 2010 til loka 2013 og hafi vangoldinn virðisaukaskattur á tímabilinu numið um 66 milljónum króna. Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórinn var sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað félaginu ávinnings af áðurnefndum brotum samtals að fjárhæð rúmlega 73 milljónum króna. Var ávinningnum ráðstafað í þágu félagsins og eftir atvikum í eigin þágu og þágu eiginkonu sinnar. Í dómnum kemur fram að framkvæmdastjórinn og bókarinn séu mágar. Sagðist ekki hafa þekkingu á bókhaldi og reikningsskilum Framkvæmdastjóri félagsins hafnaði því fyrir dómi að hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi og hvað þá ásetning, til brota gegn bókhalds- og skattalögum. Hann hafi leitað og treyst bókaranum, sérfræðingi í bókhaldi og reikningsskilum, en umræddur bókari er einnig bróðir eiginkonu framkvæmdastjórans. Framkvæmdastjórinn sagðist sjálfur ekki hafa haft neina þekkingu á sviði bókhalds og reikningsskila. Það hafi líka verið sérstaklega mikilvægt fyrir framkvæmdastjórann að reiða sig á aðstoð í þessu sambandi þar sem hann sé alvarlega sjónskertur og hafi ekki getað lesið sér til gagns á þeim tíma. Bókarinn sagði hins vegar fyrir dómi að aðkoma hans að rekstri félagsins hafi aðeins falist í aðstoð við bókhald. Hann hafi ekki haft aðstöðu á starfsstöðinni, ekki verið með prókúru fyrir það og ekki stjórnað því á neinn hátt. Hann hafi aðeins fært bókhald á grundvelli gagna sem hann hafi fengið í hendurnar og hann hafi ekki með því framið refsiverð brot. Geti með engu móti firrt sig ábyrgð Dómari í málinu segir að framkvæmdastjórinn hafi sem slíkur, sem og eigandi og stjórnarmaður félagsins, borið ábyrgð á að bókhald, ársreikningar og skattframtöl félagsins væru í réttu horfi. Hann geti með engu móti, miðað við stöðu hans hjá félaginu, firrt sig ábyrgð. „Hvað þá sínum persónulegu skattskilum en þar getur enginn undir venjulegum aðstæðum komið ábyrgð á aðra. Aðstæður í þessu máli leysa ákærða […] því ekki undan ábyrgð hvað þetta varðar.“ Vísir/Vilhelm Þegar allt sé virt, sem og rannsóknargögn málsins í heild sinni, verði ekki annað ályktað en að framkvæmdastjórinn hafi haft ásetning til þess að haga málum með þeim hætti sem í ákæru greinir, beinlínis í þeim tilgangi að komast hjá réttum skattskilum persónulega og félagsins. Allt í þeim tilgangi að afla sér og félaginu ávinnings sem hann svo ráðstafaði í eigin þágu eða í þágu félagsins. Á sér ekki málsbætur Varðandi bókarann þá segir í dómnum að hann hafi sem slíkur borið ábyrgð á því að bókhald félagsins væri rétt fært og þar með talið virðisaukaskattsskýrslur og skattframtöl. „Gögn voru ekki til staðar sem staðfestu að skýrslur um virðisaukaskatt væru réttar né fullnægjandi gögn að baki öllum færslum þ.m.t. gjöldum í bókhaldi félagsins. En það gat ekki farið framhjá bókara félagsins að þetta væri ekki í lagi og þar með væri ekki allt með felldu í rekstri félagsins. Væru mál ekki í réttu horfi bar bókara félagsins að gera athugasemdir við forsvarsmann þess og ekki verður séð að ákærði […] eigi sér málsbætur hvað þetta varðar.“ Ekki verði ályktað annað en að ásetningur bókara félagsins hafi staðið til þess að haga bókhaldi og skýrslugerð félagsins þannig að félagið og framkvæmdastjórinn myndu komast hjá réttum skattskilum. Einbeittur brotavilji Í dómsorðum segir að brotavilji mannanna hafi verið einbeittur og varði brotin háar fjárhæðir. Þó beri einnig að líta til þess að langt sé um liðið frá því brotin voru framin. Við ákvörðun refsingar var sömuleiðis litið til þess að brotin séu stórfelld í skilningi laga og í slíkum tilfellum hafi myndast sú dómvenja að sekt sé því sem næst þrefaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin í tengslum við brotin.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira